Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 25

Æskan - 01.12.1972, Page 25
Næstbezti kór í heimi? Þa3 er ekki svo fjarri lagi að spyrja þessarar spurningar, vegna þess að þetta er mynd af karlakórnum FÓST- BRÆÐRUM. Á alþjóðlegu kóramóti, sem haldið var i Wales siðastliðið sumar, hlaut hann önnur verðlaun í keppni við 80 kóra, sem til mótsins komu víðsvegar að úr heiminum. Söngstjóri Fóstbræðra er Garðar Cortes, og er hann fyrir miðju á myndinni, sem tekin var f ferðinni. Garðar Cortes. GARÐARCORTES Karlakórinn Fóstbræður hefur nú starfað óslitið ( 60 ár, en samt hafa ekki stjórnað honum nema 4 menn. Sá, sem það gerir núna, er Garðar Cortes, en hann er Reykviklngur, fæddur árið 1940, sonur Kristjönu Jónsdóttur og Axels Cortes. Að loknu gagnfræðaskólanámi hélt Garðar til Englands, þar sem hann stundaði ýmiss konar vinnu á tfmabili. Síðan hóf hann nám f söngstjórn og tónlistarkennslu og lauk prófum frá Royal Academy of Music 1967 og frá Trinity College of Music. Eftir helmkomuna hefur Garðar kennt söng og tónlist við Tónllstarskólann á Seyðisfirði og Réttarholtsskólann f Reykjavfk, stjórnað Þjóðleikhúskórnum og hljómsveit. Síðastliðið vor stjórnaði Garðar uppfærslu á barnaóperu Benjamíns Britten, Nóaflóði, f Bústaðaklrkju. Garðar er sjálfur góður söngmaður og hefur hann oft sungið opinberlega. Kvæntur er Garðar enskri konu sem Krystina heitir, og er hún píanóleikari. Þau eiga eina dóttur barna. Aðra dóttur á hann, sem heitir Sigrún Björk og orðin stálpuð; hún á heima á Blönduósi. 23

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.