Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1986 samvinnu eða í framtíðinni Aukið frelsi bankanna: Þrýstir á samruna — eftir Braga Hannesson Hér á eftir fer erindi, sem Bragi Hannesson, bankastjóri, flutti á fundi Sambands ísl. bankamanna á miðvikudag í síðustu viku. Um næstu áramót taka gildi ný lög um viðskiptabanka. Þar með eru felld í einn lagabálk sjö lög um þrjá ríkisviðskiptabanka og fjóra hlutafélagsbanka í eigu ein- staklinga og félaga. Flestir munu vera þeirrar skoðunar, að tíma- bært hafi verið að endurskoða og breyta bankalöggjöfinni, þótt skoðanir séu ef til vill skiptar um, hversu langt hafi átt að ganga. Helstu nýmæli Ég mun í stuttu máli gera grein fyrir helstu nýmælum nýju lag- anna og þeim breytingum, sem þau hafa í för með sér. 1. Horfið er frá þeirri skipan að starfsemi hvers viðskipta- banka sé að verulegu leyti bundin við tiltekna atvinnu- grein eða hagsmunasamtök eins og nú er gert, nema í lögum um Landsbankann. Þess í stað er kveðið á um það, að viðskiptabanki reki hvers kon- ar viðskiptabankastarfsemi. 2. Viðskiptabankar verða ein- ungis reknir í formi ríkisvið- skiptabanka eða hlutafélags- banka. Hingað til hafa hlutafé- lagsbankar verið stofnaðir með sérstakri löggjöf, en nú verður nægilegt að uppfylla ströng, almenn skilyrði til þess að stofna þá og starfrækja. Þannig þarf hlutafé að vera 100 milljónir króna í hlutafé- lagsbanka og hömlur á með- ferð hluta eru bannaðar. Hlut- hafar skulu eigi vera færri en 50 og enginn hluthafi má fara með meira en Vs hluta saman- lagðra atkvæða í bankanum bæði fyrir sjálfs sín hönd og annarra. 3. Gert er ráð fyrir því, að erlend- um bönkum verði veitt heimild til að setja á stofn umboðs- skrifstofu hér á landi að fengnu leyfi ráðherra. Starf- semin á þá fyrst og fremst að felast í öflun og veitingu upp- lýsinga svo og ráðgjöf við við- skiptamenn hins erlenda banka hér á landi. 4. Stofnun bankaútibúa er gefin frjáls, en frá 1964 hefur þurft leyfi ráðherra til að stofna útibú að fenginni umsögn Seðlabankans. A hinn bóginn er kveðið svo á að bókfært verð þeirra fasteigna og búnaðar, sem viðskiptabanki notar und- ir starfsemi sína megi ekki nema hærri fjárhæð en 65% af eigin fé bankans. 5. Viðskiptabankar ákveða sjálf- ir inn- og útlánsvexti og önnur þjónustugjöld. Óheimilt er samráð við aðrar innlánsstofn- anir í þessum efnum. 6. Viðskiptabankar hafa rétt til þess að versla með erlendan gjaldeyri án sérstaks leyfis Seölabankans. Engu að síður er gert ráð fyrir því, að Seðla- bankinn geti sett gjaldeyris- viðskiptum viðskiptabanka ákveðin takmörk að fengnu samþykki ráðherra. 7. Viðskiptabönkum er heimilt að kaupa hlut í almennings- hlutafélögum. Hins vegar eru þau takmörk sett, að saman- lagt bókfært virði hlutabréfa- eigna viðskiptabanka má ekki vera hærra en 15% af eigin fé bankans. 8. Gerð er krafa um að eigið fé viðskiptabanka nemi a.m.k. 5% af niðurstöðutölu efna- hagsreiknings og veittum ábyrgðum. Áður en hlutfall eigin fjár er fundið skal þó draga frá tiltekna liði efna- hagsreiknings, sem eru eigið fé, peningar í sjóði, innlán í Seðlabanka og innlán i öðrum innlánsstofnunum. 9. Stofnaður er Tryggingasjóður viðskiptabanka til að trygja full skil á innlánsfé, þegar skipta á búi viðskiptabanka. Skal stefna að því að hann nái 1% af innlánsfé bankanna. 