Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER 9 loftið Sigtúni 3 XjtÆ^w V> • * °Ú. 7 6°- s°^Va' ts/VaV^ w\e^ rTeNf£^?\ sö*^*' 490 íW \\cO' t v VcSf ’' yt. “* ’., i o\i?- r V-e^tAVai \töetI é&- Heitt ka££i ákönnunni Greiðslukortaþjónusta VÖRULOFTIÐ HF. Sigtúni 3 í ati og önnum þingsins Þaö hefur verið mikiö um aö vera á Alþingi síöustu vikur, eftir hægagang framan af vetri. Auk heföbundinna verkefna hefur nokkur viðamikil mál rekiö á fjörur þingsins af ólgusjó þjóölífs- ins. Þar ber hæst samskiptamál Útvegsbanka og Hafskips. Staksteinar glugga í dag í tvær þingræöur um þau mál, sem fluttar vóru í útvarpsumræðum í fyrri viku, ræöur þeirra Birgis ísleifs Gunnarssonar (S-Rvk) og Halldórs Blöndal (S-Ne). Viðvarandi þungaskattur Alþýðubanda- lags Birgir Lsleifur Gunnars- son, þingmaöur Sjálfstæð- isflokks fyrir Reykjavíkur- kjördæmi, sagði mjög mik- ilvagt, að fram færí skjót- virk og marktæk rannsókn á Hafskipsmálum. Þess- vegna hafi ríkisstjómin beitt sér fyrir margvísleg- um aðgerðum í því skyni að uppKsa málið. Reynslan hafi hinsvegar sýnt að sér- stakar rannsóknarnefndir þingmanna hafi ekki gefið góða raun. „í tfmans rás“, sagði Birgir ísleifur, „hafa allir stjórnmálaflokkar komizt að þeirrí niðurstöðu að þetta sé hvorki örugg né virk rannsóknarað- ferð.“ Birgir vék sérstaklega að tillögu Alþýðubanda- lagsins um kjör fjórtán þingmanna nefndar, sem haldi fundi í heyranda hljóði, væntanlega í Há- skólabíói eða Þjóðleikhúsi, og skila eigi mánaðarleg- um skýrslum til Alþingis, til þess að hægt sé að tryggja pólitíska umræðu þar jafn ofL Þetta erfiða og viðkvæma mál þarfnast ekki rannsóknar af slíku tagi. Alþýðubandalaginu er tfðrætt um sérstakan Haf- skipsskatt og hér skal ekki lítið gert úr vanda þessa máls alls. Birgir ísíeifur Gunnarsson vakti hinsveg- ar réttilega athygli á því að Alþýðubandalagið hafi skilið eftir sig erlendar skuldir sem svarí til 28 milljarða króna á gengi dagsins í dag. „Þeir skildu eftir sig erlenda skulda- bagga upp á meira en 100 þúsund krónur fyrir hvert mannsbarn í landinu, eða 400 þúsund krónur fyrir hverja fjögurra manna fjöL skyldu. Þetta er þunga- skatturinn sem veldur er- fiðleikum í íslenzku þjóð- félagi í dag.“ Ahættusamur atvinnurekstur „Aðdragandi þessa gjaldþrots og gjaldþrotið sjálft eru eingöngu við- skiptalegs eðlis," sagði Halldór Blöndal. „Sigling- ar á alheimsmarkaði eru áhættusamur atvinnurekst- ur, meira að segja mjög áhættusamur, eins og þeir vita sem til þekkja. Mörg skipafélög í Noregi og Svf- þjóð standa nú höllum fæti og sum þegar gjaldþrota. Gleggsta dæmið er máske japanska skipafélagið Sanko, eitt stærsta skipa- félag í heimi, en það lagði upp laupana fyrr á þessu ári.“ „Engin skilji orð mín svo að ég sé að bera f bætifláka fyrir gjaldþrot Hafskips," sagði Halldór. „Þvert á móti tel ég aö eitt hið allra fyrsta, sem skiptarétturinn hljóti að taka til meðferðar, sé ein- mitt þetta atriði, hvers vegna stjórnendur Haf- skips gáfu ekki bú sitt upp til gjaldþrotaskipta fyrr, eða um leið og þeir sáu fram á að þeir myndu ekki að fullu geta staðið í skil- um við lánardrottna sína. En sú skylda er ótvíræð samkvæmt gjaldþrotalög- um.“ „Kjarni málsins er aö skaðinn er orðinn og aðal- atriðið aö kanna til hlítar hvernig á honum stendur og hvort hér sé um víð- tækarí meinsemd í fjár- málalífi okkar að ræða en við höfum áöur gert okkur grein fyrir. Og leiðir maður þá ósjálfrátt hugann að okurmálinu svonefnda og þeirri fjármálaspillingu sem því er tengt" Halldór vék einnig aö öðrum málum, vegna ummæla Páls Péturssonar: „Hvar er gjaldþrotamál endurtryggingarfélags Samvinnutrygginga á vegi statt? Um hversu háar fjár- hæðir er þar að tefla? Og hvaða tengsl eru á milli Samvinnuhreyfingarínnar og Framsóknarfiokksins?" „Eins og meðferð Matt- híasar Bjarnasonar á Haf- skipsmálinu ber með sér sættir Sjálfstæðisfiokkur- inn sig ekki við annað en að öll viðskipti Útvegs- bankans við Hafskip verði könnuð ofan í kjölinn. Líka það hvort bankinn hafi vísvitandi blekkt við- skiptaráðherra og þar með Alþingi, eins og Guðmund- ur Einarsson ýjaði að hér áðan. Ég er sammála stjórnarandstöðunni um að til þess að eyða tortryggni og kveða niður sögusagnir og rógburð sé nauðsynlegt að þessi rannsókn sé í höndum hlutlauss og óvil- halls aðila, sem er óháður framkvæmdavaldinu." Rökvillur Halldór Blöndal benti á nokkrar rökvilhir og stað- hæfingaárekstra, sem hann taldi í málflutningi þingmanna Alþýðubanda- lags: • Þeir gagntýndu Sjálf- stæðisflokkinn annarsveg- ar fyrir það að vera sér- staka brjóstvörn Eimskipa- félagsins og vilja efia það til að knésetja Hafskip. Hinsvegar telji þeir á stundum Sjálfstæðisflokk- inn og Hafskip eitt og hið sama. • Þeir gagnrýna Sjálf- stæðisflokkinn fyrir það að Albert Guðmundsson hafi um tíma setið bæöi sem formaður bankaráðs Út- vegsbankans og stjórnar- formaður Hafskips. Það var fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. Það var fyrri ríkisstjórn, og þar á meðal ráðherrar Alþýðubanda- lags, sem gengu á eftir Albert um að taka að sér formennsku í bankastjórn á meðan hann var stjóm- arformaður Hafskips. • Opinberír sjóðir hafa tapað fé, sem mælt verður í hundruðum milljóna, vegna lánafyrirgreiöslu við fyrirtæki hér á landi sem lent hafa í rekstrarörðug- leikum. „Það skyldi þó aldrei vera að einhver sem þar kemur við sögu sé í flokksfélagi, í fulltrúaráði, í kjördæmaráði eða jafnvel framboði fyrir Alþýðu- bandalag?" En þetta sérstaka mál þarf að rannsaka í botn til að leiða sannleikann í Ijós, eyða sögusögnum og hreinsa andrúmsloftiö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.