Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 78

Æskan - 01.12.1972, Side 78
Sigurður Helgason Keppti fyrst í príprautinni ■ Ólympíukeppandi Meðal keppenda Islands á Ólympiuleik- unum í Munchen var 17 ára stúlka að nafni Lára Sveinsdóttir. Lára er fædd í Reykja- vik 22. ágúst 1955 og er dóttir hjónanna Jóhönnu Ingólfsdóttur og Sveins Sigurðs- sonar að Hrisateigi 43. Lára hóf íþróttaferil sinn með þátttöku í þriþraut FRÍ og ÆSKUNNAR haustið 1968, þá 13 ára gömul. Hún keppti þá fyrir Laugalækjarskóla, en þar stundaði hún gagnfræðanám. I þessari fyrstu keppni sinni stökk hún 1.35 i hástökkl og komst [ úrslitakeppnina, sem haldin var að Laugarvatni vorið 1969. Hún sigraði þar í sinum aldursflokki og stökk aftur 1.35 m í hástökkinu. Lára gekk siðan i Glimufélagið Ármann og hefur oft keppt með því félagi síðan undir handleiðslu þjálfara þess, hins góð- kunna íþróttamanns Valþjarnar Þorláks- sonar, sem eitt sinn var meðal beztu stang- arstökkvara í Evrópu og Norðurlandameist- ari í tugþraut. Lára æfði mest hlaup og stökk. Framfarir hennar voru miklar, en þó mestar á síðastliðnu sumri. Þá marg- bætti hún m. a. (slandsmetið í hástökki og stökk hæst 1.69 I landskeppnl íslendinga við Norðmenn, Svía og Finna, sem háð var í Mo í Rana í Norður-Noregi. Hún slgr- aði glæsilega í þeirri grein og einnig í 100 m grindahlauþi og langstökki. Með þessu afreki sínu i hástökkinu tryggði hún sér rétt til þátttöku í Ólympiu- leikunum í Munchen. Hún á nú Islandsmet i 100 m hlaupi, 12.4 sek., 100 m grindahlaupi 15.2 sek., hástökki 1.69 m og í fimmtarþraut 3483 stig. í sumar Lára er nú nemandi í Kennaraháskóla ís- lands. Hún er iðin við nám sitt, en æfir auk þess frjálsar íþróttir úti og inni þrisvar í viku. Hún reykir ekki, enda segir hún, að góður árangur í íþróttum byggisf á þrot- lausri þjálfun og reglusemi. Ekki sakar að geta þess, að systir Láru, Sigrún Sveinsdóttir, hóf einnig keppni í frjálsum íþróttum með þátttöku i þríþraut- inni haustið 1968. Hún er aðeins 16 ára gömul, en á samt (slandsmet í 200 m hlaupi, 25.9 sek. Vafalaust hefðu margar ungar stúlkur viljað vera í sporum Láru Sveinsdóttur á Ólympíuleikunum í sumar og sjá allt, sem þar fór fram. Það eru 4 ár til næstu Ólymp- íuleika og því möguleiki fyrir þær stúlkur, sem vilja feta í fótspor hennar að komast þangað. 76

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.