Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985
Mafíuforingi myrtur á götu úti í New York:
Upphafið að blóð-
ugu valdastríði?
New York, 17. desember. AP.
LÖGREGLAN í New York útilokar
ekki þann möguleika að morðið á
mafíuforingjanum Paul Castellano
eigi eftir aö hafa í för með sér víga-
ferli vegna hefndaraðgerða og
valdastríð í öflugustu glæpafjöl-
skyldu Bandaríkjanna.
Castellano og lífvörður hans,
Thomas Bilotti, voru myrtir fyrir
utan Sparks-steikarhúsið á miðri
Manhattan í gær. Aftakan átti sér
stað á háannatíma, klukkan 5:30
að staðartíma, og áttu morð-
ingjarnir, sem voru þrír, auðvelda
undankomu. Hurfu þeir á hlaupum
inn í mannfjöldann með vopn sín.
Castellano og Bilotti höfðu vart
stigið út úr Lincoln-bifreið sinni
er þrír menn undu sér að þeim,
drógu sjálfvirk skotvopn undan
klæðum og hófu skotárás. Létust
þeir samstundis enda hæfðir tug-
um skota.
Castellano var höfuð svonefndr-
ar Gambino-glæpafjölskyldu, sem
sögð er sú öflugasta og stærsta
sinnar tegundar í Bandaríkjunum.
Hún er m.a. sögð stunda bílþjófnað
í stórum stíl og hafa mörg morð á
samvizkunni. Hefur Castellano
margsinnis verið stefnt, en aðeins
einu sinni verið dæmdur fyrir glæp
og hlaut þá stuttan fangelsisdóm.
Castellano var sagður stjórna
löglegri og ólöglegri starfsemi í
New York, Pennsylvaníu, Flórída,
Atlantic-borg, New Jersey og Las
Vegas. Umsvif fjölskyldunnar eru
helzt í okurlánastarfsemi, klámi
og fjárkúgun ýmiss konar. Pening-
ar streyma einnig inn af rekstri
vöruflutningafyrirtækja, bygg-
ingafyrirtækja og fataframleiðslu.
Gambino-glæpafjölskyldan telur
milli 250 og 300 manns.
Castellano var 73 ára er hann
var myrtur. Hann var kvæntur
systur glæpaforingjans Carlo
AP/Símamynd
Paul Castellano liggjandi í blóði sínu á götu í miðborg New York. YTir
líkinu standa tveir lögreglumenn og stendur byssuskefti upp úr rassvasa
annars þeirra.
Gambino, sem fjölskyldan er
kennd við. Gambino kom til
Bandaríkjanna 1921 frá Ítalíu.
„Frysting** kjamorkuvopna:
Tillaga Mexíkó og Svíþjóðar
samþykkt á Allsherjarþinginu
TILLAGA fulltrúa Mexíkó, Svíþjóðar
og fleiri ríkja um „frystingu" kjarn-
orkuvopna var samþykkt á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna síðdegis
á mánudag með 131 atkvæði gegn
10. Fulltrúar 8 ríkja, þ.á m. íslands,
sátu hjá.
Samkvæmt upplýsingum utanríkis-
ráðuneytisins voru það fulltrúar
Bandaríkjanna, Belgíu, Bretlands,
Frakklands, ísraels, Ítalíu, Japans,
Kanada, Portúgals og Tyrklands,
sem greiddu atkvæði gegn tillög-
unni. Auk íslenska fulltrúans sátu
fulltrúar Bahama, Grenada, Hol-
lands, Kína, Lúxemborgar, Spánar
og Vestur-Þýskalands hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Fram höfðu komið á Alþingi
þrjár þingsályktunartillögur, sem
miðuðu að því að fulltrúi íslands
greiddi atkvæði með tillögunni á
allsherjarþinginu, á sama hátt og
fulltrúar hinna Norðurlandaþjóð-
anna, en utanríkisráðherra hafði
ákveðið að hann sæti hjá. Tillög-
urnar voru ekki teknar til umræðu
og afgreiðslu fyrir atkvæðagreiðsl-
una á þingi Sameinuðu þjóðanna.
