Morgunblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 46
FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. VESTURBERG 161 Mjög fallegt 197,4 fm raðhús á 2 hæðum, þar af 32 fm bílskúr. 4-5 svefnherbergi. Nýlegt eldhús. 32 fm stór svalaverönd (mögul. á að byggja yfir). 2 baðherbergi. Frábært útsýni yfir borgina. VERÐ 37,9 millj. María og Jón Ægir bjóða þig og þína velkomna, sími 557 2430. Opið hús milli kl. 17.00-18.00 nk. sunnudag 46 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Í sölu mjög fallegt endaraðhús á tveimur hæð- um með innbyggðum bílskúr, samtals um 234 fm, þar af bílskúr 31 fm. Eignin skiptist í for- stofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, bókaher- bergi, gang, baðherbergi, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, fataherbergi og bílskúr. Á neðri hæð er tómstundarými, baðherbergi, herbergi, þvottahús og geymsla. Eignin er skemmtilega hönnuð og er vel staðsett á frábærum útsýnis- stað í Lundarhverfi í Garðabæ. Fallegur gróinn garður. Verð 48 millj. Þrastalundur 11 - Garðabæ Hraunhamar hefur fengið í einkasölu glæsileg- ar 4ra herbergja íbúðir á annari og fjórðu hæð í lyftuhúsi. Íbúðirnar afhendast í dag fullbúnar án gólfefna. Eignirnar skiptast í forstofu, gang, stofu, 3 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Tvennar svalir. Gott skipulag, traustir verktakar. Upplýsingar veita sölumenn Hraunhamars. Íbúð 201, verð 20,9 millj. Íbúð 401 með bílageymslu, verð 22,7 millj. Möguleiki á allt að 90% lánum. Til af- hendingar strax. Eskivellir 1 - Hf. - 90% lán FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. SUÐURÁS - 110 RVK Sérlega fallegt raðhús á tveimur hæðum m/ innbyggðum bílskúr og 4 svefnherbergjum. Alls 191,7 fm. Parket og flísar á gólfum, vel skipulagt. Falleg timburverönd út frá stofu. Vönduð og vel með farin eign. VERÐ 47,8 millj. Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi Akkurat, s. 822 7300. NÝTT! Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Fjólugata - Glæsilegt einbýli Hér er um að ræða glæsilegt og virðu- legt 287,1 fm þrílyft einbýlishús sem stendur á 591 fm lóð. Tvær íbúðir eru í húsinu. Aðalíbúðin er á 1. og 2. hæð hússins en hin er í kjallara. Á 1. hæð eru tvær stórar samliggjandi stofur, mjög stórt eldhús, baðherbergi og tvær for- stofur. Á 2. hæð er stigapallur, 3 her- bergi, eldhús og baðherbergi. Í kjallara eru stofa, eldhús, 2 herbergi, fataher- bergi, þvottahús/baðherbergi og geymslur. Lóðin er falleg með miklum trjám, grasflöt, nýlegri upp- hitaðri hellulagðri heimreið, upphituðu bílastæði o.fl. Húsið var standsett að utan í september 2000. Húsið hefur einnig verið tölu- vert endurnýjað að innan, s.s. baðherbergi, eldhús o.fl. Skipt hef- ur verið um raflagnir og hitalagnir að mestu o.fl. V. 89,0 m. 6131 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Til leigu eða sölu mjög gott 116 fm verslunarhúsnæði á götuhæð í hjarta miðborgarinnar auk 88 fm rýmis í kjallara með fullri lofthæð. Bæði innangengt og sérinngangur í kjallara. Mjög góðir verslunargluggar og góð lofthæð er á verslunarhæð. Nánari uppl. veittar á skrifstofu. Bankastræti Verslunarhúsnæði til leigu eða sölu VALGERÐUR Sverrisdóttir, ut- anríkisráðherra greindi frá því í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna að Ísland hygðist auka þróunaraðstoð sína verulega og stefna að því að ná því marki sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett um að þróuð ríki skuli láta 0,7% af þjóðartekjum renna til þróun- araðstoðar. Ráðherra greindi hins vegar ekki frá því hvenær þetta yrði, að öðru leyti en að það yrði eftir 2009 en þá rennur núverandi áætlun út. Morgunblaðið vekur athygli á því í for- ystugrein 28. sept- ember síðastliðinn að með „framboði sínu til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, kosn- ingabaráttunni, opnun vefsíðu o.s.frv. (hafi) Ísland beint kastljósinu sem aldrei fyrr að því hvernig það stendur að þróun- armálum. Það þýðir að fleiri en áð- ur vita að við höfum góð áform, en þeir vita líka að eins og er stendur eitt ríkasta land í heimi flestum öðrum þróuðum ríkjum að baki í stuðningi við hin fátæku þróun- arlönd. Það verður eftir því tekið hvort við stöndum við stóru orðin.