Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 30

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Safn laga og reglna um umnverfisrétt Rætt við Gunnar G. Schram í tilefni útgáfu bókar hans um umhverfisrétt Á VEGUM Úlfljóts, félags laganema við Háskóla íslands, er komin út bókin Umhverfisréttur — um verndun náttúru íslands, eftir Gunnar G. Schram, prófessor og alþingismann. Höfundur fjallar um helstu þætti umhverfísréttar og getur þeirrar löggjafar, sem hann telur mestu máli skipta um náttúruvernd, varnir gegn mengun og skipulagsmá) og mann- virkjagerð. í ritinu er tekið saman heildaryfírlit um helstu lög og reglur, sem í dag eru í gildi á sviði umhverfisréttar. Að sögn höfundar er því ætlaö að veita nokkra yfirsýn á þessum vettvangi og þá jafnframt að leiða í ljós hvar nýrrar löggjafar kann að vera þörf. Bókinni er skipt í tvo hluta. f fyrri hluta fjallar höfundur almennt um markmið umhverfisréttar og þá kosti, sem löggjafinn og fram- kvæmdavaldið eiga völ á til þess að þeim markmiðum. í seinni hlutanum er fjallað um þá lög- gjöf, sem í dag er í gildi á sviði umhverfismála, fyrst og fremst um náttúruvernd og mengunar- varnir. í upphafi bókar sinnar fjallar Gunnar um hugtakið umhverfis- rétt: „Á síðari árum hefur at- hygli manna um heim allan beinst í vaxandi mæli að nauðsyn þess að vernda umhverfið fyrir röskun og spjöllum, hvort sem er af manna völdum eða af öðrum ástæðum. Orsakir þess eru af ýmsum toga spunnar. í kjölfar vaxandi iðnvæðingar um heim allan hefir fylgt aukin mengun frá iðnverum og öðrum atvinnu- tækjum. í ásókn eftir efnislegum gæðum hefur verið gengið mjög nærri ýmsum auðlindum verald- ar, svo sem skógum og gróður- lendi svo þar stendur eyðingar- hætta fyrir dyrum. Hafið hefur orðið vettvangur losunar ýmissa eiturefna og skaðlegra úrgangs- efna, sem áhrif hafa á fiskislóð- um. Ýmsar dýrategundir eru í útrýmingarhættu og hlutur hinnar villtu ósnortnu náttúru er víða um heim fyrir borð bor- inn. í þéttbýli hefur straumur fólks til borganna valdið vaxandi skipulags- og samgönguvand- ræðum, og mengun er víða orðin alvarlegt vandamál. Þessi þróun síðustu áratuga hefur gert mönnum ljósar en áður mikilvægi þeirra lífsgæða, sem felast í óspilltu umhverfi, hreinu lofti, tæru vatni og óheftri umgegni við náttúruna í hennar margbreytilegu mynd. Umhverfisréttur — ný grein við háskóla Á sviði lögfræðinnar hefur þessara nýju viðhorfa gætt á þá lund, að löggjafinn og lögfræð- ingar hafa í vaxandi mæli beint sjónum sínum að því viðfangs- efni á hvern hátt réttarreglum verði best beitt til þess að tryggja umhverfinu viðhlítandi vernd gegn skaðlegum utanaðkomandi áhrifum. Þrjá þætti hefur borið þar einna hæst. Þeir eru ráð- stafnir til þess að koma í veg fyrir vaxandi mengun, vernd náttúrunnar og auðlinda hennar og skipulag byggða, borga og mannvirkja, sem þeim tengjast. Þær réttarreglur, sem að þess- um efnum lúta og jafnframt að öðrum þáttum umhverfismála, hafa verið flokkaðar saman og mynda þær hinn nýja umhverfis- rétt, sem svo hefur verið nefndur. Er hér um sjálfstæða grein innan lögfræðinnar að ræða, sem orðin er ný kennslugrein við ýmsa há- skóla í nágrannalöndunum. Umhverfisréttur er því safn þeirra laga og annarra réttar- heimilda, sem fjalla um um- hverfið og auðlindir þess,“ skrif- ar Gunnar G. Schram. Frumvarp um skipan umhverfísmála „Kveikjan að verkinu er sú, að fyrir 10 árum var ég skipaður af þáverandi ríkisstjórn formað- ur nefndar, sem átti að vinna að gerð heildarlöggjafar um um- hverfismál," sagði Gunnar G. Schram í samtali við Morgun- blaðið. „Nefndin skilaði frum- varpi til laga um skipan um- hverfismála árið 1978, en það hefur enn ekki orðið að lögum. Frumvarpið var flutt af ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar, en náði ekki fram að ganga. Næsta ríkisstjórn vildi endurskoðun á ýmsum ákvæðum frumvarpsins og núverandi stjórn hefur málið einnig til athugunar. