Menntamál


Menntamál - 01.12.1964, Page 66

Menntamál - 01.12.1964, Page 66
208 MENNTAMÁL hafi að þessu leyti jákvæða afstöðu. Margir telja þeim tíma illa varið, sem setið er yfir námi, og að námstími sé of Jangur, er skemmst að minnast umræðna, sem urðu um lít- ilsháttar lengingu skólatíma fyrir suma bekki barnaskóla í Reykjavík síðastliðið haust. Um slíkt má deila, en lítill vafi er á því, að störf manna á komandi tímum verða mest fólgin í starfsskipulagningu, eftirliti og stjórn sjálfvirkra véla, maðurinn vinnur sífellt meira með vitsmunum og kunnáttu, frekar en afli. Þekking á lögmálum náttúrunnar og starfsaðferðum byggðum á þeim verður þá hverjum manni nauðsynleg. Það hlýtur að verða meginstarf barna og unglinga í fram- tíðinni að afla sér þessarar þekkingar, og hún hefur þá beint hagnýtt. gildi, gerir manninn hlutgengan á vinnu- markaði. Nám er þá ekki neitt tómstundagaman eða þving- unarvinna að boði yfirvalda, heldur mikilvægur undirbún- ingur, sem ræður úrslitum um það til hvers maðurinn verð- ur fær á lífsleiðinni. Af þessu leiðir, að nám er alvarlegt starf, sem þarf að skipuleggja og stunda vel eins og aðra vinnu. Algeng orsök námsleiða og erfiðleika er, að þetta hefur ekki verið gert. Nemandi hefur ekki vanið sig á að vinna heimaverkefni sín reglubundið á vissum tíma eins og önnur störf. Van- rækt verkefni verða þá smám saman óviðráðanleg og draga úr kjarki nemandans til að hefjast handa. Viðhorf af Jiví tagi, sem ég hef nefnt, eru auðvitað ekki neinar geðrænar veilur, samt geta þau hindrað nám, með því að tilfinningaleg afstaða til verksins, sem við vinnum, er jafnan áhrifamikil. í þessu erindi hef ég getað fátt eitt sagt, af því sem vert væri, um mikilvægi hins geðræna jafnvægis nemanda fyrir námsárangur. Ég vona, að mér hafi þó tekizt að sýna frarn á, hversu fjölbreytt þetta svið er, að geðheilbrigði nem- anda og tilfinningaleg afstaða til starfsins er snar þáttur í vel heppnuðu skólastarfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.