Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 69 Byggingarvísitalan hækkaði um tæp 35 % á árinu HAGSTOFAN hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í desember 1985. Revndist hún vera 249,61 stig sem hækkar í 250 stig (desem- ber 1982 = 100). Gildir þessi vísitala á tímabilinu janúar-mars 1986. Sam- svarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 3.699 stig, og gildir hún einnig á tímabilinu janúar-mars 1986, þ.e. til viðmiðunar við vísitölur á eldra grunni (október 1985 = 100), segir í frétt frá Hagstofu íslands. Frá því vísitala byggingarkostn- aðar var síðast reiknuð lögform- lega í september 1985, hefur hún hækkað úr 228,92 stigum í 249,61 stig eða um 9,04% sem jafngildir 41,4% árshækkun. Frá desember 1984 til jafnlengdar á þessu ári hefur vísitalan hins vegar hækkað um 34,7%. Meðalvísitala ársins 1985 er 318,36 stig en var á árinu 1984 165,26 stig. Vísitalan hækkaði því um 32,1% frá árinu 1984 til ársins 1985. Áætluð vísitala byggingarkostn- aðar miðað við nóvemberverðlag 1985 var 247,29 stig, og hefur hún því hækkað um 0,94% frá nóvem- ber til desember. Af þessari hækk- un stafa 0,2% af hækkun gatna- gerðargjalda, 0,2% af hækkun á verði innihurða og 0,5% hækkun á verði ýmiss byggingarefnis, bæði innlends og innflutts. Stjóru Foreldrafélags Víðistaðaskóla. Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðrún Aðalsteinsdóttir gjaldkeri, Unnur Sveinsdóttir varaformaður, Hörður Zóphaníasson skólastjóri, Oddný Ragnarsdóttir formaður, Sveinbjörg Hermannsdóttir ritari, Ragnheiður Kristjánsdóttir kennari og Steinþóra Kristjánsdóttir meðstjórnandi. Á myndina vantar Sigurð Hermundarson og Þorvald Viktorsson. Víðistaðaskóli: 500 manns tóku þátt í jólaföndri FORELDRAFÉLAG Víðistaða- skóla stóð fyrir jólaföndri nem- enda, foreldra þeirra og systkina laugardaginn 30. nóvember síðast- liðinn. Mikil þátttaka varð í jóla- föndrinu en um 500 manns tóku þátt í þvi. Jólastemmning var ríkjandi, jólalög hljómuðu frá kassettutækjum og settu sinn svip á umhverfið. Þá voru pipar- kökur og kaffi eða Svali á boð- stólum til að gleðja bragðlauk- ana og létta skapið. Enda tókst þetta allt með ágætum. í haust gerði Foreldrafélag Víðistaðaskóla breytingu á skipulagi sínu, þannig að einn fulltrúi foreldra úr hverri bekkjardeild skólans myndar fulltrúaráð félagsins, jafnframt því sem hann á að vera tengilið- ur foreldra við kennara og skól- ann. Gert er ráð fyrir að halda einn til tvo fundi á ári með fullskipuðu fulltrúaráði, en auk þess mun stjórn félagsins öðru hverju kalla saman til fundar við stjórnina hluta af fulltrúa- ráðinu, það er einn foreldrafull- trúa úr hverjum nemendaár- gangi, en hann hefur áður verið tilnefndur af fulltrúum for- eldrafélagsins í viðkomandi nemendaárgangi. Einn fulltrúaráðsfundur hef- ur verið haldinn og var hann vel sóttur og rikti mikill áhugi á fundinum. Miklar vonir eru bundnar við þetta nýja fyrirkomulag, bæði að það dreifi forystustarfi á fleiri hendur og að það geri allt starf foreldrafélagsins skilvirk- ara og markvissara, segir í frétt frá foreldrafélaginu. Það er nóg að gera og áhuginn er mikill. Hvað ætli maður sé að líta upp, þótt ein mynd sé tekin. TÓmSTUflDflHÚSID Laugavegi 164-Reykjavík-S: 21901 Hjá okkur fæst landsins mesta úrval af fjarstýrðum bílum af öllum gerð- um í öllum verðflokkum. Til dæmis Ttange Rover 4x4 og Toyota Hilux 1x4 með rafdrifnu spili. Góð aðkeyrsla — næg bilastæði. Póstsendum um land allt. fólki^Mfirðinum UÓSMYNDIR OG ÆVIÁGRIP SÉRSTÆÐ OG SÍGILD GJAFABÓK Sölustaöur: Austurgata 10, Hafnarfirdi. Opiö frá kl. 10—18, en laugardag 21. desember og mánudag 23. desember frá kl. 10—22. Alla daga til jóla má panta bækurnar í síma 50764 og fá heimsendar fyrir jól. TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON Modelsmíðl er heillandl tómstundagaman, sem stundað er af fólkl á öllum aldrl. Vönduðu plastmódelln frá REVELL fást nú í geysilegu úrvali: Flugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimför, lestir og hús í ðllum LQUCjQUCQI 151i H6l|fc|QUÍfc S:S1301 mögulegum gerðum og stæröum. ——. TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.