“ Nú er það raunar svo að Íslend- ingar hafa látið undir höfuð leggj- ast að láta Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu, OECD í té upplýsingar um þróunaraðstoð en stofnunin hefur fengið það verk- efni að útbúa samanburðarhæft talnaefni um þennan málaflokk. Engu að síður hafa íslensk stjórn- völd fullyrt að OECD hafi lagt blessun sína yfir að útgjöld svo- kallaðrar friðargæslu megi flokka sem þróunaraðstoð. Ef íslensk stjórn- völd telja að framlög til þróunaraðstoðar séu með þeim hætti að það sé Íslandi til framdráttar í kosn- ingabaráttunni, hvers vegna viljum við ekki láta OECD leggja mælistiku á þróun- araðstoð okkar? Kristinn Hrafnsson, fréttamaður NFS, bar upplýsingar íslenskra stjórnvalda um þróun- araðstoð saman við tölur OECD og sagði í frétt sinni á Stöð 2 27. sept- ember: „Ekkert ríkjanna veitir innan við 0,20 prósent af lands- framleiðslu til þróunaraðstoðar – nema Ísland. Jafnvel Grikkir gefa meira.“ Þetta segir hins vegar ekki alla söguna því í þeirri aukningu á framlögum til þróunarmála sem utanríkisráðherra stærði sig af á Allsherjarþinginu, vegur þungt sú bókhaldslega ákvörðun að flokka starfsemi svokallaðrar friðargæslu undir þróunaraðstoð. Hefur ýms- um þótt skjóta skökku við að flokka vopnaða starfsemi Íslend- inga í Afganistan og akstur upp- hækkaðra jeppa frá Bílabúð Benna um afgönsk holt og hóla með að- stoð Íslands við hinn sveltandi heim. En batnandi mönnum er best að lifa og því væri að öllu jöfnu fyllsta ástæða til að fagna yfirlýsingu Val- gerðar Sverrisdóttur á Allsherj- arþinginu um að Íslendingar ætli að ná 0,7% markinu einhvern tím- ann eftir 2009. En með fullri virð- ingu fyrir háttvirtum utanrík- isráðherra kennir reynslan okkur að taka ber yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda með fyrirvara þegar þróunaraðstoð er annars vegar. Eins og Morgunblaðið benti réttilega á í þættinum Staksteinum á síðasta ári samþykkti Alþingi ár- ið 1971 lög um að þróunaraðstoð Íslendinga skyldi vera 0,7% af þjóðarframleiðslu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna frá árinu áður. Árið 1985 samþykkti Alþingi áætlun um að framlög til þróunarmála skyldu aukin með reglulegu millibili þann- ig að þau næðu 0,7% þjóðarfram- leiðslu á 7 árum. Þetta hefði því átt að nást árið 1992 en núverandi áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir að við verðum aðeins hálfdrætt- ingar árið 2009! Síðastliðið sumar átti undirrit- aður ágætt samstarf við tónlist- armennina Jakob F. Magnússon, Bubba Morthens og fleiri í fé- lagsskapnum Átta líf um að lýsa stuðningi við sjónarmið Live 8 tón- leikanna m.a. um að stórauka þró- unaraðstoð: Og þá var spurt: „er ekki að verða kominn tími til að efndir fylgi orðum hjá einni rík- ustu þjóð heims?“ Eftir þrjátíu og fimm ár frá fyr- irheitum Alþingis, spyrjum við enn: Valgerður, hefur nánas- arskapur Íslendinga virkilega níu líf? Níu líf nánasarskaparins Árni Snævarr skrifar um þróunaraðstoð Íslendigna »Með fullri virðingufyrir háttvirtum ut- anríkisráðherra kennir reynslan okkur að taka ber yfirlýsingum ís- lenskra stjórnvalda með fyrirvara þegar þróun- araðstoð er annars veg- ar. Árni Snævarr Höfundur er fyrrverandi liðsmaður íslensku friðargæslunnar, starfar nú hjá Sameinuðu þjóðunum en ritar greinina í eigin nafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.