Menntamál


Menntamál - 01.12.1964, Síða 62

Menntamál - 01.12.1964, Síða 62
204 MENNTAMÁL um nokkuð það, er- þau langar til á augnablikinu. Nú er það umdeilt mál, hvort þessi skapgerðargalli sé beinlínis meðfæddur eða uppeldisáhrif, svo sem eftirlæti foreldra eða óreiðukennt og festulaust uppeldi eigi mestan þátt í þróun hans. En hvað sem því líður, rekumst við á skóla- börn, sem greinilega hafa þessa veilu. Námsárangur þeirra er jafnan mjög lítill, þrátt fyrir góða hæfileika, vegna þess að þau leggja aldrei neitt teljandi á sig við nám. Auka- kennsla eða önnur aðstoð við nám verður þeim sjaldnast að liði, vegna þess að þau fást ógjarnan til að vinna utan þess tíma, sem beinlínis er setið yfir þeim. Eina kunna að- ferðin til að bæta úr þessu er þó viðleitni til að þjálfa þessi börn í að neita sér um eitthvað og leggja á sig nokkra fyrirhöfn. Þetta verður að nægja um hinar alvarlegri geðtruflanir, sem liindrað geta námsárangur. En önnur vandkvæði geðræns eðlis eru algengari. Við köllum þau taugaveiklun eða hugsýki. Hún er jafnan fólg- in í innri huglægri baráttu, sem hinum taugaveiklaða hef- ur ekki tekizt að finna viðhlítandi lausn á. Þessi barátta veldur mismunandi ytri einkennum og hegðun eftir því, hver líkamleg og andleg gerð einstaklingsins er. Hjá einum veldur hún spennu og ókyrrð, öðrum hlé- drægni, ótta við erfiði eða átök, þeim þriðja stöðugri þreytu, framtaksleysi o. s. frv. Hinar ýmsu myndir taugaveiklunar eru oftast nokkuð á reiki hjá börnum, og oft er óljóst, hvort um fast mótaða hugsýkisgerð er að ræða eða aðeins tímabundna erfiðleika vegna ágalla á heimilislífi, rangrar skipulagningar námsins eða óheppilegrar venjumyndunar. Taugaveiklun þarf ekki alltaf að verða til hindrunar við nám. Þetta ákvarðast af gerð hennar og því á hversu háu stigi hún er. Nokkur kvíði eða spenna getur t. d. haft jákvæð áhrif á námið. Ef kvíði er aftur á móti á mjög háu stigi, svo að barn- ið hafi ekki hugarró til að einbeita sér við námið eða þori
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.