Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 90
anlagt hafa numið hlutfallslega
hvert ár í samanburði við bundið
fé til langs tíma. Sýnir þetta línurit,
að hin tvísýnu ár í þróun félagsins
eru 1941, 1942 og 1945. Árin 1941
og 1942 minnkar eigið fé og löng
lán verulega, en fjárbindingin
færist heldur í aukana, svo að hlut-
fallið á milli þessa tvenns versnar
mjög. Árið 1945 endurtekur hið
sama sig. Þó að þar fari að vísu fjár-
bindingin nokkuð minnkandi, þá
minnkar eigið fé og löng lán enn
meira. Þó að slæmt hlutfall sé á
milli fjárfestingar og eigin fjár ár-
in 1938 og 1939, er það á annan
liátt. Eigið fé fer mjög vaxandi þessi
ár, þó að það hafi ekki við hinni
miklu útþenslu, og aukning hinna
löngu lána gerir meira en að vega á
móti því, sem skortir á í aukningu
eigin fjár. Línuritið ber það einnig
með sér, að hlutföllin milli fjárfest-
ingar og eigin fjár og langra lána
samtals hafa aldrei verið hagstæðari
en árið 1946.
Á eftirfarandi töflu hefur verið
gerður samanburður á því, hve
miklu stofnsjóður og allt eigið fé
liefur numið á hvern meðliin ár
hvert. Sýnir hún stöðugan og öran
vöxt á þessu hvorutveggja fram að
árinu 1945, en þá verður veruleg
minnkun, þar sem úr gengur vegna
viðskilnaðarins allstór hópur með-
lima, sem eiga talsverða sjóði, en
við bætist mikill fjöldi nýrra með-
lima, sem ekkert eiga í sjóði. Árið
1946 lieldur aukningin síðan aftur
áfram.
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1915 1946
kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr.
Stofnsjóður á meðlirn 16 31 49 67 85 113 169 201 163 186
Eigið fé á meðlim 57 82 108 149 222 323 400 447 321 450
9. Ráðstöjun tekjuafgangs
í reikningum KRON er ekki að
finna tölur urn raunverulega ráð-
stöfun tekjuafgangs ár hvert. Hins
vegar er hægt að finna í ársskýrslum
og fundargerðum samþykktir um
þessaráðstöfun. Slíkar samþykktir
eru þó raunverulega aðeins áætlanir,
sem í reyndinni getur verið nokkuð
breytt út af. Eftirfarandi tafla gefur
yfirlit um ráðstöfun tekjuafgangs
samkvæmt þessum tillögum. í vara-
sjóð hefur alltaf verið lagt 1% af
vörusölu. Til úthlutunar og í stofn-
sjóð hefur öll árin farið 7% af áætl-
aðri vörusölu til félagsmanna. Und-
antekning frá þessu eru þau tvö ár,
sem afkoma félagsins var bezt og
lélegust, 1942 og 1945. Var þessi tala
9% fyrra árið og 4.5% seinna árið.
Ekki er hægt að sjá, hvernig þessi
arður hefur skipzt eftir úthlutun og
stofnsjóðstillagi, en um það gilda
sem kunnugt er ákveðnar reglur í
lögum félagsins. Vegna þess að við-
skipti félagsmanna eru hlutfallslega
breytileg frá ári til árs, hafa þó hlut-
föllin í ráðstöfun tekjuafgangs verið
nokkuð breytileg. Sá hluti tekjuaf-
gangs, sem ekki hefur runnið í
120
Félagsrit KRON