Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAPIÐ, MIÐYIKUÐAGUR18. DESEMBER1985 „Ástin...“ — Rætt við Jóhann Helgason, lagasmið og söngvara f tilefni af útkomu nýrrar hljómplötu hans. JÓHANN HELGASON, lagasmiður og söngvari, sendir frá sér nýja, stóra plötu fyrir þessi jól með frumsömdu efni. Platan ber heitið „Ast- in...“ og fjallar eins og nafnið bcndir til um þetta eilífa viðfangsefni mannlífsins, ástina. Jóhann er ekki nýgræðingur á þessu sviði, mörg bestu laga hans og ef til vill þau sem þekktust hafa orðið eru í rólegri kantinum og má þar nefna lög eins og „Ástarsorg", „Sail on“, „Mary Jane“, sem hann flutti með Magnúsi og fleiri. Morgunblaðið/Bjarni Jóhann Helgason með konu sinni Guðrúnu Einarsdóttur og börnunum Ingu Dóru og Halldóru Lillý. Á plötunni eru tíu lög, sem Hugverkaútgáfan gefur út, en það fyrirtæki var sett á stofn til að standa að útgáfu plötunnar. Lögin eru 10—15 ára gömul, samin á árunum 1970—74, utan eitt sem er frá árinu 1982. Lög og texta semur Jóhann, en undir- leik á plötunni önnuðust meðal annarra meðlimir hljómsveitar- innar Mezzoforte. Textarnir á ensku „Á plötunni eru tíu lög og textar eftir sjálfan mig utan einn, sem er eftir Bandaríkja- manninn John Lang,“ sagði Jó- hann er blaðamaður hitti hann á heimili hans í tilefni af útkomu plötunnar. „Textarnir eru á ensku og ástæðan fy'rir því er sú að ég samdi þessi lög á árunum 1970—74, þegar ég var að byrja í tónlist og þá tíðkaðist ekki annað en menn semdu texta á ensku. Ég reyndi þó að setja ís- lenska texta við þessi lög, en það gekk engan veginn upp. Þegar texti og lag koma mikið til sam- tímis, þá finnst mér það vera eyðilegging á laginu að breyta textanum. Lagið verður ekki það sama á eftir. Það er fyrst nú sem ég fæ tækifæri til þess að gefa þessi lög út. Þegar ég samdi þau hugsaði ég mér alltaf að nota strengi við útsetningu þeirra, en það er svo dýrt fyrirtæki að það varð aldrei af framkvæmdum. Nú er hins vegar talsvert síðan strengja- hljómborð komu á markaðinn. Þau eru alger bylting hvað þetta snertir og það er erfitt að trúa því hvað þau geta gert. Við feng- um til afnota meiriháttar hljóm- borð, hið eina sinnar tegundar hér á landi og það gerir mikið fyrir plötuna finnst mér,“ segir Jóhann. Eiginkonan teiknaði plötuumslagið „Platan er tekin upp hér á landi í stúdíói Stuðmanna, Grett- isgati og í Hljóðrita. Ég fékk mjög góða menn rnér til aðstoðar við upptökumar. Þar ber fyrstan að nefna Eyþór Gunnarsson í Mezzoforte. Hann á stóran þátt í plötunni, stjórnaði upptökum, spilaði á öll hljómborð nema í einu lagi og útsetti lögin með mér. Tveir aðrir meðlimir Mezzo- forte spila einnig undir á plöt- unni, þeir Gunnlaugur Briem á trommur og Friðrik Karlsson á gítar. Auk þeirra spila þeir Björn Thoroddsen á gítar og Skúli Sverrisson á bassa. Þá leikur Magnús Kjartansson á hljóm- borð í einu lagi. Ég sé um söng- inn, en ég fékk konuna mína, Guðrúnu, til að syngja bakradd- ir. Hún stóð sig svo vel þegar hún söng bakraddir í laginu „Take your tirne" að mér fannst engin spurning um að fá hana til að gera það. Hún lét ekki við það sitja, því hún hannaði umslag plötunnar lika, enda við nám í Myndlista- og handíðaskólanum. Þá má ekki gleyma því að Kjart- an Kjartansson hljóðblandaði plötuna með Eyþóri.