Félagsrit KRON - 15.12.1947, Síða 103
ástæðum. Á aðalfundi Sambandsins
1940 er sú krafa sett fram, að sam-
bandsfélögin fái í sínar hendur jafn-
rnikinn hluta af innflutningi veln-
aðarvara, skófatnaðar og búsáhalda
og þau höfðu af innflutningi korn-
vara, en það var nálægt helmingi.
Kornvörur höfðu þá verið settar á
frílista, og höfðu innflutningshöft-
in því ekki áhrif á sölu þeirra.
Þegar Viðskiptaráð tekur til
starfa árið 1943, eru því settar þær
starfsreglur, að rniða úthlutun leyfa
við leyfisúthlutanir á tímabilinu
1938—42. Þessari reglu var þó ekki
fylgt strangt eftir, nema hvað snerti
innflutning frá löndum, er tóku við
greiðslu í dollurum. Innflutningur
Irá þeim löndum, er tóku við
greiðslu í sterlingspundum, var hins
vegar að miklu leyti frjáls fram til
síðari hluta ársins 1946. Þetta hafði
þó ekki eins mikla þýðingu og virzt
gæti í fljótu bragði, þar sem lengst
af á þessu tímabili var miklunr örð-
ugleikum bundið að fá þær vörur,
sem hér una ræðir, vefnaðarvörur,
skófatnað og búsáhöld frá þessum
löndum. Þeir erfiðleikar, sem inn-
flutningshöftin hafa bakað starfsemi
KRON, lrafa því að miklu leyti ver-
ið þeir sömu á stríðsárunum og
næstu ár þar á eftir og var fyrir
stríðið, þó að þeirra hafi gætt minna
á þeim hluta þessa tímabils, sem
frjálsast var um innflutning. Sam-
vinnuhreyfingin hefur einnig á
þessu tímabiii iialdið fram ákveðn-
um kröfum um, að henni yrði
tryggður hluti af innflutningi allra
Félagsrit KRON
almennra neyzluvara, er stæði í
réttu hlutfalli við þann hluta lands-
manna, sem við þau skiptir. Aðal-
fundir Sambandsins og aðalfundir
og fulltrúafundir KRON hafa gert
ítrekaðar samþykktir í þessa átt, en
liin<>að til hefur sú viðleitni ekki
o
borið neinn árangur. Á undanförn-
um árunr hefur fyrst og fremst verið
íarið fram á það, að úthlutun inn-
flutningsleyfa til samvinnufélag-
anna á vefnaðarvörum, skófatnaði,
búsáhöldum og raftækjum væri
jafnmikill þluti af öllum leyfisút-
hlutunum til þessara þarfa og sala
samvinnufélaganna af skömmtunar-
vörum var af allri sölu þeirra vara á
árinu 1944. Þetta ár var innflutn-
ingur á skömmtunarvörum, sem
eingöngu voru matvörur, nokkurn
veginn frjáls, og seldu samvinnu-
félögin um helming þessara vara.
Þessi krafa byggðist á því sjónar-
miði, að þeir, sem keyptu skömmt-
unarvörur lijá samvinnufélögunum,
mundu einnig vilja kaupa aðrar vör-
ur hjá þeim, ef þeir hefðu mögu-
leika til þess.
Með þeim miklu takmörkunum
á innflutningi og almennu skömrnt-
un, sem nú hefur komið til fram-
kvæmda, og fyrirsjáanlega mun
verða í gildi um nokkurt skeið, hef-
ur viðhorfið nokkuð breytzt, og
krafa samvinnufélaganna um viðun-
andi hluta af innflutningnum tek-
ið á sig nýja rnynd. Það mun þó
framvegis sem hingað til verða eitt
lielzta áhugamál KRON og annarra
samvinnufélaga í landinu, að inn-
133