Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÖIÐ, MIÐVIKUDAGUR Í8. DESEMBER1985 Fólk á förnum vegi tKGWAW'W Httt- Krakkarnir sem syngja á plötunni Óli prik: Gísli Gudmundsson, 13 ára, Inga Dóra Jóhannsdóttir 10 ára og Björgvin Gíslason 8 ára. Krakkarnir í skólunum stríða okkur mikið — segja söngvararnir á hljómplötunni „Óli prik“ Óli prik kom fyrst fram á sjón- arsvióið fyrir u.þ.b. ári, en þá samdi Magnús Þór Sigmundsson samnefnt lag, sem Gísli Guó- mundsson söng. Nú er komin út barnahljómplata sem nefnist „Óli prik“ og á henni syngja þrír krakkar: Inga Dóra Jóhannsdóttir 10 ára, Björgvin Gíslason 8 ára og Gísli Guðmundsson 13 ára. Inga Dóra sagðist vera í barna- kór Seltjarnarness og væri stað- ráðin í að verða söngkona þegar hún yrði stór, enda á hún áhug- ann ekki langt að sækja þar sem faðir hennar er Jóhann Helgason tónlistarmaður. „Ég lærði einu sinni á blokk- flautu í tónlistarskólanum og mig langar að halda áfram næsta vetur í tónlistarnámi. Mér finnst ofsalega gaman að syngja inn á plötu. Krakkarnir í skólanum vita ekkert um þetta ennþá enda myndu þeir bara stríða mér.“ Björgvin Gíslason sagðist vera í Austurbæjarskóla og væru krakkarnir þar sífellt að stríða sér. „Það pirrar mig auðvitað mikið en ég geri lítið með það sem þau eru að segja. Ég hef líka leikið í nokkrum auglýsingum i sjónvarpinu, m.a. í „meistara- köku-auglýsingunni“ og eiga krakkarnir það til að kalla „meistarakökur" á eftir mér og biðja mig jafnvel um að færa þeim nokkrar kökur í skólann." Björgvin er ákveðinn í að feta í fótspor pabba sins, Gísla Rúnars Jónssonar, og verða leik- ari. „Mér finnst það miklu meira spennandi en að verða t.d. tann- læknir eða listamaður. Ég á að syngja Guttavísur í sjónvarpinu um jólin og síðan á ég að leika gamlan karl á jólaskemmtuninni í skólanum, en mér finnst skóla- stjórinn bara ekki nógu góður leikstjóri. Ég held að pabbi sé betri.“ Björgvin sagðist eiga svolítið af peningum sem hann ætlaði að slá saman við peninga pabba síns kaupa eins hljóðfæri og alvöru hljómlistarmenn notuðu. „Björg- vin Halldórsson á svona tæki og eins er slíkt tæki notað í Litlu hryllingsbúðinni," sagði Björg- vin Gíslason. Gísli Guðmundsson er nem- andi í Hólabrekkuskóla og sagð- ist hann vilja verða læknir eða tannlæknir er hann stækkaði. Hann sagðist ætla að leggja sönginn á hilluna í nokkur ár þar sem hann væri að fara í mútur og gæti því eyðilagt röddina ef hann reyndi mikið á hana. „Mað- ur veit aldrei hvernig röddin verður eftir þetta mútutímabil en ég vonast til að geta sungið aftur því ég hef mjög gaman af því.“ Aldarspegill Bókmenntir Erlendur Jónsson Elías Snæland Jónsson: UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA. 189 bls. Vaka-Helgafell. Reykjavík, 1985. Elías Snæland Jónsson fetar í spor fræðimanna og skrifar ör- lagaþætti. Hins vegar leitar hann á önnur mið en flestir fyrirrennar- ar hans því þættirnir í þessari bók segja frá tiltölulega nýliðnum atburðum, eða frá fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Sögugrúskarar, sem tóra fastir í rökkri liðinna tíma, mundu nú bara kalla það samtíð eða nútíma. Þrír þættir eru í bók þessari, hinn fyrsti langlengstur, tekur raunar yfir meginhluta bókarinn- ar: Hermann og kollan. Með hávaða miklum var púður- kerling sú sprengd. Og svo lengi lifði í þeim glæðum að fram undir hið síðasta var Hermann jafnan af skopteiknurum blaðanna látinn bera byssu um öxl. Elías Snæland fer nákvæmlega ofan í mál þetta, svipast fyrst um í Reykjavík þessara ára, sem þá var orðin talsverð borg, lítur til stjórnmálaástandsins, segir frá hvernig málið fór af stað og rekur síðan gang þess gervallan. Ef það hefði verið borið á ein- hvern meðalmann á þessum árum að hann hefði skotið æðarkollu úti í örfirisey þá hefði það að sönnu komið fyrir dómstól því