10. Settar eru reglur um málsmeð- ferð við slit eða samruna við- skiptabanka. Hvaö hafa breytingarnar í för með sér? Það fer ekki á milli mála, að hér er um miklar breytingar að ræða frá núverandi lögum. I fyrsta lagi er dregið úr þeim mismun á starfs- aðstöðu, sem átt hefur sér stað milli ríkisbanka og einkabanka með því að setja almennar reglur og skilyrði, sem allir viðskipta- bankar verða að uppfylla til þess að mega starfa. I öðru lagi er horfið frá þeirri miðstýringu, sem verið hefur í ákvörðun um innláns- og útlánsvexti. Samráð er bannað og lagt í hendur bankaráðs að móta stefnu hvers banka í vaxtamálum. Eðlilegt er að spurt sé, hvaða breytingar verði lögunum samfara á starfi og starfsháttum viðskipta- bankanna í kjölfar laganna. Hér verður leitast við að svara því með hliðsjón af nýmælum bankalag- anna, 3em hér voru rakin áður. 1. Þótt i lögum hinna einstöku viðskiptabanka séu ákvæði, sem kveði á um að þeir skuli styðja ákveðna atvinnuvegi, hefur þeim ekki verið bannað að eiga viðskipti við aðra. Reyndin er einnig sú, að þróunin siðustu árin hefur víðast hvar verið í átt til meiri dreifingar, nema hjá þeim bönkum, sem hafa verið bundnir viðskiptum við fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú er hins vegar öðrum aðilum en viðskiptabönkum bannað að reka viðskiptabankastarfsemi. Þar með hyggst löggjafinn tryggja öryggi í rekstri við- skiptabanka og hagsmuni spari- fjáreigenda. Viðskiptabönkum er einum veitt heimild til þess að taka við innlánum og nota heitið banki í firmaheiti sinu eða til nánari skýringar á starf- semi sinni. Þetta breytir ekki því, að aðrir aðilar geta haft með höndum starfsemi, sem felur í sér ákveðna þætti við- skiptabankastarfsemi, eins og verðbréfaviðskipti og afborgun- arkaup. Verður að teljast óeðli- legt með hliðsjón af almanna- hagsmunum að ekki séu gerðar kröfur til starfsemi slíkra aðila t.d. um eiginfjárstöðu á sama hátt og banka. 2. Ákvæðið um lágmarks hlutafé og fjölda hluthafa er ekki vandamál fyrir neinn af núver- andi einkabökum, enda er veitt- ur frestur í 5 ár í lögunum til þess að fullnægja þessu ákvæði. 3. Ekki er líklegt, að erlendir bankar muni setja hér upp umboðsskrifstofur á næstunni, þannig að ákvæði um þetta efni eru því nánast stefnuyfirlýsing fremur en raunhæfir hlutir. Ef hins vegar til þess kemur væri æskilegt, að í nýju bankalögun- um væru skýrari ákvæði um þá starfsemi, t.d. að hún lyti sömu takmörkunum og innlendir bankar eru háðir. 4. Krafan um að bókfært verð fasteigna og búnaðar, sem banki notar til starfsemi sinnar megi ekki fara fram úr 65% af éigin fé bankans, er ætluð til að knýja á endurmat á stefnu viðskipta- bankanna í útibúamálum. Veittur er fimm ára aðlögunar- tími. Allir bankanna nema Lands- bankinn munu vera yfir þessu marki og munu því þurfa að auka sitt eigið fé eða selja eign- ir, en til þess er veittur aðlögun- artími eins og áður sagði. Hins vegar virðist krafan um eiginfjárstöðu hafa átt að vera nægileg til þess að halda aftur af bönkunum í fjölgun útibúa, þar sem eiginfjárstaðan rýrnar við rekstur óarðbærra útibúa. Ennfremur er vafasamt að tengja búnað þessu ákvæði, þar sem