Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 41 Ritstjórar Morgunblaðsins 1956: Bjarni Benediktsson, Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason og Einar Ásmundsson ýmsum áttum. Líf blaðsins lá við, heiður þess og orðstír. Allt lagt í sölurnar til að sigur fengist með karlmennsku. Slík átök þekkjum við einnig sem nú störfum við blaðið. En þau hafa komið í styttri hrinum en áður þegar stríðsaxar- menn sóttu linnulaust að borgara- legum öflum og því blaði sem var brjóst þeirra og skjöldur. Nú er leikurinn ógrárri en áður og er það vel. Samt telur Jónas Arnason okkur Morgunblaðsmenn hættu- lega, ofstækisfulla eða barnalega í nýútkominni bók. Ég er víst hættulausastur því ég er barnaleg- astur! Mér hefur alltaf líkað vel við Jónas, hann er tilfinningamað- ur eins og hann á kyn til. Yfirleitt líkar mér vel við andstæðinga Morgunblaðsins. Þeir taka mark á því. Og þeir eru hræddir við það á sömu forsendum og sovézk stjórn- völd þola þá heldur illa sem tala máli vestrænnar mannúðarstefnu. Morgunblaðið er líka orðið svo opið að það er ekki heiglum hent að finna stefnu þess nema í for- ystugreinum. Það rúmar allar skoðanir og andstæðingar þess eru orðnir fáir. Jónas Árnason og aðrir vinstrisinnaðir rithöfundar hafa mátt una vel sínum hlut í blaðinu. Þeir vita það vel. Og það er tölu- vert ástriki með okkur Jónasi þegar við hittumst eins og hann segir í fyrrnefndri viðtalsbók með nafni hans. Við erum báðir róm- antískir í aðra röndina eins og Morgunblaðið(l) Göngum upp t því sem okkur finnst skipta máli. Höfum báðir lesið Njálu og vitum að Mörður er skuggalaus. Jónas er einlægur eins og ég og hefur mikinn sjarma. Hann er líklega einnig dálítið barnalegur á stund- um, a.m.k. í augum þeirra sem telja að tilgangurinn eigi að helga meðalið í bókmenntum og listum, ekxi síður en í stjórnmálum. V Það .er erfitt hlutskipti að vera í senn skáld og stjórnmálamaður á íslandi. Erfitt að sinna listum og dægurmálum. Samt hafa slíkir menn valizt til stjórnmála og áður voru þeir einatt ritstjórar. Það er ekkert nýtt. Aðrir hafa verið miklir tilfinningamenn þótt þeir hafi ekki borið skáldlegar hugsan- ir sínar á torg út af ástríðufullri og barnslegri þörf, heldur geymt þær innra með sér. Valtýr var einn þeirra. Samt var hann mikill til- finningamaður og kom það oft fram í skrifum hans. En hann orti nafnlaust í Lesbók. Ég kynntist oft skáldinu í Sigurði Bjarnasyni þegar við töluðum saman á góðum stundum. Hann hefur verndað vel þessar innstu kenndir sínar eins og praktískum mönnum er eigin- legt.- Við Jónas Árnason höfum aftur á móti oft gengið í vatnið. Þá er að koma sér í land án þess að sökkva. Og skjálfa sér til hita. Veraldarvanir og vel sjóaðir stjórnmálamenn eru sjaldnast svo bamalegir að opinbera sig fyrir alþjóð. Hannesi Hafstein tókst að sitja á skáldiegu tauginni meðan hann var ráðherra og hafði vit á að gefa ekki út bók meðan hann var í orrahríðinni miðri. Samt var hann níddur fyrir ljóð sín af and- stæðingum. Það var Einari Bene- diktssyni mikið lán að lenda aldrei á þingi, samt hafði hann þó nokkra forystu um þjóðmál upp úr alda- mótum. Og enginn hefur skrifað ofsafengnari árásir á ljóðskáld en einn helzti stjórnmálaandstæðingur þeirra landvarnarmanna, Valtýr Guðmundsson. Þá gekk hann í vatnið. Þeir hafa margir gengið í vatnið. Samt var doktor , Valtýr prófessor. Hann sá ljóð Einars Benediktssonar í gegnum Iitað gler stjórnmálamannsins. Og það sem hann sá var ekki í fókus! Dómur doktor Valtýs um skáldskap Ein- ars Benediktssonar er sá blettur á ferli