Saga - 2016, Blaðsíða 173
Smári Geirsson, STÓRHVALAVeIÐAR VIÐ ÍSLAND TIL 1915. Sögu -
félag. Reykjavík 2015. 586 bls. Myndir og teikningar. Heimilda-, mynda-
og nafnaskrá.
„Det lukter penger,“ sagði ellefsen hvalveiðimaður þegar gestir, sem komu
í heimsókn til hans í hvalveiðistöðina á Asknesi við Mjóafjörð, kvörtuðu
undan ólyktinni sem starfseminni fylgdi. Sú var og tíðin að peningalyktin
lá yfir miðbænum í Reykjavík þegar „’ann var á norðan“ og verið var að
bræða síld, loðnu eða gúanó í verksmiðjunum á Grandanum.
Íslendingar kynntust peningalyktinni fyrst í hvalstöðvunum sem risu
hér á landi á síðari hluta 19. aldar og ekki bara það. Þetta voru líka að heita
má fyrstu kynni Íslendinga af vélvæðingu og verksmiðjurekstri ef Inn rétt -
ingarnar eru undanskildar.
Smári Geirsson hefur nú ráðist í það stórvirki að skrifa sögu stórhvala-
veiða við Ísland til ársins 1915 þegar bann var lagt við veiðunum, ekki
vegna ofveiði eins og stundum er haldið fram heldur vegna þess að menn
töldu að veiði á hval hefði slæm áhrif á síld- og þorskveiðar því hvalurinn
ræki fiskinn inn í firðina. Niðurstöður þessara rannsókna eru nú komnar út
í tæplega 600 blaðsíðna bók í stóru broti og veitir ekki af, því af nógu er að
taka.
Stórhvalaveiðum við Ísland er skipt upp í nokkra þætti. Fyrst eru hval-
veiðum Íslendinga á fyrri öldum og allt fram á 19. öld gerð skil, aðferðum
lýst sem og veiðisvæðum. Heldur er sú lýsing ókræsileg en þá verður les-
andinn að hafa í huga að í bændasamfélagi fyrri alda, sem iðulega var á
hungurmörkum, urðu menn að hafa allar klær úti til að hafa ofan í sig og á.
Þar á eftir fylgir rækilegt yfirlit yfir alþjóðlega hvalveiðisögu fyrri alda og
veiðiaðferðir en einnig er fjallað um þær hvalategundir sem veiddar voru í
norðurhöfum. Þar hefði verið upplýsandi að hafa töflu yfir nöfnin á hvöl-
unum en sum þeirra breyttust í aldanna rás. kaflinn um mishug vits sam -
legar tilraunir frumherjanna til að þróa fullkomnari veiðitækni er ekki bara
stórfróðlegur heldur einnig á köflum bráðskemmtilegur aflestrar enda per-
sónurnar sem þar koma við sögu sumar hverjar býsna stórar í sniðum.
Því næst snýr höfundur sér að vélvæddum hvalveiðum við Ísland, fyrst
tilraunaveiðum og -vinnslu Bandaríkjamanna, Hollendinga og Dana en
síðan veiðum Norðmanna. Þar er að sjálfsögðu kafli um Svend Foyn enda
varla hægt að skrifa hvalveiðisögu án þess að gera honum rækileg skil.
Smári lætur sér ekki nægja að fjalla um afskipti hans af hvalveiðum heldur
gerir einnig grein fyrir annarri starfsemi hans í Túnsbergi og víðar, því
maðurinn kom víða við.
Viðamesti hluti ritsins fjallar síðan um hvalstöðvarnar, fyrst Vestfjarða -
stöðvarnar og síðan þær sem risu á Austfjörðum. eigendur þeirra eru kynntir
til sögunnar, gerð grein fyrir fjármögnun stöðvanna, uppbyggingu og starf-
ritdómar 171
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 171