Menntamál


Menntamál - 01.12.1964, Blaðsíða 50

Menntamál - 01.12.1964, Blaðsíða 50
192 MENNTAMÁL og láta ekkert koma í staðinn. Kennarar, nemendur og for- eldrar þurfa tíma til að átta sig á slíkum breytingum. Einlivers staðar lét andstæðingur prófa svo um mælt, að ekki fitnaði fólkið, þótt það væri vegið. Satt er það, en vogin sýnir þó, hvort um ofeldi eða vaneldi er að ræða, þó að hún sé þögul um orsökina. Og vissulega er vogin gagns- laus eða skaðleg, ef hún sýnir ekki rétta útkomu, og rétt út- koma er meira að segja einskis virði, ef sá, sem af les, kann ekki að túlka hana. Og þetta tvennt er einmitt nauðsynlegt, þegar um próf er að ræða. Prófið þarf að segja satt, og það þarf að leggja réttan skilning í útkomuna. Mæling óhlutlægra stærða eins og kunnáttu er alltaf ýmsum annmörkum háð. Berum hana saman við mælingu lengdar. Við lengdarmælingu getum við byrjað við punkt- inn 0, það er ekki hægt, þegar kunnátta er mæld. Samt notum við einkunnina 0, sem þýðir þó alls ekki, að engin kunnátta sé fyrir hendi í greininni. Þá eru allar einingar jafnar, þegar lengd er mæld, allir dm eru jafnlangir, 8 dm helmingi lengri en 4 dm. Því fer fjarri að svo sé, þegar kunnátta er mæld. Sá, sem hlýtur einkunnina 8 í einhverri grein, kann ekki helmingi meira en sá, sem hlýtur 4. Við reiknum með, að sá fyrrnefndi kunni meira, hafi þeir tekið sarna próf, en hve mikið meira er ekki hægt að vita. Próf, sem hafa á einhvern hátt áhrif á líf nemandans, eins og t. d. inntökupróf í skóla eða lokapróf, verða að vera eins sanngjörn og sannsögul og unnt er. Tvennt þarf að vera hægt að reiða sig á í slíkum prófum. Annað er áreiðan- leiki þess (reliabi 1 ity), þ. e. myndi prófið gefa nokkurn veginn sömu útkomu, væri það lagt fyrir sams konar eða sömu nemendur við sömu aðstæður með stuttu millibili. Hitt er gildi þess (validity), þ. e. mælir prófið það, sem því er ætlað að mæla. Próf hefur alltaf, eða á a.m.k. alltaf að hafa ákveðinn til- gang. Það próf er bezt hverju sinni, er nær þeim tilgangi bezt. Tilgangurinn getur verið margs konar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.