stjórnmálamannsins sem síð- ast verður afmáður. Samt var hann stórmerkur stjórnmálamað- ur hvað sem andstæðingar hans segja. Og hvað sem líður dálætinu á Hannesi Hafstein. VI Mikil ábyrgð hvílir á Morgun- blaðinu og til þess eru gerðar miklar kröfur að vonum. Það er stundum vandratað einstigið milli fumlausrar og skilgóðrar frétta- mennsku og krafna um heiðarleik og siðgæði sem á okkur dynja dag hvern. Svo að ekki sé talað um frágang og málfar(!) Blaða- mennska er hávaðasöm. Alltaf leikið á öll hljóðfæri í einu. Undan- tekning að heyra fíngerðan einleik. Blaðamennska er slítandi starf. Samt hafa blaðamenn náð sjötugs aldri(!) En þeir eru víst ekki lang- líf stétt. Þeir helga sig atburðum hvers einasta dags sem guð gefur, brenna upp í þeim eldi sem aldrei slokknar. Þórbergur hefði líklega sagt að blaðamennska væri óslökkvandi eins og þorstinn í helvíti. VII Við skulum sjá til hvort strák- amir á Þjóðviljanum hafa bol- magn og siðferðisþrek til að vera þeir sjálfir eða hvort þeir verða einungis endurómur gamals of- stækis; e.k. gamaldags drauga- fangur í nýmóðins húsakynnum. Ig hef ennþá þó nokkra von um. sinnaskipti. Árni Bergmann er tekinn að lýjast á þrætubókarlist- inni og sjálfur orðinn rithöfundur. Og strákunum er margt ósjálfrátt vel gefið en við skulum hafa fyrir- vara á því sem þeim er sjálfrátt, minnug viðbragðanna við sögum Kristmanns þegar. ég var ungur, enda ekki lítil áminning í þeim kersknisfullu orðum Guðbergs Bergssonar í samtali um daginn að Kristmann hafi verið marxlsk- asti höfundur landsins, einkum f Nátttröllið glottir! Það hefur verið mikið áfall fyrir þá félaga og gæti ég trúað því að þeir hafi legið í Nátttröllinu undanfarna daga, eða eins og viö sögðum í Reykjavíkur- bréfi 30. nóv. sl.: „Marxistar hafa áreiðanlega átt von á dauöa sinum en ekki þessu! En það eru gömul sannindi og ný, að það sem helzt hann varast vann varð þó að koma yfir hann(!) Og nú er sú stund upprunnin í herbúðum islenzkra marxista. Vonandi verður þetta til þess að þeir flykkjast nú á bóka- söfn, fá ritsöfn og aðrar skræður Kristmanns lánaðar — og hakka í sig Nátttröllið á meðan skáldið glottir yfir öxl þeirra — og gamli tíminn springur í loft upp!“ I leik- húsi fáránleikans getur allt gerzt og ég er þess fullviss að Kristmann sem var ódrepandi í trú sinni á framhaldslíf fylgist nú vandlega með þessum ósköpum og skemmtir sér konunglega. Áður töldu marx- istar hann óalandi og óferjandi. Sjálfur hafði hann ofnæmi fyrir þeim og var svo sannarlega látinn gjalda þess grimmilega. En Guð- bergur Bergsson kemur alltaf á okkur eins og persóna út úr skáld- sögu eftir Cervantes. Og nú er Vésteinn Lúðvíksson orðinn búddatrúar. Það væri ég einnig ef hinn kosturinn væri marxismi. Menn eins og Sigurður Bjarnason og aðrir sem stóðu i slagsmálum við gömlu marxistana á hörmung- arárum ungversku byltingarinnar og innrásarinnar í Tékkóslóvakíu geta nú sæmilega við unað. VIII Ég fagna því sérstaklega hvað manneskjulegir gagnrýnendur eru komnir að Dagblaðinu, Nútíman- um og Helgarpóstinum. Tel að mannúðarstefna sé í fyrirrúmi hjá þessari nýju kynslóð ungs mennt- aðs fólks. Ást á bókmenntum og listum. Pólitískur leiði sem betur fer. Það er enginn vafi á því að þjóðfélagið er betra nú en þegar við Sigurður Bjarnason vorum samritstjórar á Morgunblaðinu. Þeir Þjóðviljamenn ættu að láta Silju Aðalsteinsdóttur stjórna ferðinni eins og í Tímariti Máls og menningar, hún hefur burði til að vera húmanisti. En það var allt um það fróðlegt að sjá úttekt og áhyggjur Jónasar Árnasonar. Mér er sagt að