Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 6
r - rfffl'TíHi'-ivwníf ••u.ia.WV^t.-mja*- O MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 ÚTVARP/SJÓNVARP f Brauk og braml w Igærdagsgreininni ræddi ég nokkuð hina miklu siðferðilegu ábyrgð er fréttamenn ríkisfjöl- miðlanna axla dag hvern. Oft hef ég dáðst að því hversu yfirvegaðir fréttamenn ríkiksfjölmiðlanna eru þrátt fyrir allt, en þó getur hinum bestu mönnum vissulega orðið á í messunni. Fréttamenn eru í viss- um skilningi útverðir lýðræðisins eða í það minnsta hinnar opinskáu lýðræðislegu umræðu er treystir lýðræðið í sessi. Þeir mega ekki þegja yfir valdabrölti ofríkis- manna og helst ekki þiggja vina- hót af hendi valdsmanna eða pen- ingafursta. Náinn kunningsskapur eða vinskapur fréttamanns við valdsmann eða umsvifamann get- ur á vissan hátt lamað frétta- manninn. Tökum dæmi: Banka- stjóri býður fréttamanni í lax. Fréttamaðurinn er ákaflega veik- ur fyrir á laxveiðisviðinu og segir já. Svo fréttir fréttamaðurinn af tilviljun að fyrrgreindur laxveiðit- úr hafi verið greiddur af almann- afé. Stingur fréttamaðurinn frétt- inni undir stól og mætir næsta sumar í laxinn? Hrákasmíð Já, fréttamenn ríkisfjölmiðl- anna eru svo sannarlega ekki öf- undsverðir af hlutskipti sínu frem- ur en aðrir „frægðarmenn" vors smáa samfélags. Mikils er krafist af „frægðarmönnum" og ekki spurt um vinnuaðstæður. í mánudags- fréttum sjónvarps small á skjáinn frétt er greindi frá samanburði Verðlagsstofnunar (þeirrar miklu akademiu) á smásöluverði nokk- urra jólatrjáa. Frétt þessi var fréttamönnum sjónvarps lítt til sóma, því þar var aðeins greint frá einum útsölustað jólatrjáa, ónefndri gróðrarstöð, þar sem mælst hafði hæst verð á ákveðinni tegund af jólatré. Fréttin læddi þar með þeirri hugmynd inn hjá sjónvarpsáhorfendum að fyrr- greind gróðrarstöð væri hin mesta okurbúlla. Hefði ekki verið nær að nefna fleiri gróðarstöðvar þar sem kannað var verð á jólatrjám? Kannanir Verðlagsstofnunar hafa það markmið helst að gefa neyt- endum færi á að bera saman verð á ákveðnum vörum sem á boðstól- um eru hverju sinni en ekki að hengja einn ákveðinn kaupmann í efstu hríslu. Verðlagskannanir vekja ætíð nokkra athygli og geta haft áhrif á verslun og viðskipti. Kveðskapur Ég kann ákaflega vel við þá nýbreytni sjónvarpsins að birta jólasveinavísur eftir fréttir á skjánum en mér heyrist Árni Böðvarsson lesa vísurnar. í út- varpinu er Ijóðlistinni sinnt allvel á rás 1 en hún virðist nánast útlæg af skerminum. Hvers eiga skáldin að gjalda er áður voru heiðurs- gestir við hirð konunga? Að vísu hafa ýmsir misskildir snillingar stundað þá iðju að troða hálf- kveðnum vísum inn á borgarana þá þeir í grandaleysi setjast inn á ákveðin kaffihús, öldurhús eða labba í ríkið. Þessi átroðsla hefir máski varpað rýrð á lýrikina en ekki má gleyma því að enn eigum við skáld er eiga máski ekki síður erindi til okkar í dag en fyrrum er þjóðfélagið var kyrrara, eða þrá menn ekki kyrrðarstund í einrúmi þá þeir hafa þolað lang- varandi brauk og braml? Ólafur M. Jóhannesson Þræðir — hljómsveitin Animals ■^■H Þátturinn 1 rr ()0 Þræðir í umsjá 1 I — Andreu Jóns- dóttur hefst á rás 2 kl. 17.00 í dag og verður aðal- uppistaðan í þætti hennar breska hljómsveitin „Ani- mals“, en meðlimir hljóm- sveitarinnar hafa byrjað að leika saman á ný eftir nokkurra ára hlé. Animals kom fyrst fram á sjónarsviðið um miðjan 7. áratuginn og varð hvað þekktust fyrir lagið „House of the rising sun“. Hljómsveitin leystist upp um 1970 og fór söngvar- inn, Eric Burdon, að starfa einsamall að gerð sóló- platna. Hljómborðsleikari Animals er Alan Price, sem þekktur varð fyrir að semja tónlist í kvikmynd- ina „O lucky man“ auk þess sem hann fór með aukahlutverk í myndinni. Bassaleikari hljómsveit- arinnar, Chas Chandler, á 47 ára afmæli í dag, en eftir að meðlimir hljóm- sveitarinnar hættu sam- starfi, gerðist hann um- boðsmaður og kom hann m.a. Jimi Hendrix á fram- færi í Bretlandi. Þeir félagar í Animals hafa undanfarið gefið út nokkrar plötur auk þess sem þeir hafa haldið hljómleika víða. Andrea Jónsdóttir. Stundin okkar ■■ Stundin okkar 00 frá sl. sunnu- — degi verður endurtekin i kvöld kl. 