Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 1

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 1
80SÍÐUR STOFNAÐ1913 286. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýfundnaland: Olli bilaður lofthemill flugslysinu? Gander, Nýfundnalandi, 17. desember. AP. FRAM hefur komið við rannsókn á brakinu úr flugvélinni, sem hrapaði sl. fimmtudag með þeim afleiðing- um að allir innanborðs fórust, að einn lofthemill vélarinnar hefur verið á þegar hún hrapaði. Hinir lofthemlarnir þrír voru eins og þeir eiga að vera meðan á flugi stendur, að því er segir í dagblaðinu New York Times í dag. bornar inn í feiknarstóran skála í Dover-herflugstöðinni í Delaware. í höfuðstöðvum hersveitar hinna föllnu hermanna var í dag haldin sorgarathöfn þeim til heiðurs. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Nancy, kona hans, voru viðstödd athöfnina. Skæruliðar sprengja á flugvellinum í Kabúl Islamabad, Pakistan, 17. desember. AP. MILLI 50 og 65 afganskir hermenn létust í sprengjuárás skæruliða á flug- völlinn í Kabúl í síðustu viku, að því er fregnir herma. Hermennirnir voru Lofthemlarnir eru notaðir í lendingu. Þeir ná aftur fyrir þotu- hreyfil og beina loftstraumnum fram á við til að hægja á vélinni. Kanadamaður, sem vinnur að rannsókn flugslysins, sagði á blaðamannafundi í gær að DC-8- vélin hefði náð nægum hraða til að hefja sig til flugs. En skyndilega hefði þotan sveigt til hægri og hægt á sér þar til hún hrapaði til jarðar. Lofthemill í gangi gæti valdið slíkri sveigju. Yfirmaður rannsóknarinnar á slysinu, Peter Boag, sagði aftur á móti í dag að það gæti tekið kanad- ísk flugmálayfirvöld ár að komast að því hvað olli harmleiknum. Það væri aðallega vegna þess að mikill hluti vélarinnar hefði eyðst í eldin- um og því ekki hægt að rannsaka hann. Lík 20 hermanna af 248, sem fórust með vélinni á Gander, voru í dag flutt flugleiðis til Bandaríkj- anna. Hljómsveit Bandaríkjahers lék tónlist meðan líkkisturnar voru á leið til orrustu. Haft er eftir vestrænum stjórn- arerindreka að 40 sovéskir her- menn hafi verið drepnir og að minnsta kosti fjórir ráðgjafar teknir höndum af skæruliðum, sem berjast gegn núverandi stjórn og um 115 þúsund sovéskum her- mönnum, sem talið er að séu nú í Afganistan. Sprengjunum hafði verið komið fyrir á flugvellinum í Kabúl innan um hermenn, sem voru á leið til vesturhluta Afganistan. Kommúnistastjórnin í Afganist- an viðurkenndi í útvarpi að sprengjuárás hefði verið gerð, en hélt aftur á móti fram að árásin hefði beinst að húsnæði veðurstof- unnar á flugvellinum. Níu manns hefðu látist í árásinni og 54 særst. Það er mjög óvenjulegt að stjórnvöld í Afganistan viðurkenni slík áföll og þykir það benda til þess að árásin hafi verið alvarleg. Afgönsk stjórnvöld héldu því fram á mánudag að þúsund skæru- liðar hefðu verið vegnir, tugir stöðva þeirra teknar herskildi og mörg tonn af skotfærum og vopn- um gerð upptæk í leiftursókn fyrir nokkru. Ekki var greint nákvæm- lega frá því hvenær sókn þessi var gerð, en kveðið á um að herir afgönsku herstjórnarinnar hefðu unnið stórsigur í héraðinu Kanda- har í suðvesturhluta Afganistan. í sömu sókn voru að sögn her- stjórnarinnar þúsund múhameðs- trúarmenn úr röðum skæruliða særðir og handteknir. Afganska stjómin státar ekki oft af sigrum unnum á skærulið- um, þótt hún haldi því statt og stöðugt fram að þeir njóti engrar lýðhylli. Yfirlýsingin í útvarpinu í Kabúl um að stjórnarherinn hefði vegið þúsund skæruliða er stærsti sigur, sem