Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 ER SJÁLFSKIPTINGIN í BÍLNUM ÞÍNUM FARIN AÐ SNUÐA? Ef svo er, ættirðu aö kynna þér tilboð okkar, og þú munt komast að raun um að það borgar sig að taka því - frekar en að láta sjálfskiptinguna skemmast. Tilboðið nær til allra bílaog í því felst skoðun á eftirfarandi 10 atriðum (varahlutir ekki innifafdir í verði): * olía tekin a< skiptingu * skipt um pakkningu á pönnu * ventlahús þrifið * panna þrifin.skipt um síu * skiptikambur athugaður og stilltur * bremst*and stillt * nýr vökvi settur á skiptingu * stjórnfcarkar og tengi stillt * vakúmskipting athuguð * bifmlðinni reynsluekið Allt þetta færðu fyrir kr. 2488 Þetta er tilboð okkar! BiLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GM ÞJONUSTA FKERTA- LAMPINN frá Konst-Smide er tilvalið jólaljós í barnaherbergið, stofuhornið, eöa sem friöarljós í gluggann á aðfangadags- kvöld. Litli kerta-lampinn er öruggur. Peran í honum er ótrúlega lík venjulegu kerti. Fáanlegur í hvítu, rauöu og gylltu. Gefiö „jóla-kerti“ sem er öruggt. Gefiö Litla kerta-lampann frá Konst-Smide. Undirstöðurit Bókmenntir Erlendur Jónsson Lúðvík Kristjinsson: ÍSLENZKIR SJÁVARHÆTTIR IV. 546 bls. Bó- kaútg. Menningarsjóðs. Reykjavík 1985. íslenzkir sjávarhættir er í öllum skilningi mikils háttar rit. Hvert bindi er geysistórt, bæði að broti og blaðsíðufjölda. Og fimm munu bækurnar verða áður en lýkur. Rit af þessu tagi getur orðið til með tvennum hætti. Annaðhvort með samvinnu margra, ellegar þá framtaki eins manns. Því aðeins getur einn maður sent frá sér svona verk að hann hafi varið mörgum bestu árum ævinnar til að vinna það. Og þess háttar starf vinnur enginn einn maður nema af hugsjón. Lúðvík Kristjánsson var manna hæfastur til að vinna þetta verk. Hann hefur mikið fengist við at- vinnusögu, einkum 19. aldar. Og hann hefur löngum haft auga með sjónum. Óþarft er að fjölyrða um þjóð- lífsbyltingu þessarar aldar. En hennar vegna telst margt ef ekki flest, sem lýst er í riti þessu, þegar til liðna tímans. Kynslóð Lúðvíks Kristjánssonar lifði alla breyting- una — allt frá árabát til verk- smiðjutogara. Hins vegar breyttist sjósókn ekki svo mjög hér fyrrum, frá öld til aldar, þannig að sá sem veit, hvernig róið var til fiskjar hér um síðustu aldamót, hann veit býsna langt. Með þá þekking að vegar- nesti er auðveldara að fikra sig aftir til fyrri alda. Sýnilega hefur Lúðvík Krist- jánsson í upphafi sett sér það markmið er hann hóf samantekt þessa mikla rits að það yrði tæm- andi — að svo miklu leyti sem nokkurt rit getur nokkru sinni náð því marki. Hér er því geysimikið efni saman dregið, meðal annars um tiltekna þætti sjávarútvegs sem ófróður kynni að líta á sem léttvæg aukaatriði. Þessi bók hefst t.d. á löngum og ýtarlegum kafla sem ber yfirskriftina: Beita og beiting. Hefði ekki nægt að lýsa svo fábrotnu verki í stuttu máli? Fjarri því. Hér er ekki verið að lýsa verki á einum stað og einum tíma heldur hverju einu sem kemur við efni þessu aldirnar í gegnum. Beita var margvísleg og mismunandi. Vinnubrögð sömuleiðis við beit- ingu. Þá er því lýst hvernig beit- unnar var aflað og ennfremur frá því greint hverjir áttu að leggja hana til en um það voru skýr ákvæði fyrrum. Hér er að sjálf- sögðu veriö að lýsa fyrri tíma vinnubrögðum og lifnaðarháttum. Og þar með er fjöldi orða og orð- taka sem fáir munu kannast við nú. Hvað er t.d. »rauðegni«? Og hvaðer »selaslang«? Kafli er hér um aflaskipti. Hverjum bar sinn hlutur. Og afla- skipti fóru fram eftir föstum regl- um eins og hvað annað sem að sjávarútvegi laut. Kafli er hér um helstu