Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 57

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 57 sem reka eitthvað sem kalla mætti verkamannamiðlun. Þ.e. þessir menn sjá um að útvega vinnukraft í störf sem þýskir verkamenn neita að vinna, eða vinnuveitendur vilja ekki að þeir vinni sökum áhættu. Þessi störf eru oftast tengd kjarn- orkuverum. Þegar fréttist um leka eru þýskir sendir heim og Tyrkir fluttir á staðinn til þess að vinna í stórhættulegri geislun. Oft þegar um ólöglega innflytjendur er að ræða tilkynna vinnuveitendur þá til yfirvalda þegar vinnu er lokið. Lögreglan sér þá um að senda þá úr landi, oftast án nokkurra launa. Wallraff tók myndir með litlu upptökutæki sem hann bar alltaf á sér. Alls urðu þetta áttatíu spól- ur sem nú er verið að klippa saman í kvikmynd. Á ráðstefnunni í Stokkhóimi sýndi hann í fyrsta sinn eina af þessum spólum. Sú upptaka var gerð er viðtal var haft við einn af valdamestu verkamannamiðlurun- um. Sá viðurkenndi hættuna sem hann sendi mennina út í. Hann sagði m.a. frá því að sumir misstu allt hárið eftir nokkra daga í geisl- uninni. Oftast væru þeir þó komnir til heimalanda sinna áður en krabbamein eða aðrir sjúkdómar kæmu í ljós. Þannig gæti enginn sannað neitt. Til þess að skapa samræmi á milli einstaklinga og fyrirtækja og stuðla um leið að betri nýtingu fjár, þá legg ég til að tekin verði upp Japönsk sparnaðarleið" í skattalegri meðferð vaxtatekna og -gjalda. Allar vaxtatekjur verði skattfrjálsar en á móti verði engin vaxtagjöld frádráttarbær. Sama aðferð gildi um arðgreiðslur af hlutafé, skattfrjáls hjá viðtakanda en ekki frádráttarbær hjá fyrir- tækinu. í staðinn fyrir vaxtafrá- drátt einstaklinga vegna öflunar íbúðarhúsnæðis, komi „húsnæðis- framlag" sem tengist fjárfestingu upp að ákveðnu marki eða nettó eigna. Með þessum breytingum er hægt að ná auknum innlendum sparnaði og raunhæfara mati á arðsemi fjárfestingar. Þegar fram í sækir ætti jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar eftir lánsfé að nást við lægri raunvexti en ella. Raunvextir eftir skatta hjá þeim fyrirtækjum sem á annað borð ná upp í tekjuskatt þyrftu ekki að breytast svo mikið. Ég vil ekki þreyta fólk með því að telja upp öll þau ákvæði ís- lenzkra skattalaga sem ég tel falla undir hundalógík og þurfi að breyta. Þau eru allt of mörg til þess. 5. liður tillagna var settur fram með hliðsjón af komandi kjara- samningum og ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til þess að standa við þetta fyrirheit með sparnaði þá er tilfærsla milli tekjuskatts og eignarskatts það eina sem kemur til greina. Það veldur minnstri veröbólgu og er líklegast til þess að skapa frið á vinnumark- aði. Þetta er einnig leið til þess að jafna kynslóðabil í húsnæðis- málum og koma í veg fyrir þver- pólitískt kynslóðahatur. f hús- næðismálum er það félagsleg Þegar Wallraff hafði lokið við að sýna myndina minntist hann á kynþáttahatrið í V-Þýskalandi. Hvernig hann hefði fundið fyrir andúð þar sem hann gekk um götur með dökkar linsur og hárkollu. Bókin sem hann gaf út fyrir skömmu hefur nú selst í meira en 600.000 eintökum. Fólk sem aldrei les bækur, sagði hann, les þessa. Hún er fljótlesin og hefur strax vakið mikla um- ræðu meðal almennings, á þingi og í blöðum. Hinn þögli meirihluti er farinn að tjá sig og vill bæta ástandið, segir Wallraff. Umrædd ráðstefna gegn kyn- þáttahatri, sem haldin var í Stokk- hólmi 16. nóvember, sameinaði fólk úr öllum áttum og stéttum. Það er ómögulegt að ræða um niðurstöður af fundi sem þessum. Eitt er þó hægt að segja, allir voru sammála. Sammála um það að eitthvað verði að gera, eitthvað verði að gerast í hugum fólks. Hugarfarsbreyting er nauðsyn ef friður á að haldast. Orð Mareks Halter, sem allir vita hvaðan eru, gætu talist orð þessa fundar: „Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ llöíundur er búsettur íStokk- hólmi og starfar þar sem kennari. spurning um það hvort á að gera ungu fólki fjárhagslega kleift að eiga börn á þeim tíma sem líf- fræðilegar forsendur eru beztar. Að endingu vil ég taka það fram að ég er þess fullviss, að það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær, hugsjónir Bandalags jafn- aðarmanna verða ofan á í þessu þjóðfélagi. Höfundur er ridskiptafræðingur. STRUMPARNIR BJÓÐA CLEÐILEC JÓL Jólaplata með Strumpum STEINAR hafa gefið út plötuna „Strumparnir bjóða gleðileg jól“. Það er Laddi (Þórhallur Sigurðs- son), sem hefur aðstoðað við að koma röddum Strumpanna á plötu. Björgvin Halldórsson annaðist upptökustjórn hér heima og sá einnig um bakraddir í félagi við Ladda, en Gunnar Smári Helgason sá um tæknimálin. Flestum text- unum sneri Jónatan Garðarsson yfir á íslensku, nema Hátíð í bæ, sem er eftir ólaf Gauk, og Heims um ból, sem er eftir Sveinbjörn Egilsson. Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Þeir samlagsmenn, sem óska eftir aö skipta um heimilis- lækni frá og meö 1. janúar nk., skulu snúa sér til afgreiöslu samlagsins, Tryggvagötu 28, fyrir 31. desember nk. meö sjúkrasamlagsskírteini sín meöferöis og velja sér nýjan lækni. Jafnframt er bent á aö þeir sem ekki hafa skráö sig hjá heimilislækni njóta ekki fullrar greiöslu hjá SR viövíkjandi heimilislæknaþjónustu. BMX-hjálmar BMX-grímur BMX-hanskar BMX-peysur BMX-buxur BMX-jakkar BMX-húfur BMX-treflar BMX-sokkar BMX-hnéhlífar BMX-púðar BMX-merki Sendum í póstkröfu. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Kreditkortaþjónusta. BMX( I/M4RKIÐ Suðurlandsbraut 30. Sími 35320. Stýrissleðar Sendum í póstkröfu. Kreditkortaþjónusta. Verslunin| /M4R SUDÖSIANDSBRAXrr 30 StMI 35320 «.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.