Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 74
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
100 110 150 185 190 175 135 175
100 95 120 140 135 115 75 85
Umreiknuð vörusala (1938=100) . ..
Umreiknuð vörusala á félagsmann
(1938=100) .................
A£ þessari töflu má draga þær á-
lyktanir, að vörusala félagsins mið-
uð við rnagn hafi farið vaxandi fram
til ársins 1943, og hafi þá verið ná-
lægt því 90% meiri en árið 1938.
Síðan hafi hún farið lækkandi árin
1944 og sérstaklega 1945, og þá að-
eins verið um 35% meiri en 1938.
Síðan hafi hún aftur vaxið mjög
verulega, en þó elcki náð hámark-
inu frá 1943. Miðað við tölu félags-
manna er vöxtur vörusölunnar ekki
nærri eins mikill, en þó nokkur
fram til 1942, og er þá um 40%
meiri en 1938. Síðan fer vörusala
á félagsmann aftur minnkandi og er
1945 25% minni en 1938. Sýnir
þetta, að hinn mikli fjöldi félags-
manna, er bættist félaginu 1945,
hefur aðeins að litlu leyti beint við-
skiptum sínum til félagsins, og enn-
fremur hve mikið landfélagið á enn
ónumið, jafnvel meðal sinna eigin
félagsmanna. Að nokkru má þó
skýra þetta á þann hátt, að aukning
félagsmanna 1945 hafi að talsverðu
leyti byggzt á því, að fleiri fjöl-
skyldumeðlimir hafi gengið í félag-
ið í þeim fjölskyldum, sem þegar
áður höfðu skipt við félagið.
Til þess að gera sér hugmynd um
rekstrarafkomu félagsins hefur ver-
ið reynt að setja upp rekstrarreikn-
ingana á þann hátt, að sambæri-
legt sé frá ári til árs, en á það hefur
allmjög skort í ársskýrslunum. Enn-
104
íremur hefur verið reynt að lá fram
afkomu hvers vöruflokks fyrir sig,
eftir því sem framast hefur verið
unnt. Reikningarnir liafa verið sett-
ir þannig upp í meðfylgjandi töflu,
að fyrir árin 1937—42 er sýnd vöru-
sala og kostnaður eftir vöruflokk-
um, og kostnaðurinn útreiknaður í
hundraðshlutum af vörusölu. Hins
vegar hefur ekki fyrir þessi ár verið
hægt að fá fram brúttó- og nettó-
hagnað eftir vöruflokkum. Þetta
hefur aftur á móti verið gert fyrir
árin 1943—46. Með kostnaði hefur
verið talinn ekki aðeins beinn
kostnaður við vörusölu í hverjum
flokki, heldur allur sameiginlegur
kostnaður, bæði sá kostnaður, sem
stendur undir þessu nafni í reikn-
ingunum, og ennfremur vextir,
opinber gjöld, afskrift áhalda og
aðrir þeir kostnaðarliðir einstakra
ára, sem bersýnilega standa í nánu
sambandi við vörusöluna. Þeim sam-
eiginlegu kostnaðarliðum, sem ekki
er hægt að tilfæra til neins vöru-
flokks sérstaklega, hefur verið skipt
niður á milli flokkanna eftir veltu
þeirra. Það liggur í hlutarins eðli,
að slík skipting er síður en svo ná-
kvæm, né er líklegt, að hún gefi al-
veg rétta mynd, þar sem þessi kostn-
aður raunverulega getur átt rót sína
að rekja til hvers vöruflokks á allt
öðrum grundvelli en veltan bendir
til. Nægir í því sambandi að benda
Félagsrit KRON