Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 59
nóv. 1950 og síðari framkvæmd hans. Það skiptir því meginmáli að hegðun sökunauts sé rétt lýst í ákæru (eða framhaldsákæru) því að aldrei má dæma mann fyrir annan verknað en þann sem þar er lýst. Sambærilegar reglur gilda um kröfugerð í ákæruskjali. Þó að sýnilegt sé að sökunautur hafi framið bæði þjófnað og fjársvik verður hann samkvæmt þessu ekki dæmdur fyrir svikin ef einurigis stuldinum er lýst í ákæru. Færa má veigamikil rök fyrir þeirri aðalreglu sem nú var lýst. Er nauðsynlegt að lýsa þeim helstu: a. Með ákæruskjalinu hefur málið verið fellt í ákveðinn farveg. Vörn sakbornings, þ.á m. við dómsrannsókn, sbr. 75. gr., 102. gr. og 134. gr. oml., hlýtur fyrst og fremst að beinast að þeim atriðum sem ákæran tekur til. Ekki nóg með það heldur gefur ákæruskjalið sökunaut (og verjanda hans) alveg sérstakt tilefni til þess að álíta að önnur atriði, sem ákæruskjalið tekur ekki til, hafi ekki þýðingu í málinu. Þess vegna er ljóst hvaða atriði þungamiðjan í vörninni hlýtur að snúast um. b. Fyrrgreind regla er jafnframt byggð á aðskilnaði dómsvalds og ákæruvalds. Þarna er því að finna meginreglu um það hvað dómarinn skuli gera og hvað ákæruvaldið skuli gera. Ekki skal farið nánar út í það að skýra rökin fyrir þessari reglu. Réglan er óumdeild og hún er m.a. talin nauðsynleg forsenda þess að dómstólar geti skoðast hlut- lausir úrskurðaraðilar. c. Ákæruvaldið hefur heimild til þess að takmarka ákæru. Á þetta var minnst áður. Úr því að ákæruvaldið ákveður sjálfstætt hvenær höfða skuli dómsmál með ákæru þá er það aðeins rökrétt framhald að ákæruvaldið geti einnig takmarkað ákæruna við tiltekin brot eða til- tekin refsiákvæði. Væri og undarlegt ef ákæruvaldið hefði forræði á því hvort mál skyldi höfða en missti allt forræði yfir sakarefninu eftir málshöfðun. Reglan er og staðfest í hrd. 1961, bls. 538 (543). Þar var maður m.a. saksóttur fyrir brot á ákvæðum 146. gr., 1. mgr. 142. gr. (rangar skýrslugjafir) og 138. gr. hgl. Með framhaldsákæru var hon- um til viðbótar gefið að sök brot á ákvæðum 1. mgr. 254. gr., sbr. 1. mgr. 247. gr. hgl. (auðgunarbrot). Hæstiréttur taldi að þar sem síðar- greint brot hefði verið leitt í ljós fyrir birtingu frumákæru hafi brost- ið skilyrði til að gefa út framhaldsákæru með ofangreindu efni. Ákærði var því ekki sakfelldur fyrir brot á þeim ákvæðum hegnirigarlaga sem framhaldsákæran tók til. Af þessum dómi verður að sjálfsögðu dregin sú ályktun að dómendur hefðu ekki heldur getað beitt 254. gr., sbr. 247. gr. hgl., með því að styðjast við frumákæru eina saman. 137

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.