hug- sjúkur íslendingur í Gautaborg sendi nú dreifibréf um landið þvert og endilangt til að segja fólki að ég sé Göbbels í nýju gervi. Kannski þetta klingi í eyrum þessa bæklaða vesalings þarna ytra. Loftið er radíótíft og merðirnir skuggalaus- ir. Það er mikilvægt að hafa taum- hald á tungu sinni. Það á ekki síður við um okkur Morgunblaðsmenn. Annars er maður farinn að hlaupa erinda níðhöggs fyrr en varir, nagandi Yggdrasil frá krónu að rótum. Ég er ekki að segja að við Morgunblaðsmenn séum neinn Yggdrasill, en við höfum séð níð- högg litla bregða fyrir. Þá fjöru höfum við sopið. Samt höfum við aldrei verið tiltakanlega hættuleg- ir. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af því hvað við erum meinlausir og látum pólitíska andstæðinga fara litið í taugarnar á okkur. Við erum sífelldlega að auglýsa þá enda sækja þeir mjög í blaðið. Um verk þeirra er farið mjúkum höndum ef þeir eru í list- rænu stellingunum. Tímarnir hafa breytzt og við höfum breytzt, það er rétt. Állt hefur breytzt. Jónas Árnason og félagar hans hafa breytzt, guði sé lof. Þjóðfélagið er þolanlegra en áður var þegar við þurftum að sveifla sverði sem þrjú væru á lofti í einu. Þá átti lýðræði hvarvetna u.ndir högg að sækja. Nú er hættan eitthvað fjarlægari, glæpirnir bitna á löndum eins og Afganistan sem hefur aldrei verið neinum til ama. Áður fyrr vorum við einatt með Þór í Otgörðum austur að berja á jötnum meðan úlfurinn gerði sér bæli hér heima. Þá lifðum við lífsháska. Þá þurft- um við Morgunblaðsmenn að ganga í lokuðum brynjum. Þá var Jón Kjartansson farinn austur í Vík og Valtýr tekinn að lýjast. Það var gerð liðskönnun og nýir menn kallaðir til. IX Shaw sagði þá sögu að gagn- rýnandinn Austin Harrison hafi haft áhuga á því þegar skáldið tók að efna til óvinafagnaðar í leik- húsinu að skrifa langar athuganir um leikrit hans í blað sitt Daily Mail. „Annaðhvort voru greinarn- ar ekki birtar eða skornar niður í ekki neitt. Harrison skildi þetta ekki og þegar hann spurði North- cliffe lávarð hvernig á þessu stæði svaraði lávarðurinn: „Ég er ekki að gefa út blaðið mitt til að auglýsa fjandans sósíalista.““ Sem sagt: Það er ekki sama hver leikur á píanóið hans Henriksens gamla(!). Afstaða Morgunblaðsins á ekk- ert skylt við framkomu lávarðar- ins en mér er nær að halda að hann gangi aftur í Þjóðviljanum. Þar er sjaldnast minnst á ritverk pólitískra andstæðinga, nema til að koma höggi á þá. Samt hafa ungir menn tekið við ritstjórn blaðsins. Bæði Össur Skarphéðins- son og Óskar Guðmundsson skrifa í stjórnmálagreinum sínum af meiri kurteisi um okkur svokallaða andstæðinga sína en fyrirrennárar þeirra gerðu, enda eru þeir opnari og stórum skemmtilegri en gömlu harðlínumennirnir. En samt er eins og fátt hafi breytzt í blaðinu. Þessi nýi andi á a.m.k. erfitt upp- dráttar og enn er farið í pólitískt manngreinarálit í Þjóðviljanum. Það er engu líkara en allaballarnir bergmáli lávarðinn á hverjum degi: Við erum ekki að gefa út blaðið okkar til að auglýsa fjand- ans íhaldið! Það er einkennilegt hvað einn dauður lávarður getur haft mikil áhrif á marxlska ærsla- belgi úti á íslandi. Þessi uppdrátt- arsýki var þó útbreiddari og mun alvarlegri um það leyti sem ég kom að Morgunblaðinu en nú er. Þá var kalda stríðið í algleymingi og lýs- ingar Jónasar Árnasonar á okkur Morgunblaðsmönnum nú áttu ná- kvæmlega við helztu samherja hans — og tel ég þessa fullyrðingu mína sanni nær en ummæli hans. Oft spyr ég sjálfan mig þessarar barnalegu spurningar: Hvenær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.