Menntamál


Menntamál - 01.12.1964, Síða 59

Menntamál - 01.12.1964, Síða 59
MENNTAMÁL 201 náms, þar með talin ástundun og hversu haganlega er að því unnið. Loks veldur svo tilfinningalíf nemandans og geðrænt jafnvægi miklu. Áhrif jDess síðast talda eru þó tíðast óbein, og dylst rnörg- um, að þau séu vegna hins geðræna ástands. Tilfinningalífs- truflun rýrir t. d. oft notagildi hæfileika án þess að vera sjálf mjög áberandi, hún hefur líka áhrif á vinnulag nemandans, einbeitingu, eftirtekt og úthald. Á sama hátt hefur gott geðrænt jafnvægi jákvæð áhrif á námið, gerir nemandann færan um að vinna rólega og skipu- lega án þeirra truflana, sem æst eða óstöðugt tilfinningalíf veldur, hæfileikar nemandans nýtast þá til fulls. Geð- og tilfinningalífstruflanir, er rýrt geta námsárangur, má flokka og aðgreina á marga vegu. Hér kýs ég fyrst að nefna hina eiginlegu geðsjúkdóma barna. Þá vægari trnfl- anir á tilfinningalífi, svokallaða taugaveiklun eða liugsýki, og loks algeng viðhorf til náms og hegðunarvenjur, sem neikvæð áhrif hafa, þó að eigi sé um beinar geðrænar trnfl- anir að ræða. Ég hef fyrst og fremst í liuga nemendur barna- og ung- lingaskóla, en margt af því, sem hér er sagt, á einnig við um nám í framhaldsskólum og sérskólum af ýmsu tagi. Geðsjúkdómar í venjulegum skilningi eru sjaldgæfir hjá börnum. Er það sökum þess, að sálarlíf er þá í hraðri þróun, skapgerð ekki fullmótuð, viðhorf og afstaða til manna og málefna sífelldum breytingum liáð og hegðunarform á reiki. Hinn öri vöxtur hindrar yfirleitt þá þriingsýni og stöðvun tilfinningaþroska, sem er undirstaða allra meiri háttar geð- truflana. Þess vegna falla geðræn veikindi sjaldan í fastan farveg fyrr en síðar, á unglings- eða fullorðinsárum. Geðsjúkdómar áþekkir þeim, sem tíðastir eru hjá full- orðnum, koma Joó fyrir hjá börntim, jafnvel mjög ungum, og skal ég nefna þá helztu. Sérstakt afbrigði Jzess geðsjúkdóms, sem langvinnastur er, og nefnist á fagmáli „schizofrenia", en við gætum kallað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.