Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 5

Æskan - 01.12.1972, Page 5
Er hver sinna sifia smifiur? ú spurning gerist nærgöngulll eftir því sem sjálfræði í fram- komu og umgengni eykst og fleiri og fleiri kurteisisreglur eru lagðar niður, hvort það sé I raun- inni ómaksins vert að reyna að halda ( þessar fátæklegu leifar gamallar siða- menningar eða hvort það sé ef til vill ekki réttast og skynsamlegast úr þv( sem komið er, að hver gerist sinna siða smiður og hæstiréttur. Kæmist slík „nýskipan" á, yrðu allar hömlur og þvinganir þar með úr sögunni og menn gætu andað léttar og þjónað sinni lund og hagað sér eftir eigin geðþótta en ekki eftir siðalögmálum annarra eða jafnvel umgengnisvenjum löngu látinna forfeðra. En gæti ekki slfkt leitt til sundur- Þykkju, öngþveitis og stöðugra árekstra ( mannlegum samskiptum alveg eins og fullkomið frjálsræði einstaklinga I um- ferðinni hlyti óhjákvæmilega að skapa mikinn vanda og valda talsverðum trufl- unum og jafnvel tjóni á ökutækjum og slysum á fólki. Þótt enginn geti fært fyrir því fullnægjandi og algild rök, að betra sé að aka á hægri vegkanti en vinstri eða öfugt, er hitt aftur á móti augljóst, að þeir, sem vilja viðhalda um- ferðarmenningu, hljóta að velja annan hvort kostinn, annað er óhugsandi. Þetta er sem sagt samkomulagsatriði. Setjum svo að hver færi sínu fram ( þessum efnum, að einn kysi að aka á haegri kanti, annar á þeim vinstri, sá Þriðji ýmist á hægri eða vinstri og sá fjórði ef til vill á miðjum veginum, væri voðinn hvarvetna vís. En Það er ekk( n°9 að lögbjóða hvarvetna hægri handar akstur og láta Þar við sitja, vegna Þess að það er svo ótalmargt fleira, sem við verðum að koma okkur saman um til að auka öryggi og draga úr árekstrum og slysum, óánægju og misklíð og til þess eru götuvitar og alls konar umferðar- merki, auk margvíslegra boða og banna, ekki aðeins nauðsynleg heldur á stund- um Kfsnauðsynleg. Þótt menn greinl á um flesta hluti, eru flestir þó á einu máli um, að æðsta og fyrsta boðorð sannrar umferðar- menningar sé tillitssemi við náungann, sem elska ber eins og sjálfan sig. Á sama hátt og við reynum að bæta um- ferðarmenningu okkar, ættum við líka að leggja okkur ( Kma að bæta framkomu okkar með þvi að hlíta ( ríkara mæli en nú er gert þeim kurteisisreglum, sem Kklegar eru til að auðvelda mannleg samskipti og fegra. Að lokum langar mig til að beina nokkrum orðum og vinsamlegum tilmæl- um bæði til kennara og nemenda, en þó einkum til þeirra fyrrnefndu. í fyrstu kennslustund er það siðferðileg og sjálfsögð skylda hvers kennara að kynna sig fyrir nemendum sínum, og það þegar í barnaskóla. Nemendur eiga skilyrðislaust að standa upp fyrir kenn- urum, þegar þeir koma inn ( kennslu- stofu, og skal ríkt gengið eftir því, að þessi regla sé stöðugt haldin. Hér dug- ir engin hálfvelgja, linkind eða milli- vegur. Skólaborð eru ekki smiðuð til að hvíla „lúin“ bein nemenda, og skulu kennarar ávallt hafa vakandi auga með því, að fætur nemenda séu á þeim stað, sem þeim er ætlaður, þ. e. a. s. á gólfinu undir skólaborðinu. Meðan þéringar tíðkast meðal sið- menntaðra þjóða ráðast Islendingar ( það „stórvirki" að leggja þær niður að mestu ieyti. Áður fyrr fóru menn ekki I manngreinarálit heldur höfðu það fyrir fasta reglu að þéra alla ókunnuga jafnt háa sem lága, nú hafa hins vegar sumir spyrlar ( fjölmiðlum tekið upp þann „nýstárlega" sið og „frumlega" að þéra fína Pétra en þúa hins vegar ófínni Pála. HviKkt jafnrétti og bræðra- þel! Mjög værl það hnignandi háttvísi til bóta, ef allir foreldrar, skólastjórar, skólameistarar, rektorar, kennarar og aðrir forstöðumenn (slenzkra menning- arstofnana tækju höndum saman og ættu frumkvæðið að því að hefja aftur þéringar til jafnmikils vegs og vanda og áður tíðkaðist. Ég er sannfærð um, að íslenzkri æsku ætti ekki siður að vera ( lófa lagið að semja sig að hátt- um og góðum siðum langafa og ömmu heldur en klæðaburði þeirra, og ef þetta tækist, ferðuðust menn ekki leng- ur hver á sínum kanti, heldur allir á þeim sama. Það varðar mest til allra orða, að undirstaða rétt sé fundin. Andrea Oddsteinsdóttir.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.