Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Góð bók gleður Mál og menning Sögur og ljóð Ásta Sigurðardóttir varð fræg á einni nóttu fyrir fyrstu smásögu sína, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, sem birtist í tímaritinu Líf og físt 1951. Það var í henni nýr tónn ögrandi hreinskilni sem kom á óvart í smáborgaralegri lognmollu höfuðstaðarins. Á næstu árum birtust sögur eftir Ástu í helstu tímaritum landsins og tóku margír undir með Sverri Kristjánssyni sem þótti að „nú væri risin upp meðal vor pennafærasta kona á íslandi". Árið 1961 safnaði Ásta sögunum saman og gaf þær út í bók sem bar nafn fyrstu sögunnar, en síðan þá hefur verið hljótt um skáldkonuna. Ásta hélt þó áfram að skrifa og þegar hún lést skildi hún eftir sig safn frágenginna smásagna, auk nokkurra Ijóða, sem komið var til varðveislu á Landsbókasafni. Nú koma þessar sögur í fyrsta skipti út í bók ásamt áður birtum smásögum hennar, óvægnar lýsingar á hlutskipti lítilmagna á óvenjulega auðugu máli. Einstakur bókmenntaviðburður fyrir aðdáendur Ástu Sigurðardóttur og nýja lesendur hennar. Verð: 1190.- Afmæliskveðjæ Sigurður Brynjólfs- son á Hrafnabjörgum Hvar stenzt öll prýðin eins vei á við innsta botn og fremst við sjá, hvar sé ég fleiri fjöllin blá og fegri marar voga? Svo segir í upphafi hins kunna kvæðis Steingríms Thorsteinsson- ar um Hvalfjörð. Einn af beztu og traustustu sonum Hvalfjarðar, Guðmundur Brynjólfsson, bóndi á Hrafnabjörgum, er sjötugur í dag. Alla ævi hefur hann átt heima við fjörðinn og kunnað manna bezt að meta fegurð hans og yndi, jafnt fegurð og tign fjallanna sem feg- urð fjarðarins, sem stundum er úfinn, en ávallt fagur og þar sem myndir himins og lands speglast í sléttum haffletinum á kyrrum og lognblíðum dögum, jafnvel nú á jólaföstu. í sjötíu ár hefur Guð- mundur unað ævidögum við fjörð- inn okkar fagra og kæra. Hann hefur unnað og unnið byggð sinni af trúmennsku og dyggð hins góða og trausta sonar og gegnt forystu- hlutverki í sveitinni lengur en nokkur annar. Guðmundur Brynjólfsson fædd- ist á Hrafnabjörgum hinn 18. desember árið 1915. Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson, bóndi á Hrafnabjörgum, og kona hans, Ástríður Þorláksdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt fjórum eldri bræðrum. Heimili þeirra var mikið menningarheimili, þar sem meðal annars var lögð áherzla á þjóð- rækni og trúrækni, ættfræði og bókmenntir, reglusemi og heiðar- leika. Guðmundur stundaði nám í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni og vakti þar athygli fyrir fjölhæfar gáfur, góða forystuhæfileika og ræðumennsku. Hann hóf búskap á Hrafnabjörgum árið 1940 og hefur búið þar síðan. Tveimur árum áð- ur, eða hinn 7. maí 1938, kvæntist hann Láru Arnfinnsdóttur frá Vestra-Miðfelli á Hvalfjarðar- strönd. Þannig eru þau hjónin sveitungar og hafa bæði unnið sveit sinni af góðvild og fórnfýsi, einhug og kærleika. Þau eru kunn að góðvild og rausn og eiga mynd- arlegt og fagurt heimili, þar sem við sveitungarnir og aðrir eigum ávallt traustum og góðum vinum að mæta. Börn þeirra Guðmundar og Báru |voru þrjú, einn sonur og tvær dætur. Sonurinn Arnfinnur lést af slysförum 28. janúar 1968. Hann varð foreldrum sínum og öllum mikill harmdauði, enda hinn mesti efnismaður og hvers manns hug- ljúfi. Arnfinnur lét eftir sig unn- ustu og eina dóttur. Dætur þeirra hjónanna eru: Bryndís Ásta, húsfreyja á Ytra- Hólmi, gift Jóni Ottesen, bónda þar. Þau eiga fimm börn. Yngri dóttirin er Ragnheiður, húsfreyja á Hrafnabjörgum, gift Steinari Matthíasi Sigurðssyni úr Reykja- vík, nú bónda á Hrafnabjörgum. Þau eiga þrjú börn. Guðmundur Brynjólfsson er góður og farsæll bóndi. Hann umgengst og hirðir bú sitt af nærfærni og góðvild hins glögg- skyggna og hjartahlýja manns, er ber lotningu fyrir lífinu og vill hlúa að fegurð þess og þroska. Guðmundur er framfarasinnaður og hefur beitt sér fyrir framförum á sviði ræktunar. Hann er einlæg- ur samvinnu- og félagshyggjumað- ur. Hann hefur skipað sér í flokk þeirra, sem fyrir þeim hugsjónum berjast og látið þar til sín taka. Guðmundur Brynjólfsson er mikill og fórnfús félagsmálamaður og hefur gegnt mörgum og fjöl- þættum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Munar þar mest um oddvitastörf hans og forystuhlut- verk í málefnum Hvalfjarðar- strandarhrepps. Þegar horft er yfir þann hóp manna, sem setið hafa í hreppsnefnd og gegnt hafa störfum oddvita í Hvalfjarðar- strandarhreppi frá því að tekið var að kjósa sérstakar hreppsnefndir árið 1872, þá er það ljóst, að enginn hefur gegnt þeim störfum jafn lengi sem Guðmundur Brynjólfs- son. Hann var fyrst kjörinn í hreppsnefnd vorið 1942, aðeins 26 ára að aldri, og tók við oddvita- störfum árið eftir. Hann var síðan oddviti hreppsins í 39 ár, eða til er komið út ásamt endurprentun á fyrri bindum. Áskrifendur vitji bókanna hjá okkur. Prentsmiðjan Jddi hf. Höfðabakka 7 — Sími 83366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.