nytja- fiska. Fram hjá þeim varð ekki gengið. Að vísu má segja að þeir teljist ekki til fornra sjávarhátta fremur en nýrra og nákvæmar lýs- ingar á þeim sé annars staðar að finna. En gamli tíminn átti sín flóknu vísindi. Til dæmis þurfti bæði kunnáttu og lagni til að rífa hertan þorskhaus svo hann nýttist sem best til matar. Hver smáögn i hausnum hét sínu nafni og er það orðasafn hvergi lítið þegar saman Dr. Lúðvík Kristjánsson er dregið. Sú var tíð að maturinn var dýrmætastur alls. Og fólk hafði næma tilfinningu fyrir því sem það var að borða. Nýta varð hvaðeina til hins ýtrasta, ef ekki til matar þá til annarra hluta. Sumt var jafnvel notað til leikja, eins og dálkurinn. Algengur leikur hét »að geta í dálk«. Langur kafli er hér um landleg- ur. Þrátt fyrir vinnuhörku þá sem fyrrum tíðkaðist varð ekki deilt við ægi um það hvenær róið yrði á sjó. Byrr hlaut að ráða. Land- legudagar fóru eftir veðri, stund- um fleiri, stundum færri. Sjómenn urðu þá oft að sinna öðrum störf- um. Það fór þó eftir aðstæðum. En tómstundir gáfust líka margar. Misjafnt var það sem sjómenn tóku sér fyrir hendur í landlegum. Eitt var það að reyna krafta sína. Líkamsburðir voru þá í hávegum hafðir og mjög litið upp til krafta- manna. Og sönnur á afl sitt færðu menn meðal annars með því að reyna sig við aðra, lyfta þungum steinum hver á fætur öðrum og þar fram eftir götunum. Frægastir eru steinarnir í Dritvík. Þeir voru eins konar kraftamælar. Aðrir reyndu á sína andlegu krafta og settu saman vísur. Formannavísur urðu oft til í fjölmennari verstöð- um. Sýnishorn þess háttar kveð- skapar er hér að finna. Hrakning- ar á sjó urðu líka kveðskaparefni. Ortar voru sjóhrakningsrímur. Þá var gamankveðskapur ekki síður vel þeginn. í þættinum Glens og gaman segir meðal annars svo: »Hnyttin staka gat orðið til þess að lyfta undir frásögn af kynnum karls og konu. Vermaður gekk framhjá stúlku, sem hann leit hýru auga, en hún var þá við grútar- bræðslu. Hann ávarpar hana: Komdu sæl min keraldsausu-nunna. Hvemig stendur á högum þín, hákarlsgrútar-liljan mín?« Hér er hversdagsleikinn fæðrð- ur í skrautbúning rímnamálsins. Dálítið kemur það spánskt fyrir sjónir nú. En þeir, sem alist höfðu upp við rímnakveðskap, litu þetta öðrum augum. Þetta tilheyrði bundnu máli, var bæði íþrótt og skemmtun. Síðustu kaflar þessarar bókar fjalla svo um viðskipti þau sem tengd voru verstöðvunum: Skreið- arferðir og fiskifangaverzlun. Þau viðskipti voru margvísleg en náðu til landsins alls, jafnt þeirra sem heima áttu innst inn til dala. Allir landsmenn neyttu fisks, hvar sem þeir áttu heima. Og skreiðarferðir, sums staðar langar og erfiðar, settu ærinn svip á þjóðlífið. Örugg- lega stuðluðu verferðir milli lands- fjórðunga og langar skreiðarferðir að því að sama tungumál var talað hér um allt land en greindist ekki í mállýskur eins og í löndum þar sem ríktu átthagafjötrar og kyrr- staða. Það sem hér hefur verið tínt til gefur ekki fulla hugmynd um efni þessarar stóru bókar. Auðvitað verða allir að leggjast á eitt ef útgáfa svona rits á að takast vel: útgefandi og aðrir sem nálægt verkinu koma. Óhætt er að segja að vandað hafi verið til ritsins og fátt til sparað. Fjöldi skýringar- teikninga fylgir textanum. Einnig prýða bókina margar litmyndir. Eru þær bæði til stuðnings við efnið, en kannski ekki síður til augnayndis. Rit eins og íslenskir sjávarhættir verður ekki skrifað nema einu sinni. Þetta verður sú frumheimild sem fræðimenn framtíðarinnar munu leita til. Höfundurinn hefur skilað mikils háttar ævistarfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.