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur lýst því yfir, að hann muni flytja frumvarpið sem stjórnar- frumvarp. Yfirlit yfir lög um umhverfismál hefur sárlega vantað og ég er þarna að reyna Gunnar G. Schram að bæta úr brýnni þörf. Tilgangur útgáfunnar er eink- um þríþættur. í fyrsta lagi er bókin nytsamleg þeim, sem um umhverfismál fjalla, sveitar- stjórnarmönnum, áhugamönn- um um náttúruvernd og um- hverfismál og að sjálfsögðu lög- fræðingum. I öðru lagi er á ein- um stað samantekt á lögum og reglugerðum um þessi mál og auðveldar mönnum að átta sig á hvar skórinn kreppir að. í þriðja lagi er bókin fræðirit notað við kennslu í Háskóla íslands og væntanlega við aðra skóla. Innan lagadeildar HÍ hafa verið uppi bollaleggingar um kennslu í umhverfisrétti sem kjörgrein. Bókin kæmi þar í góðar þarfir, svo og er fjallað um umhverfis- rétt meðal annars í verkfræði- deild og líffræðiskor. Umhverfismál í 10 ráduneytum Heildarlöggjöf um skipan umhverfismála skortir. Þetta er ekki síst bagalegt hvað yfirstjórn þessara mála varðar. Nú er fjall- að um umhverfismál, náttúru- vernd, varnir gegn mengun og skipulagsmál í 10 ráðuneytum. Æskilegt væri að yfirstjórn þess- ara mála væri að mestu í einu ráðuneyti. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið að stofna stjórnar- deild um umhverfismál, sem gæti verið vísir að ráðuneyti. Umhverfismál eru snar þáttur í lífi okkar og þeim hefur ekki verið nægilega mikill gaumur gefinn. Löggjöf um þessi mál er gloppótt. Af einstökum málum má nefna, að löggjöf um varnir gegn mengun hafsins vantar. Mikilvægt er að þar séu í gildi skýrar reglur. Menn skulu minnast þess, að vinsælasta baðströnd Reykvíkinga um ára- tugaskeið, Nauthólsvíkin, hefur verið lokuð almenningi vegna mengunar sjávar. Þess er skemmst að minnast að fyrir um áratug var eiturefnum frá meg- inlandi Evrópu sökkt í hafið milli fslands og Noregs gegn mót- mælum okkar og Norðmanna. í kjölfarið var þessu hætt. Iðnríki Evrópu hafa kastað geislavirkum úrgangi í hafið og ef það er gert í námunda við ísland, þá stafar fiskistofnum augljós hætta af því. Stærsta umhverfismál- ið uppblástur landsins Stærsta umhverfismál líöandi stundar er þó uppblástur lands- ins, fyrst og fremst vegna of- beitar. Ofbeit sauðfjár hefur lengi verið vandamál hér á landi. í lögum hafa lengi verið ákvæði um takmörkun fjölda sauðfjár í haga, svokallaða ítölu. En menn hafa virt að vettugi ákvæði laga um ítölu, svo sem lesa hefur mátt í dagblöðum. Menn virðast enn þann dag í dag ekki skilja nauð- syn þess að beita landið rétt. Oþrjótandi verkefni bíða á kom- andi árum og brýna nauðsyn ber til að setja heildarlöggjöf um þessi mál og taka þau fastari tökum en hingað til,“ sagði Gunnar G. Schram. Þjóðtrú og þjóð- fræði eftir Jón Hnefíl Aðalsteinsson ÞJÓÐTRÚ og þjóðfræði heitir bók eftir dr. Jón Hnefíl Aðalsteinsson, sem Bókaútgáfan Iðunn gefur út. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „Þjóðtrú og þjóðfræði er náma fróðleiks um þjóðmenn- ingu okkar en einnig krydduð bráðfyndnum sögum og smellnum vísum. Þjóðsögum og sögnum er fylgt úr upprunalegu umhverfi til samfélags samtímans, hættir og siðir eru metnir og skýrðir í því umhverfi sem fóstraði þá og lausa- vísum er fylgt milli fjórðunga og hugað að höfundum. Hér segir frá manninum sem fékk gistingu með hjálp kisu og í annarri sögu segir frá konunni sem afsakaði sig í sænginni uns bónda hennar var nóg boðið og hann leitaði nýrra bragða. Þá eru raktar frásagnir um hörð kjör fólks fyrri tíðar og sagt frá viðurlögum við siðferðis- brotum. Þjóðtrúin kemur víða við í sögum bókarinnar: „Gaman er þér, strípalingur", sagði kerlingin við dauða manninn, sem hún hafði rænt tóbakinu frá. Biskup hrekur álf úr steini sínum, en reykvískur hænsnabóndi leyfir öðrum að dvelja. Dauðs manns hendur losa um harðan hnút og sjomaður glím- ir við framliðna konu í líkhúsi. Haglega gerðar stökur vildu allir kveðið hafa. Tveimur hagyrðing- Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson. um er eignuð vísan um Guðnýju og Blesa, þremur vísan um Hildi, en um vísuna, Nú er hlátur nývak- inn er togast á milli héraða og landsfjórðunga. Þetta er ómiss- andi bók öllum þeim sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik." Auglýsingastofan Octavo hann- aði kápu og Oddi hf. prentaði. Nafnið Vilmundur Gylfason vekur upp fjölmargar spurningar. Hver var hann? Hvað vildi hann? Hverju fékk hann áorkað? Hvaða mynd drógu and- stæðingar hans upp af honum? Bókin „Löglegt en siðlaust“ þarf ekki skýringa við. Hún fjallar um mann sem þjóðin þekkti og þúsundir syrgðu. Þessi bók á erindi til allra íslendinga. 400 bls. verð kr. 1625 1 - 2 - 3 - 4 - 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.