Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Þessir herramenn tóku hraustlega undir söng jólasveinanna í göngugötunni á sunnudaginn. MorgunblaSið/Skapti Sungið Og trallað með jólasveinunum Akureyri 16. desember. FJÖLMENNT var í göngugötunni á Akureyri um miöjan dag í gær, sunnudag, en þá komu jólasveinar í sína árlegu heimsókn á svalir vöruhúss Kaupfélagsins. Mikið var sungið og trallað — krakkarnir, sem voru í miklum meirihluta, þó pabbi og mamma fjölmenntu líka, tóku vei undir söng sveinanna og kunnu greinilega vel að meta fram- lag þeirra. Jólasveinarnir sem mættu á svalirnar um þrjúleytið sögðu farir sínar ekki sléttar — greindu meðal annars frá því að þeir hefðu orðið viðskila við Kjötkrók og báðu krakkana að hjálpa sér við að kalla á hann. Ekki stóð á viðgrögðum, „Kjöt- krókur, Kjötkrókur" ómaði um miðbæ Akureyrar og fyrr en varði birtist „Krókurinn" á efstu svölum hússins. Hann reyndist léttari á sér en menn hafa haldið síðustu árhundruðin og fór létt með að sveifla sér í kaðli niður til félaga sinna, við mikinn fögn- uð áhorfenda á jörðu niðri. Morgunblaðid/Skapti Kjötkrókur rennir sér fimlega niður af efstu svölum til félaga sinna. Demantur fyrir dömuna Háskóli íslands: Fyrirlestur á vegum félags- vísindadeildar Gull og demantar Kjartan Ásmundsson gullsmidur, Aöalstræti 7, sími 11290. DR. KAORU Yamamoto, prófessor í uppeldisfræði við Ríkisháskólann í Arizona í Bandaríkjunum, flytur fyrirlestur í boði féiagsvísindadeild- ar Háskóla íslands miðvikudaginn 18. desember kl. 17.00 í stofu 102 í Lögbergi. Efni fyrirlestrarins er: „Að vera mennskur: Hvað hefur uppeldis- fræðin um það að segja?“ (On being human: an educational chal- lenge.) Fyrirlesturinn verður flutt- uráensku. Prófessor Yamamoto hefur dvalist á íslandi í haust sem Ful- bright-kennari á vegum Háskóla fslands og Kennaraháskóla ís- lands sameiginlega og leiðbeint um grundvallarþætti í uppeldisfræði- legum rannsóknum. Fréttatilkynning. Dagatöl frá Ffladelfíu FÍLADELFÍA-Forlag hefur gefið út tvenns konar póstkorta-dagatöl fyrir árið 1986. Hverjum mánuði fylgir litmynd með áprentaðri ritningar- grein og þegar mánuðinum lýkur er hægt að nota litmyndina sem póst- kort. Annað dagatalið heitir: „Fögur fyrirheit". Það er 23x11 sm og er gert til að hanga á vegg. Myndirn- ar eru af blómum og textarnir eru uppðrvunarorð úr Heilagri ritn- ir.gu. Hitt heitir „Sælir eru ... “. Þetta dagata! er 18x15 sm og er gert til að standa á borði eða hanga á vegg. Myndirnar eru af börnum og text- arnir sóttir í Fjallræðuna. Æviminningar Einars J. Gíslasonar FÍLADELFÍA forlag hefur gefið út bókina „Einar í Betel“ eftir Einar J. Gíslason forstöðumann. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir um bókina: „Hún hefur að geyma endurminningar Einars frá bernskudögum í Vestmanna- eyjum. Harðri lífsbaráttu ís- lenskrar alþýðu á kreppuárunum, sem Einar tók þátt í allt frá ungl- ingsárum. Einar segir frá mannlífi í Eyjum, minnisverðum persónum og atvinnuháttum. Hann skrifar um sérstæðan fjárbúskap Vest- manneyinga. bátainnflutning, eig- in útgerð, störf fyrir Skipaskoðun ríkisins og Hafnarsjóð Vest- mannaeyja. Einar rekur merkilega trúar- reynslu sína og annarra, sem hann hefur fyrirhitt á lífsleiðinni. Hann greinir frá því hvernig hann varð Athugasemd frá fulltrú- * um Islands í stjórn Nor- ræna hússins í Helgarpóstinum, sem út kom 12. þ.m., er frétt varðandi Norræna húsið sem okkur, er sæti eigum í stjórn hússins af fslands hálfu, finnst nauðsynlegt að leiðrétta. í fréttinni segir, að ýmsir aðilar hafi „undirritað kærubréf til stjórnar Norræna hússins, þar sem kvartað er yfir samstarfsörðug- leikum við Ödegárd og skipulags- leysi í starfsemi hússins". Stjórn hússins hefur ekki borist neitt slíkt kærubréf. Samstarf stjórnar hússins og hins nýja forstjóra, Knuts Ödegárd, hefur