“ Fjögur laganna gefin út áöur — Hafa einhver þessara laga verið gefin út áður? „Já, því er ekki að leyna að það er nokkra gamla kunningja að finna á plötunni, eins og til dæmis þetta, „Bluberry Bush“, sem var á Change-plötunni." Lagið hljómar úr hátölurunum, en platan hafði verið sett á fón- inn áður en viðtalið hófst. „Þarna er líka lagið „I want to be with you“, sem Engilbert Jensen hafði af að toga út úr mér. Með ís- lenska textanum hét það „Fyrir þína ást“. Þá var lagði „Do you still believe in love“ í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „í hita og þunga dagsins" og hét þar „Hiti og þungi“. Ég var aldrei ánægður með það með íslenska textanum, þó hann hafi verið góður út af fyrir sig — það vantaði ákveðna mýkt í sönginn. Síðan var nýjasta lagið, „Celia", á safnplötu sem hét Rás 4. Hin lögin sex hafa aldrei verið gefin út áður og eins og ég sagði hafði ég raðað þessum lögum á plötu strax á miðjum áttunda áratug- inum, að undanskildu laginu sem ég samdi 1982. Ég var til þess að gera nýbyrj- aður í tónlist þegar ég samdi þessi lög, til dæmis vorum við Maggi þá ekki byrjaðir að semja og spila saman. Maður var nátt- úrlega búinn að ganga i gegnum ýmis tímabil í tónlistinni, en á þessum tíma hlustaði ég mest á rólega músík. Ef ég ætti að nefna einhverjar fyrirmyndir, þá væru það einna helst Burt Bacharach og Gunnar Þórðarsson, en þá voru Hljómarnir búnir að gera vinsæl lög eins og „Er hann birt- ist“ og „Ástarsælu". Þá má einn- ig nefna Paul Williams, Carpent- ers og hljómsveitirnar Bread, Beach boys og Bítlana. Þessir tónlistarmenn eru mjög sterkir áhrifavaldar í lögum á plötunni, til dæmis í „Im sorry“, „Blue boy“ og „Don’t“.“ Hrollvekja að koma sér upp þaki yfir höfuöiö — Hvers vegna ákvaðstu að gefa út plötuna sjálfur? „Steinar hf. gáfu út síðustu plötuna mína. Þegar ég bar þessa plötu undir þá, hafði aðstaðan hjá fyrirtækinu breyst, plötusala minnkað mjög mikið og engin plön uppi um annað en að gefa út þær plötur sem stæðu örugg- lega undir kostnaði. Ég reyndi ekki að fara með plötuna til annarra útgefenda, setti dæmið niður fyrir mér og ákvað að taka áhættuna sjálfur. Ég var til þess að gera nýbúinn að kaupa íbúð og það er það mikil hrollvekja að mér hraus engan veginn hug- ur við því dæmi. Eftir að hafa þraukað við að halda íbúðinni í nokkur ár, fannst manni það alls ekki mikið að ráðast í þessa út- gáfu. íslensk lög standast samjöfnuö við erlend — Hvernig Bnnst þér íslensk tónlist í samanburði við það verið er að gera í útlöndum? „Þegar við Maggi vorum hjá Chappels-fyrirtækinu í London fór ég með spólu með lögum Gunnars Þórðarsonar til þeirra, sem mér finnst mörg hver mjög góð. Það bar ekki árangur þá, enda margir þættir sem spila inn i þetta aðrir en gæði laganna. Það er örugglega verið að gera mjög góða hluti í tónlist víða í heiminum sem aldrei ná eyrum manns vegna þess hversu banda- ríski markaðurinn er ráðandi. Það hefur líka lítið verið gert hér á landi til að koma íslenskri músík á framfæri erlendis, þar til nú nýverið. Ég er alveg sann- færður um að mörg íslensk lög standast alveg samjöfnuð við það sem gert er erlendis. Einna ánægöastur meö lögin á þessari plötu „Ég er ekki frá því að ég sé að ýmsu leyti einna ánægðastur með lögin á þessari plötu af þeim lögum sem ég hef samið til þessa. Ég