stjórnin hefur hrósað sér af. Ekki var tekið fram hversu margir hefðu fallið úr röðum stjórnarhermanna í leiftursókn- inni. Sáttmáli um kjarn- orkumál Nýju Delhí, 17. desember. AP. MOHAMMAD Zia Ul-Haq lýsti yfir því í dag að Indverjar og Pakistanar hefðu komist að samkomulagi um að ráðast ekki á kjarnorkubúnað hvors annað og að hér væri um miklar framfarir í samskiptum þjóð- anna að ræða. Zia sagði á sameiginlegum blaðamannafundi með Gandhi í Nýju Delhí, höfuðborg Indlands, í dag að leiðtogarnir hefðu ákveðið að vinna að því að bæta samskipti ríkjanna jafnt. og þétt á næstunni og báðir aðilar, sem barist hefðu í þremur styrjöldum, hefðu ákveð- ið að gera ekki árásir á kjarnorku- búnað og -ver hvors annars. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, ætlar í opinbera heim- sókn til Pakistan á fyrri hluta næsta árs, til að sýna viðleitni sína til betri sambúðar í verki. AP/Símamynd Rajiv Gandhi tekur á móti Zia Ul- Haq á flugvellinum í Nýju Delhf í dag. Leiðtogarnir ræddust við í sex tíma um kjarnorkumál. Orðhvass Shultz gagn- rýndur austantjalds Bel{(rad, Jújjóslavíu, 17. desember. AP. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á ferðalagi um Austur- Evrópu og hefur hann verið gagnrýndur í fjölmiðlum austantjalds fyrir ýmis ummæli sín. Shultz ræddi í dag við ráðamenn Júgóslavíu og barði í borðið þegar hann gagnrýndi júgóslavnesk stjórnvöld fyrir að láta skæruliða Frelsis- samtaka Palestínu, Mohammed Abbas, fara óhindrað um landið. Abbas er grunaður um að hafa lagt á ráðin um Lauro. Raif Dizdarevic, utanríkisráð- herra Júgóslavíu, sagði á blaða- mannafundi eftir að viðræðum hans og Shultz lauk, að hann væri sammála Bandaríkjamanninum um það að berjast þyrfti gegn hryðju- verkum. En það þyrfti einnig að ihuga það óréttlæti, sem gæti af sér hryðjuverk. Shultz brást reiður við þessari yfirlýsingu: „Enginn málstaður réttlætir það að ræna ítölsku skipi, myrða bandarískan farþega um borð og þjarma að öðrum, “ sagði Shultz: „Það er rangt,“ bætti hann við og barði í borðið með flötum lófa. ránið á skemmtiferðaskipinu Achille Shultz var ekki jafn harðorður í garð júgóslavneskra ráðamanna og á blaðamannafundinum í dag. Ut- anríkisráðherrann hitti m.a. Milka Planinc, forsætisráðherra landsins. Þeir ræddu mikið um viðskipti Júgóslava og Bandaríkjamanna og kvaðst Planinc vilja auka verslun við Bandaríkjamenn til að bæta bágan efnahag. Verðbólga í Júgo- slavíu er milli 75 og 80 prósent, atvinnuleysi 15 prósent og skuldir Júgóslava erlendis um 19 miljarðar dollara. Shultz flýgur til Washington á miðvikudagsmorgun og lýkur þar með ferð hans til Rúmeníu, Ung- verjalands og Júgoslavíu. Pólska dagblaðið Trybuna Ludu skrifaði í dag að Shultz væri greinilega að reyna að skapa sundrungu meðal Varsjárbandalagsríkja, fyrst hann neitaði að eiga samskipti við öll ríki innan bandalagsins á för sinni. Shultz væri hér að undirstrika þann mun, sem milli ráðstjórnarríkjanna væri, í stað þess að fara eftir skuld- bindingum leiðtoganna á Genfar- fundinum um að vinna að frekara samstarfi milli austurs og vesturs. Ummæli sovéskra fjölmiðla voru mjög jákvæð fyrst eftir Genfarfund Reagans og Gorbachevs, en í dag gagnrýndi Pravda, málgagn sov- éska kommúnistaflokksins, Banda- ríkjamenn fyrir að reyna að grafa undan þeim árangri, sem náðist í Genf. Og um helgina brugðust sové- skir fjölmiðlar ókvæða við vegna ummæla Shultz við Berlínarmúrinn og í Rúmeníu og Ungverjalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.