19.00.1 þættinum fór fram spurningakeppni skóla- barna undir stjórn Helgu Thorberg. Jólaföndur var fyrir yngstu börnin. Teiknimyndasagan Móði og Matta var á dagskrá stundarinnar, Ingimar Eydal og kór Breiðagerðis- skóla flutti jólalag og 9—10 ára börn úr dans- skóla Sigurðar Hákonar- sonar sýndu samkvæmis- dansa. Umsjónarmenn eru Agnes Johansen og Jó- hanna Thorsteinson. Maður og jörð — á villigötum ■I Lokaþáttur 45 kanadíska — heimilda- myndaflokksins „Maður og jörð“ er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 20.45 og nefnist hann „Á villi- götum". Alls hafa þættir þessir verið átta talsins og hefur umsjónarmaðurinn, David Suzuki, fjallað um tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýralíf og firringu hans frá um- hverfinu á tækniöld. í þættinum í kvöld spyr Suzuki hvort maðurinn geti snúið aftur hvað varð- ar vísindi og tækni — hvort ekki sé betra fyrir manninn að lifa og sætta sig við það náttúrulega umhverfi sem honum var skapað í upphafi í stað þess að reyna að ná yfir- burðum á öllum sviðum, jafnvel náttúrunni sjálfri. UTVARP 1 MIÐVIKUDAGUR 18. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (16). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.50 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Or atvinnullfinu — Sjáv- arútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 11JO Morguntónleikar. Þjópiög frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Feögar á ferð“ eftir Heðin Brú. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason les (11). 14J0 Öperettutónlist. 15.15 Hvað finnst ykkur? Um- sjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.20 Slðdegistónleikar. Tveir þættir úr Sinfónlu nr. 6 I a-moll eftir Gustav Mahler. Fdharmonlusveit Lundúna MIÐVIKUDAGUR 18. desember 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 15. desember. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Sögutiorniö — Jólasveinarn- ir I Hamrahllð eftir Bryndlsi Vlglundsdóttur, höfundur flyfur. Myndir Nlna Dal. Sögur snáksins með fjaðra- leikur. Klaus Tennstedt stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristin Helgadóttir. 1740 Lestur úr nýjum barna- bókum. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Oagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 1940 Tilkynningar. 19.55 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 20.00 Eftir fréttir. Jón Asgeirs- son framkvæmdastjóri Rauða kross Islands flytur þáttinn. haminn, spænskur teikni- myndaflokkur, og Högni Hinriks, sögumaður Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Maðurogjörð. (Planet for the Taking). Lokaþáttur: A villigötum. Kanadlskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum um tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýrallf og 20.10 Hálftlminn. Elln Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.35 Iþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannesson. 20.50 Tónamál. Soffla Guö- mundsdóttir kynnir. (Frá Akureyri). 21.30 Bókaþing. Gunnar Stef- ánsson stjórnar þættinum. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvfk. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- ‘tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. firringu hans frá umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaður David Suzuki. Þýöandi og þulur Öskar Ingimarsson. 21.50 Dallas. Ferðin til Kúbu. Bandarlskur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.50 A döfinni — Bókaþáttur. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 23.10 Fréttir I dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 18. desember 10:00—12:00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14KXT—15:00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ölafs- son. 15:00—16:00 Núerlag Gömul og ný úrvalslðg að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16:00—17:00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandl: Leopold Sveins- son. 17:00—18:00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00._____________ 17:00—18:30 Rlkisútvarpið á Akureyri — Svæöisútvarp. 17:00—18:00 Svæðisútvarp Reykjavlkur og nágrennis (Fm 90.1MHz) SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.