hef alltaf verið hrifinn af rólegri músík, þó ég hafi ekki fyrr gefið út plötu, þar sem ein- göngu eru róleg lög. Það var sannarlega kominn tími til þess að ég gerði svona plötu. Hingað til hef ég yfirleitt látið aðra lista- menn fá þessi lög. Þeir sem hafa gaman af rólegum lögum ættu að geta haft gaman af plötunni, en með rokkarana gegnir öðru máli. En svo er að sjá hvernig þetta 10—15 ára gamla efni stenst tímans tönn, en þess er að gæta að ballöður ganga miklu síður úr sér en önnur tegund tón- listar." Lítiö samið undanfariö „Ég hef lítið samið af tónlist undanfarið. Ég á efni á tvær stór- ar plötur, þar sem eru lög við kvæði ljóðskálda, bæði við ljóð Davíðs Stefánssonar og Krist- jáns frá Djúpalæk. Ég hef reynt að koma þessu út, en útgefendur sýna þessu lítinn áhuga, þeim finnst þetta varla flokkast undir poppmúsík og þeir eru vantrúað- ir á að þessi tónlist gangi á markaðnum í dag. Ef þessi plata gengur vel, getur jafnvel verið að maður skelli sér út í að gefa þetta út sjálfur. Þess utan á ég efni á þriðju plötuna. Það eru róleg og einföld lög, sem ég myndi vilja flytja við undirleik kassagítars." Eins og þaö dragi frá sólu „Það er afskaplega mismun- andi hversu mikið ég sem og hvenær. Það virðist koma í tíma- bilum. Stundum gengur ekkert að semja, þó maður sitji við. Svo getur skipt um, eins og það dragi frá sólu, en auðvitað getur liðið langur tími áður en maður er kominn með tíu lög sem maður er ánægður með. Breyting á umhverfi getur haft mikið að segja hvað þetta snertir. Ég er hins vegar venjulega fljótur, ef sá gállinn er á mér, einkum ef ég hef texta eða ljóð til að styðjast við. Þá getur lagið orðið til á hálftíma eða klukkutíma, en í öðrum tilfellum tekur þetta lengri tíma og þarf meiri íhugun- ar við. Það er eins og opnist eitt- hvað og það hefur sýnt sig að maður er oftast ánægðastur með þau lög, sem maður er fljótur að semja og þau hafa fengið bestan hljómgrunn," sagði Jóhann að lokum. HJ Unnið af fullum krafti að undirbúningi hjá Alpan hf. Selfoflsi, 13. desember. UNNIÐ er ad því af fullum krafti hjá Alpan hf. á Eyrarbakka við að undirbúa starfsemi fyrirtækisins á staðnum. Undirbúningurinn hófst um mitt ár í fyrra með breytingum á húsum, vali á vélum og þjálfun starfs- manna. í verksmiðjunni á Eyrarbakka verða framleiddar pönnur úr áli af ýmsum gerðum. Meginhluti véla- kosts verksmiðjunnar er kominn til landsins og unnið að því að setja hann upp. Jöfnum höndum er unnið að uppsetningu loftræstikerfis og liggja stórir stokkar eftir lofti húss- ins. Uppsetning rafbúnaðar er einn- ig vel á veg kominn og hefur sér- stakur háspennustrengur verið lagður að verksmiðjunni þar sem hún er nokkuð orkufrek. Skrifstofu- og starfsmannaaðstaða er að mestu frágengin og verður hin vistlegasta. Starfsmenn Alpan hf. búa sig þessa dagana undir að prófa vélarn- ar við raunverulega framleiðslu, jafnóðum og þær eru settar niður. Það eru 15—20 manns, iðnaðar- menn og aðrir, sem vinna við undir- búninginn. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist í febrúarmánuði á næsta ári. Sig. Jóns. Morgunblaðið/ Sig. Jóns. Unnið við undirbúning hjá Alpan á Eyrarbakka. Verksmiðja Alpan hf. verður í húsum Einarshafnar, sem gerð hafa verið upp og endurnýjuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.