Morgunblaðið - 03.04.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 03.04.1986, Síða 3
MORGUNBLABtt), FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 3 Fáskrúðsfjörður: Fiskumbúðir skemmast um borð í Skaftafelli Fáskrúðsflrði. TÍU TIL ellefu þúsund kass- ar utan um frosinn fisk skemmdust um borð í Skafta- felli en skipið kom til lestun- ar á Fáskrúðsfirði á mánu- daginn. Skaftafell er í eigu skipadeildar SÍS. Ástæður fyrir óhappinu Sveitarstiómarkosningar í vor: Um 20.000 fleiri á kjör- skrá á landinu en 1982 Kjósendur á kjörskrá f vor munu verða um 20.000 fleiri en var i síðustu sveitarstjómar- kosningum árið 1982. A kjör- skrárstofnum fyrir allt landið, sem Hagstofan hefur unnið vegna sveitarstjórnarkosning- anna í vor, eru 171.263 menn. Á kjörskrá 1982 voru 148.648. Er þessi fjölgun mestmegnis vegna þess að kosningaréttur er nú miðaður við 18 ár en var 20 ár áður. Endanleg talá manna á kjörskrá verður nokkru lægri en kjörskrár- stofnamir segja til um. Helstu breytingar frá kjörskrárstofnum eru þær, að þeir sem verða átján ára á árinu eftir kjördag eru frá- taldir í endanlegu tölunum svo og þeir sem deyja fram að kjördegi. Þá kann kjósendum í einstökum sveitarfélögum að fækka eða fjölga vegna flutninga. Vegna lækkunar kosningaald- urs úr 20 í 18 ár bætast sex nýir árgangar í kjósendatöluna. Mann- Qöldi í þessum árgöngum er um 26.500, sem er tæplega 16% af áætlaðri endanlegri tölu manna á kjörskrá. Á kjörskrárstofni Reykjavíkur fyrir 1986 eru 66.529 en á kjör- skrá 1982 voru 58.481, í Kópavogi eru 10.344 en voru 7.680, á Akureyri em 9.664, vom 8.433 og í Hafnarfírði eru á kjörskrár- stofni í ár 9.081 en voru 7.680 á kjörskrá 1982. Fæstir em á kjörskrárstofni í Múlahreppi í Austur-Barðastrand- arsýslu, 10 menn, en vom 12 á kjörskrá árið 1982. Alls em 9 hreppar með færri en 20 menn á kjörskrárstofni, allir í Vestfjarða- kjördæmi nema einn. Árið 1982 vom 8 hreppar með 20 menn eða færri á kjörskrá. liggja ekki fyrir en menn hall- ast að því að gúmmíbelgur, sem notaður er til þess að stífa af frakt í skipinu, hafí gleymst á hitara sem notaður er til að afhríma kælikerfí í lestum skipsins. Afleiðingamar hafí orðið þær að belgurinn hafí brunnið og sótið lent inn í kælikerfíð. Kössunum var skipað í land á vegum Hraðfrystihúss Fá- skrúðsfjarðar þar sem skipta þarf um umbúðir. Mun skipið því teflast nokkuð af þeim sökum. Albert Utanríkisráðherra ræddi við sovézka sendiherrann um Gulko Utanríkisráðherra Matthías Á. Mathiesen kallaði sendiherra Sovétríkjanna, Evgeniy A. Kos- arev, á sinn fund í dag vegna sovéska stórmeistarans Boris Gulko, segir i frétt frá utanríkis- ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum Skák- sambands íslands var Gulko meinað að yfírgefa Sovétríkin til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu dag- ana 11.—23. febrúar sl. og fór sambandið þess á leit við utanríkis- ráðherra að hann aflaði skýringa sovéskra yfirvalda á synjuninni. Jafnframt því að koma erindi Skáksambandsins á framfæri, vakti utanríkisráðherra máls á neitun sovéskra yflrvalda að heimila Gulko og fjölskyldu hans að flytja frá Sovétríkjunum, en Gulko mun fyrst hafa sótt um brottflutningsleyfí fyrir rúmum sjö árum. Utanríkisráðherra afhenti sendi- herranum minnisbiað varðandi mál sovéskra stórmeistarans, þar sem fram kemur m.a. að það væri í samræmi við ákvæði ýmissa fjöl- þjóðlegra samþykkra ef breyting yrði á í þessu efni. Ljósm. A. Kemp. Hluti pakkanna sem skemmdust um borð í Skaftafelli. Wrangler HINAREINUOG . SÖNNCT * Glæsileqt úrvalyf alls konar denirri-fatnaði. l * M ' Austurstræti 22 Laugavegi 30 Laugavegi 66 Glæsibæ Sími frá skiptiborði 45800 INNLENT Mikki mús á skjáinn í sumar SÝNINGAR á Walt Disney teiknimyndaþáttunum, sem sjónvarpið hefur fest kaup á, hefjast að öllum líkindum i byijun maí að sögn Hinriks Bjamaaonar deildarstjóra í innkaupa- og markaðsdeild sjónvarpsins. Alls voru keyptir 24 þættir til að byija með og verða þættimir á dagskrá vikulega — 25 mínútur í senn. „Ég hef áður sagt í fjölmiðl- um að byijað yrði að sýna þættina er líða tæki á árið og það er full þörf á vönduðu bamaefni á sumrin jafnt sem um vetur," sagði Hinrik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.