Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 99
ætlaðir húsmæðrum, þar sem flutt
voru erindi og sýndar kvikmyndir.
Þá hófst einnig blaðaútgáfa á ný.
Sérstakur félagsmálafulltrúi hefur
verið starfandi síðan 1945, og gegnir
Björn jémsson því starfi nú.
Áður hefur verið vikið að blaða-
útgálii Pöntunarfélags verkamanna.
KRON liélt áfram að gefa út blaðið
„Heima“, sem Pöntunarfélagið
byrjaði að gefa út 1937, og kom það
út með sama sniði og áður, eitt Iiefti
í mánuði. Á aðalfundi 1938 var
framlagið til blaðaútgáfu hins vegar
takmarkað við 5000 kr. Með því að
útgáfukostnaður „Heima" hlaut fyr-
irsjáanlega að fara langt fram úr því,
þótti ekki annað fært en að hætta út-
gáfu jmss á miðju ári 1938. í staðþess
byrjaði félagið að gefa út annað
blað í október 1938, og var það
nefnt „Heimilið og KRON“. Það
var ódýrara og íburðarminna en
„Heima“ og var sent öllum félags-
mönnum. Blaðinu var aðallega ætl-
að það hlutverk, ,,að koma í stað
bréflegra tilkynninga og vera fljót-
virkur tengiliður milli stjórnar,
fulltrúa og félagsmanna." Af „Heim-
ilinu og KRON“ komu út þrjú heft
árið 1938 og síðan tólf hefti á ári
1939 og 1940. Árið 1941 var gamla
nafnið, ,,Heima“, aftur tekið upp,
en ekki urðu neinar verulegar breyt-
ingar á blaðinu. Þá var fulltrúum
og deildarstjórnum sent fjölritað
blað, „Fulltrúinn", öðru hverju, jrar
sem skýrt var frá öllu því helzta,
sem snerti rekstur félagsins á hverj-
um tíma. Af „Heima“ komu xit tólf
hefti á árinu 1941, en 1942 kom að-
eins út eitt hefti, og hætti það síðan
að koma út. Gaf félagið ekki út
neitt blað eftir það fyrr en árið
1947. Þá byrjuðu „Félagsrit
KRON“ að koma út, og er ætlunin,
að þau komi út fjórum sinnum á
ári.
12. Deildirnar utan Reykjavíkur
og viðskilnaður þeirra
Eins og áðnr er um getið náði
félagssvæði KRON upphaflega ekki
aðeins yfir Reykjavík, heldur einnig
Hafnarfjörð og Suðurnes. Þessar
deildir nutu frá öndverðu nokkru
meiri sjálfsstjórnar en aðrar deildir.
í stjórn félagsins áttu oftast nær
sæti fulltrúar frá jiessum deildum,
enda þótt um juað væru ekki bein
lagafyrirmæli. Þar að auki var á
aðalfundi 1939 samþykkt tillaga
jjess efnis, að deildirnar í Sandgerði
og Keflavík skyldu, þegar enginn
félagsmaður búsettur á þessum
deildarsvæðum ætti sæti í stjórn-
inni, eiga rétt til þess að kjósa sinn
trúnaðarmanninn hvor, er kvaddir
skyldu á stjórnarfundi og hafa þar
málfrelsi og tillögurétt.
Er fram liðu stundir, fór þó meir
og meir að bera á óskum þessara fé-
lagsdeilda að losna úr tengslum við
félagið. Komu þar m. a. til greina
mismunandi aðstæður og viðhorf
til sumra skipulagsatriða, eins og
t. d. staðgreiðslunnar. Að lokum
samþykktu Hafnarfjarðar- og Kefla-
víkurdeildirnar á árinu 1944 að
bera fram óskir um, að þær yrðu
Félagsrit KRON
129