Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 36
Dr. Páll Sigurðsson dósent: ORÐ SKULU STANDA ÁBENDING í TILEFNI FFtUMVARPS UM LÖGTÖKU NÝS OG VÍÐTÆKS ÓGILDINGARÁKVÆÐIS í SAMNINGARÉTTI. „Pacta sunt servanda“ („samninga skal efna“), sögðu hinir fornu lögspekingar Rómaveldis og enn í dag er sú kennisetning almennt viðurkennd. Alkunn og gamalgró- in er sú grundvallarregla í samningarétti, að löggerninga beri að efna og að menn verði að standa við loforð sín og skuldbind- ingar, sem þýðingu eiga að hafa að lögum. Nýtur regla þessi ríkrar lögverndar og á sér vonandi einnig stuðning í siðgæðisvitund alls þorra manna. Á þessari meginreglu grundvallast það traust, sem er undirstaða allra heilbrigðra viðskiptahátta og velfarn- aðar í viðskiptalífi sem og í öllum mannlegum samskiptum. Náskyld þessari reglu, og reyndar samofin henni á marga lund, er kenningin um samningafrelsi borgaranna, sem einnig hefur notið stuðnings lög- gjafans og staðfestingar hjá dómstólum. Frá þessum meginboðum eru vitanlega margar undantekningar samkvæmt lögum, venju eða eðli máls og telja ýmsir, að of langt hafi verið gengið í þá áttina á síðari áratugum. Um það álitamál skal ekki fjölyrt hér, en aðeins minnt á það, að þessar undantekningar eða viðurkenndu frávik frá meginskip- aninni eigi sér gjarna rætur í félagslegum stefnum og aðgerðum, sem náð hafa almennri fótfestu, þótt sumt kunni að vera umdeilt. Mikilvægustu frávikin frá aðalreglunni um skuldbindingargildi lög- gerniriga koma fram í hinum alkunnu ógildingarheimildum samninga- réttarins, lögfestum jafnt sem ólögfestum. Allnokkrar ógildingarheim- ildir felast í ákvæðum III. kafla 1. 7/1936 (hér skammst. sml.), en mik- ilvægar ógildingarheimildir gefur einnig að finna í öðrum lögum, en 114

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.