það kann að hindra sjálf- virkni og vélvæðingu, sem fyrir- sjáanleg er á næstu árum. 5. Heimildin til þess að ákveða innláns- og útlánsvexti er tví- mælalaust áhrifamesta nýmæli laganna og það sem kemur til með að hafa mestar breytingar í för með sér. í greinargerð með viðskiptabankalögunum er kveðið á um það, að með þessu sé verið að stuðla að sem minnstum vaxtamun milli inn- og útlána hjá viðskiptabönkun- um og þar með að sem hag- kvæmustum rekstri þeirra. Samráð viðskiptabanka við vaxtaákvarðanir eða við ákvarðanir á þjónustugjöldum er bannað. Þar sem nýtt frumvarp um Seðlabanka íslands hefur ekki birst verður ekki endanlega séð hversu langt boðað frelsi kemur til með að ná. Hitt fer ekki á milli mála, og það hafa bank- arnir þegar reynt á rúmu ári með takmörkuðu frelsi, að þeir þurfa að endurmeta starfsemi sína. Það endurmat hlýtur að felast í því að reksturinn sé gerður hagkvæmari, þannig að einstakir afgreiðslustaðir og útibú skili hagnaði í harðnandi samkeppni. Þetta mun enn- fremur hafa áhrif á það, eftir hvaða viðskiptamönnum við- skiptabanki muni sækjast. Við- skiptabanki, sem er með traust og vel rekin fyrirtæki í viðskipt- um mun vegna betur í sam- keppni en hinum sem er með veik og illa rekin fyrirtæki í viðskiptum. Síðast en ekki síst mun áðurnefnt frelsi vafalaust knýja viðskiptabanka til þess í framtíðinni að huga að sam- vinnu eða samruna. 6. Um heimild til verslunar með erlendan gjaldeyri þarf ekki að fjölyrða, þar sem segja má að með leyfi Seðlabankans sé það frelsi þegar fengið. 7. Ákvæðið um heimild til hluta- bréfakaupa eyðir ósamræmi og óvissu, sem verið hefur milli bankanna. I fyrsta lagi er veitt heimild til þess áð eiga hlut í félögum með takmarkaðri ábyrgð, sem reka viðskipta- bankastarfsemi eða starfsemi í eðlilegum tengslum við hana. Bragi Hannesson „Þetta breytir ekki því, að aðrir aðilar geta haft með höndum starf- semi, sem felur í sér ákveðna þætti viðskipta- bankastarfsemi, eins og verðbréfaviðskipti og afborgunarkaup. Verður að teljast óeðlilegt með hliðsjón af almanna- hagsmunum að ekki séu gerðar kröfur til starf- semi slíkra aðila t.d. um eiginfjárstöðu á sama hátt og banka.“ Hámark er sett fyrir eign í sér- stöku félagi (20% af eigin fé bankans) og heildareign (60% af eigin fé). Nú eiga viðskipta- bankarnir aðild að Visa Island og Kreditkortum sf., Reikni- stofu bankanna og Landsbank- inn Útflutningslánasjóði. Vegna áðurnefndra lagaákvæða þarf að breyta félagsformi þess- arafyrirtækja. Þá er viðskiptabönkunum heimilað innan þröngra marka (2% af eigin fé bankans í ein- stöku fyrirtæki og samtals 15% af eigin fé) að leggja fram hlut- afé í almenningshlutafélög (hluthafar 200 eða fleiri). Ekki verður séð að heimild þessi komi til með að hafa mikla raunhæfa þýðingu á næstunni. 