æðarfugl- inn var stranglega friðaður og litið á hann sem húsdýr nánast. En Hermann Jónasson var enginn meðalmaður. Hann var lögreglu- stjóri í Reykjavík og þar af leið- andi vörður laga og réttar í höfuð- staðnum. Hitt vó auðvitað sýnu þyngra þegar til kastanna kom að hann var bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn og upprenn- andi stórstjarna í pólitíkinni. Mál- ið var því frá fyrsta degi stórpóli- tískt. Sá, sem vildi komast að raun um hvernig baráttuaðferðir í ís- lenskum stjórnmálum hafa breyst síðan á fjórða áratugnum, skyldi lesa þessa bók. Blöðin komu þar mjög við sögu. Af orðum þeirra mætti ráða að í landi þessu hafi ekki búið ein þjóð heldur margar og allar fjandsamlegar hver ann- arri. Stóryrði voru hvergi spöruð. Ekki var heldur hlífst við að bera hvers kyns ávirðingar á einstakl- inga þá, sem létu til sín taka á Elías Snæland Jónsson stjórnmálasviðinu. Sá sem nú les allar þessar rótarskammir hlýtur að spyrja sjálfan sig hvort hugur hafi alltaf fylgt máli, hvort þessum mönnum hafi í raun og veru verið svona illa hver við annan. Eða var þetta einungis kækur — leikur til að blekkja auðtrúa fólk til fylgis? Sjálfsagt hefur verið sín ögnin af hverju. Hitt gegnir engri furðu að athyglin skyldi þá beinast meira að einstökum mönnum en nú þar sem t.d. flestir frambjóðendur buðu sig fram sem einstaklingar — Bókmenntir Erlendur Jónsson Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Á LEIK- VELLI LÍFSINS. 204 bls. Bókaútg. menningarsjóðs. Reykjavík, 1985. Þórunn Elfa hefur lengi verið vanmetinn höfundur. Ástæðurnar til þess kunna að vera margar. Leið sú, sem liggur til viðurkenn- ingar svokallaðrar, er bæði krókótt og furðuleg. Vissulega er það fleira en gæði verkanna ein saman sem áhrif hafa á gengi rithöfundar á þeirri braut. Tímabært var að Menningar- sjóður heiðraði skáldkonuna með því að gefa úr þetta sýnishorn af sögum hennar. Ennþá betra hefði þó verið ef þeim hefði verið fylgt úr hlaði með inngangi um verk Þórunnar Elfu í heild. Sögur Þórunnar Elfu gerast á ýmsum tímum og ýmsum stöðum. En langbest iýsir hún Reykjavík- urlífinu. Kjörsvið hennar er Reykjavík kreppuáranna og stríðsáranna. Unga Reykjavíkur- stúlkan á fyrri hluta þessarar aldar, lífskjör hennar, viðhorf og framtíðarmöguleikar — þar er viðfangsefni sem er ofarlega á baugi þegar horft er yfir skáldskap Þórunnar Elfu. Sem dæmi tek ég söguna Hvar er Stína? Stína er aðkomustúlka í Reykja- vík, sveitastúlka sem ráðist hefur í vist á heimili í bænum. Þess hátt- ar gangur málanna er dæmigerður fyrir þá tíma er vinnukonuhald tíðkaðist enn fullum fetum í borg- inni. Vinnukonan hélt þá til á heimilinu og þjónaði fjölskyldunni en var annars rækilega aðskilin frá henni. Matartímar voru henni engir ætlaðir. Hún borðaði í eld- húsinu — afgangana! Alltaf varð hún að vera til taks. Þegar lifsleið frú hafði ekki önnur umræðuefni mátti þó alltaf segja sögur af vinnukonunni. Húsbóndinn var oftast mildari, ekki síst ef vinnu- konan var ásjáleg. Húsbóndinn i Hvar er Stína? klappar henni á hnéð »sem er að gægjast fram undan kjólfaldinum. Stína hrekk- ur undan og teygir kjólinn i dauð- ans ofboði niður fyrir hnjákollana. Þegar frúin kemur inn, klappar hann sínum eigin hnjám.« Saga þessi segir frá stétt sem var. Hún segir líka frá því hvernig Reykjavík byggðist. Þau urðu nefnilega örlög Stínu eins og flestra sveitastúlkna sem réðust í vist til höfuðstaðarins að giftast í einmenningskjördæmum. Þá varð hyer að berjast fyrir sínu. Maður stóð eða féll með eigin framkomu og málflutningi. Dómsrannsóknin, vegna kollu- málsins, sem Elias Snæland Jóns- son skýrir frá í smáatriðum, er enginn skemmtilestur. En fróðleg er sú frásögn fyrir margra hluta sakir. Svo sérkennileg var þá af- staðan í stjórnmálunum að Fram- sóknarflokkurinn, sem mestu