Menntamál


Menntamál - 01.12.1964, Síða 73

Menntamál - 01.12.1964, Síða 73
MENNTAMÁL 215 Þaft' er vel, aft þegar er kominn vísir aft byggftasafni á nokkrum stöðum. Einstaklingar og átthagafélög hafa þar lagt hönd á plóginn. í byggðasöfnunum má m. a. finna ýmsa muni, sem einnig — efta e.t.v. fremur ættu heima í skólaminjasafni. Telja má öruggt, að af svo miklu sé að taka í þessum efnum hér á landi, að nægja muni bæði byggðasöfnunum og skólaminjasafni. Og hafa ber í huga, að aðalatriðið er, að þessir munir verði skráðir og geymdir. í fyrirhuguðu Skólaminjasafni íslands eiga að geymast minjar og minningar um fræðsluna í landinu, um skólana, sögu þeirra og þró- un, og allt það, er öðru fremur snertir fræðslu- og kennslumál. Skal þar til nefna áhöld og hvers konar gripi, bækur, handrit og myndir. En þess ber að minnast, að hér er verkefni ekki eingöngu bundið við skóla, heldur einnig við heimilisfræðsluna. Á heimilum geymast minjar um einstaka menn, sem unnið liafa á þessum sviðum. Nefna má í því sambandi alþýðufræðarana, sem fyrr á tímum og raunar fram á vora daga, unnu í þágu fræðslu og alþýðumenningar. I samráði við fræðslumálastjóra og skólastjóra Kennaraskóla Is- lands hefur verið ákveðið að leita stuðnings og atbeina skólastjóra og skólanefnda/fræðsluráða — þar sem þær eru starfandi — við skrán- ingu og söfnun skólaminja. Ef þessir aðilar vita um aðra, sem vildu eða væru fáanlegir til þess að leggja þessu máli lið, \æri sú hjálp mjög vel séð. Fyrsta stig máls þessa er að hefja skrásetningu muna, sem átt geta heima í skólaminjasafni. Það eru því vinsamleg tilmæli til yðar, að þér veitið þessu máli stuðning með því að athuga í umhverfi yðar, hvað helzt komi til greina í þessum efnum, og gera — eða láta gera — skrá yfir þá muni, sem þér teljið að geymast ættu i skólaminja- safni. Um þetta vísast til meðfylgjandi greinargerðar um skrásetn- inguna. 1 næsta áfanga verður liafizt handa um söfnun munanna. Augljóst er, að söfnun skólaminja er ekki áhlaupaverk, sem lokið verður á skömmum tíma. Um það gildir hið sama — eða svipað — og um söfnun annarra sögulegra minja, þ. e. söfnun verður aldrei lokið, því að meginatriðið er að halda því til haga, sem síðar kann að þykja markvert, þótt samtíðinni kunni að virðast það hversdagslegt. Nú skiptir mestu máli að hefjast handa um skráningu og söfnun þeirra skólaminja, sem ella kann að vera hætta á að gleymist eða týnist, þess vegna eru þessi skrif nú send yður. Það eru vinsamleg tilmæli mín og þeirra, er að máli þessu standa, að þér ljáið því lið eltir föngum og á þann hátt, er þér teljið bezt megi verða því til framdráttar. Þætti mér vænt um, ef þér vilduð láta mér í té vitneskju um það setn fyrst með hvaða hætti þér getið stuðlað að framgangi málsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.