8. Krafan um eigið fé viðskipta- banka er ein af megingreinum nýju laganna, sem löngu var orðið tímabært að setja. Þetta ákvæði mun í senn auka öryggi innistæðueigenda og stuðla að bættum rekstri í bankakerfinu. Hins vegar hefði verið æskilegt að auka enn á öryggi innistæðu- eigenda með ákvæðum um há- markslán til einstakra við- skiptamanna umfram tiltekið hlutfall af eigin fé banka eða sem hlutfall af heildarútlánum hans. 9. Eitt af ákvæðum nýju laganna, sem miðar að því að jafna starfsskilyrði viðskiptaban- kanna og auka öryggi eigenda innlánsfjár er ákvæðið um stofnun sérstaks tryggingar- sjóðs viðskiptabanka. Skulu bankar greiða til hans 0,15% af heildarinnlánum árlega, þar til heildareign hans verður 1% af heildarinnlánum viðskipta- bankanna. Bankaeftirlitið hefur hér ennfremur þýðingarmiklu hlutverki að gegna, sem mun verða skilgreint í nýju lögunum um Seðlabankann. Eigi að síður liggur ljóst fyrir að munur er á ríkisbönkum og einkabönkum hér eftir sem hingað til, þar sem ríkið ber ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisviðskiptabanka. Mismunun rekstrar- forma Um aðrar breytingar, sem nýju lögin hafa í för með sér, er ekki þörf að fjalla sérstaklega um. Hitt skal áréttað, að ennþá er munur á starfsskilyrðum ríkisviðskipta- banka og hlutafélagsbanka. Verð- ur nú getið þeirra helstu. 1. Allt frá árinu 1967 hafa gilt hér á landi sérstök fyrirmæli frá fjármálaráðuneytinu til allra aðila ríkiskerfisins, þar sem þeim er bannað að eiga viðskipti við aðra en ríkisbanka. Sé það vilji löggjafans að bönkunum sé ekki mismunað, hefðu þurft að vera ákvæði í bankalögunum, sem koma 'veg fyrir slík fyrir- mæli. 2. Bankar í hlutafélagsformi kappkosti eðli málsins sam- kvæmt að greiða hluthöfum sinum arð. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir að rikisbankarnir geti haldið sama eiginfjárhlutfalli og ríkisbankarnir, þurfa þeir að hagnast þeim mun meira. Þann- ig valda ákvæði þessi mismunun milli banka. 3. Full ábyrgð ríkissjóðs á skuld- bindingum ríkisviðskiptabank- anna er mikil mismunun á að- stöðu ríkisbanka og einkabanka. Það hlýtur að vera álitamál, hvort svo fortakslaus ákvæði séu æskileg fyrir ríkið og við- komandi banka. 4. Loks má benda á að aðild ríkis- viðskiptabankanna að lang- lánanefnd og samstarfsnefnd um gjaldeyrismál, þar sem einkabankar eiga ekki fulltrúa er umtalsverður aðstöðumunur. LokaorÖ Ástæða er til að fagna því, að nú skuli vera að taka gildi ný banka- löggjöf. Rétt er að leggja áherslu á það, að hún hefur mörg nýmæli að geyma, sem valda munu breyt- ingum á ýmsum þáttum í starf- semi bankanna á næstu árum. Á hitt ber ennfremur að benda, að ekki hefur verið lagt fram frum- varp að lögum um Seðlabanka íslands, þannig að upplýsingar liggja ekki fyrir um það hvernig heildarlöggjöf um bankakerfið verður. Þarna vantar m.a. upplýs- ingar um skipan bankaeftirlitsins. Ennfremur er ekki lokið reglu- gerðarsmíð um viðskiptabankana, en að því er unnið. Mikilvægt er að til þessa verks sé vandað. Þar mætti setja ákvæði um einn mikil- vægasta þátt bankastarfseminnar, útlánin, sem hefði mátt vera fyrir- ferðarmeiri í nýju lögunum. Reynslan hér og erlendis sýnir að megináhætta innistæðueigenda og eigenda banka felst í meðferð út- lána, dreifingu þeirra, lántakend- um og tryggingum. Eftirtalin at- riði eru mikilvæg í þessu sam- bandi: 1. Tryggingar og áhættulán. 2. Heildarskuldbindingar ein- stakra viðskiptamanna. 3. Afskriftir útlána og vaxtareikn- ingar vanskila. Hin nýju bankalög eru því merk- ur áfangi og fyrsta skref að víð- tækara starfi. Höfundur er cinn afbankastjórum Jónaðarbanka ísJands hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.