verið ágætt, eins og raunar var staðfest á fundi allrar stjórnarinnar í Reykjavík 11. og 12. nóvember síðastliðinn. Þær lausafregnir um málefni Norræna hússins, sem birst hafa í NT og Helgarpóstinum, eiga eflaust rót sína að rekja til þess, að endurskoðun á starfsaðstöðu norrænu sendikennaranna í hús- inu hefur verið til athugunar að undanförnu. Norrænu sendikenn- ararnir hafa frá upphafi haft vinnuherbergi i húsinu. Ekki er ráðgert að gera breytingu á því. Á síðari árum hefur skortur Háskól- ans á kennsluhúsnæði hins vegar valdið því, að allmikil kennsla hefur farið fram í Norræna hús- inu. Starfsemi þess sjálfs hefur hins vegar jafnframt farið mjög vaxandi, sem og önnur norræn starfsemi í húsinu. Þess vegna hefur þar orðið um vaxandi þrengsli að ræða. Á fyrrnefndum fundi í stjórn hússins var því sú ákvörðun tekin, að fara þess á leit við Háskólann, að hann, við fyrstu hentugleika, útvegaði norrænu sendikennurunum kennsluaðstöðu innan vébanda Háskólans. Hefur málið þegar verið rætt við yfir- stjórn Háskólans, sem telur sjálf- sagt að stefna að þessu. Jafnframt hefur stjórn hússins gert ráðstaf- anir til þess, að gerðar verði vissar breytingar á innréttingu hússins, einkum í kjallara þess, næsta sumar, þannig að aðstaða til fund- arhalda batni og starfsfólk hússins fái rýmri og betri aðstöðu, en þrengsli á skrifstofu eru nú baga- leg. Við fulltrúar íslands í stjórn Norræna hússins hörmum, að breytingar varðandi hagnýtingu á húsnæði þess, sem stjórn hússins telur nauðsynlegar og hún ein hefur tekið ákvörðun um og ber ábyrgð á, skuli hafa orðið frétta- efni með þeim hætti sem í reynd hefur orðið. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Guðlaugur Þorvaldsson, Gylfi Þ. Gíslason, Þórir Kr. Þóróarson. EINAR í BETTRL þekktur leikmannaprédikari og gefur innsýn í erfitt hlutverk sálu- sorgarans. Einar segir frá per- sónulegri sorg og sigrum. Lífleg frásögn Einars er krydduð með skemmtilegum sögum af mönnum og broslegum atvikum." Bókin er 180 bls. auk 32 mynda- síðna. Hún var prentuð hjá Prent- stofu Guðmundar Benediktssonar og bundin hjá Arnarbergi. Guðjón Hafliðason hannaði kápu og Guð- mundur Ingólfsson tók kápumynd. BB-77-BB FASTEM3IVIAMICM.UIM SVERRIR KRISTJANSSON HUS VERSLUNARINNAR 6.HÆO LOOM HAF8TEINN BALOVIN8SON HRL~ FASTEION ER FRAMTlO Einbýlishús EINBÝLI — TVÍBÝLI — MIDBR. Sunnanvert á Seltj.nesi 2 X 120 fm einb. Á efri hæö er nú 4ra-5 herb. séríb. Á neöri ca. 70 fm 3ja herb. séríb. og 50 fm tvöf. innb. bílsk. BRÚNASTEKKUR. 160 fm á einni hæö ásamt innb. bílsk. Útsýni. Ýmiskonar eignask. HNJÚKASEL. 230 fm á tveim hæöum. Nýtt fallegt hús. Skipti á minna. Raðhus FOSSVOGUR — RAÐH. Ca. 200 fm á einni hæö með innb. bílsk. Vönduð góð eign. Ákv. aala. Sérhæðir KELDUHVAMMUR HF. Góö 140 fm neöri sórh. með nýlegum innr. Bílsk. ÖLDUSLÓÐ HF. 137 fm neöri sérh. + bílsk. Úts. Góð eign. 5 herb. VESTURBÆR. Til sölu ca. 130 fm mjög vönduö á 3. hæö meö 4 svefnherb. Stórar svalir. Góö sameign. Til greina kemur aö taka 2ja-3ja herb. ib. uppí. FURUGRUND — 3JA + EIN- STAKLINGSÍB. Til sölu góö 3ja herb. ib. á 1. hæö. Suöursv. ib. fylgir einstakl.íb. i kj. Verö 2,5-2,6 millj. __________ 4ra herb. HVASSALEITI. Ca. 110 fm fal- leg íb. á 4. hæö + bílsk. STÓRAGERDI. Ca. 105 fm á 4. hæö + bílsk. EYJABAKKI. Ca. 110 fm á 1. hæö. Sérlóö. Suöursvalir. Góö íb. Laus fljótt. ENGIHJALLI. 120 fm falleg íb. á 7. hæö. Parket. Ákv. sala. 3ja herb. RAUÐARÁRSTÍGUR. 3ja herb. á 2. hæö. Mikiö nýstandsett. FURUGRUND. Ca. 80 fm á 4. hæö. Ákv. sala. MIDVANGUR HF. Ca. 67 fm á 2. hæö. Laus fljótt.__ VID FOSSVOG Í ÁSGARDI. Til sölu ca. 60 fm 2ja herb. íb. á jaröh. Til afh. tilb. u. tróv. um nk. áramót. Fast verö 1550 þús. HVERFISG. Góð 2ja herb. íb. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!_ ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.