réð um landsmálin, átti litlu fylgi að fagna í Reykjavík. Sem yfirvald í bænum átti Hermann því undir högg að sækja í víðasta skilningi orðanna. Aukvisi hefði fljótt bogn- að í stöðu hans. En Hermann var kjarkmaður hinn mesti og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hafi rannsóknardómarinn álitið að auðmjúkur sakborningur mætti til yfirheyrslna mátti hann skjótt komast að raun um hið gagnstæða. Hermann lét koma krók á móti bragði. Hann tók þessu eins og til var stofnað og vissi að glúpnaði hann væri hann búinn að vera. Kollumálið varð því að pólitísku þrátefli sem þjóðin skemmti sér við í fásinni daganna. í ljósi þess að málið var í eðli sínu rammpólitískt verða allar vitnaleiðslurnar, þar sem farið var ofan í smæstu atriði, hálfspaugi- legar. Það var einmitt einkenni stjórnmálanna á þessum árum að menn rifust mest um aukaatriði og smámuni. Sjálf stefnumálin urðu óverulegur þáttur í stjórn- Þórunn Elfa Magnúsdóttir og geta af sér fleiri Reykvíkinga. Ævintýri guðfræðings er gaman- saga með alvarlegum undirtónum. Stúdent og háskólaborgari er manngerð sem löngum hefur sett svip á höfuðborgina. Ekki er það þó alltént svo að lærdómi fylgi glæsileiki og riddaramennska. Og sú var tíð að þessir menn voru síbagaðir af peningaleysi. Öðru máli gegndi um sjómenn í sigling- um. Þeir gátu verið höfðingjar í landi og valið úr kvenfólkinu. Hér lendir þeim saman, sjómanninum og guðfræðingnum. Þórunn Elfa gerir úr því dálítið grátbroslegan brandaraþátt. í sögunni Hin einna sanna ást er gamanið grárra. Þar hverfur Þór- unn Elfa aftur til sveitalífsins í gamla daga. Þá var til utangarðs- fólk ekki síður en nú. Sagan er sögð með nokkrum ýkjubrag. Spurning er hvort skáldkonan hefur ekki seilst þarna fulllangt frá því sem hún þekkir gerst. f Læstar dyr er borgarlífið aftur á móti á dagskrá með sfnum gör- óttu drykkjum, þaulsetum á bar og afleiðingum svallsins. Og svo að hinu leytinu lífsbaráttunni þar sem sumir eru í sókn en aðrir á undanhaldi. Fimmtán eru sögurnar í þessari bók. Þó Þórunn Elfa sé skáld- sagnahöfundur fremur en smá- sagna má skoða bókina sem nokkra kynningu á verkum henn- ar, fjölbreytni þeirra; og svo auð- vitað á lífsviðhorfum skáldkon- unnar. Eftir að Dætur Reykjavíkur kom út á sínum tíma var Þórunn Elfa í sviðsljósinu. Síðan hefur hún sem rithöfundur mátt þola bæði skin og skúrir. Er ekki kominn tími til að henni verði skipað á bekk þar sem hún á heima. málaumræðunni, hurfu í moldviðri persónulegrar áreitni. Elías Snæland nefnir þessa rit- röð sína Aldarspegii. Þar er kollu- málið á vísum stað því sannarlega átti það sinn þátt í að skerpa drættina í svipmóti þjóðlífsins svo lengi sem Hermann Jónasson tók þátt í stjórnmálabaráttunni. En tveir styttri þættir í síðari hluta bókarinnar munu einnig vera lýs- andi fyrir mannlífið í landinu á fyrri hluta aldarinnar. Báðir fjalla um illa meðferð á börnum. íslend- ingar voru þá ekki enn búnir að rífa sig upp úr fátæktarbaslinu. Algengt var í sveitum að litið væri á vandalaus börn eins og hver önnur vinnudýr og þau meðhöndl- uð samkvæmt því. Þó var hagur þeirra að því leyti verri en hús- dýranna að börnin deildu vist með öðru fólki en gátu ekki aflað sér matar í haganum. Væru börnin þolanlega haldin í mat og fatnaði var ekki fengist um annað. Því aðeins að út yfir tæki urðu af þessu dómsmál sem skráð voru í bækur og þar með geymd síðari tímum til upprifjunar og glöggvunar. Um aðstöðumun lögreglustjór- ans í Reykjavík annars vegar og umkomulausra barna hins vegar þarf ekki að ræða. Ef til vill var ekki svo illa til fundið hjá höfundi að raða þessu saman í bók. Þama gefur að líta efsta og neðsta lagið í þjóðfélagi sem einkenndist af hörku og miskunnarleysi, en einn- ig af nokkurri réttlætistilfinningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.