Hann lézt 1976 og var Castellano
þá kosinn eftirmaður hans. Lög-
reglan telur sig hafa góðar vís-
bendingar um hverjir stóðu að
morðinu á Castellano.
Synir Castellano, Joseph og Paul
jr., stofnuðu Dial-alifuglafram-
leiðsluna árið 1970. Fyrirtækið óx
hratt og dafnaði og innan tíðar
dreifði það framleiðslu sinni í
hundruð verzlana á New York-
svæðinu. Hvorugur bræðranna
hefur verið bendlaður við glæpa-
verk en fyrirtæki þeirra er á lista
lögreglunnar yfir fyrirtæki, sem
lúta stjórn afla í undirheimum
borgarinnar.
Smásigur
Palme gegn
skattstjóra
Stokkhólmi, 17. desember. Frá Erik
Liden, frétUritara Morgunblaðsins.
OLOF Palme, forsætisrádherra, hef-
ur leitað eftir aðstoð lögfræðinga í
baráttu sinni gegn sænska ríkinu út
af skattamálum sínum. Hefur
Palme með þeirra aðstoð unnið lítils
háttar sigur.
Málið snýst um fyrirlestra
Palme við Harward-háskóla í
Bandarikjunum í fyrra. Honum
bauðst 40.000 s. kr. þóknun fyrir
fyrirlestrana, um 220 þúsund krón-
ur ísl., sem hann, að eigin sögn,
afþakkaði. í framhaldi af fyrir-
lestrunum var syni Palme boðin
ókeypis skólavist í Harward.
Skattyfirvöld köfuðu í framtal
Palme og segja að honum beri að
greiða skatt af þóknuninni. Þau
halda því fram að þóknuninni hafi
verið þreytt í námsstyrk fyrir son
Palme, og því beri að skoða hana
sem tekjur, sem forsætisráðherr-
anum beri að greiða skatta af.
Skattyfirvöld vildu einnig að
Palmes yrði refsað fyrir að telja
þóknunina ekki fram. Skyldi hann
greiða sérstakan refsiskatt ofan á
skatt af þóknuninni. Þar með hefði
hann þurft að greiða hærri upp-
hæð en það sem þóknunin nam.
Með aðstoð lögfræðinga sinna
tókst Palme hins vegar í dag að
fá skattyfirvöld til að falla frá
refsiskattinum. Palme hefur
stefnt skattyfirvöldum vegna
málsins. Hann getur þurft að
greiða allt að 30.000 króna skatt
af fyrirlestraþóknuninni.
Sovézkir samningamenn um atvik á Eystrasalti:
Máttu þakka fyrir að
vera ekki skotnir í kaf
Stokkhólmi, 17. desember. Frá Erik Liden, frétuiritara Morfpinbladsins.
„SÆNSKU sjómennirnir ættu að
vera þakklátir að við skyldum stugga
þeim á brott, því annars hefðu þeir
átt á hættu að vera skotnir f kaf,“
sögðu sovézku fuiltrúarnir í fisk-
veiðiviðræðum Svía og Sovétmanna,
sem nú standa yfír í Stokkhólmi, er
Svíar kvörtuðu undan framkomu
sovézka flotans við tvo sænska báta
í Eystrasalti á föstudag.
Svar sovézku fulltrúanna þykir í
meira lagi kaldhæðnislegt og taka
Svíar því sem þeir hafi verið slegnir
blautum hanska í andlitið. Bátarnir
voru að veiðum á alþjóðlegri sigl-
ingaleið í sovézkri efnahagslögsögu.
Voru þeir hraktir á brott með
hranalegum hætti og vakti fram-
ferði sovézka flotans mikla reiði og
gremju í Svíþjóð.
Komið hefur í ljós að Rússar
hafa margt til síns máls, því þeir
höfðu í nokkra daga sent út viðvar-
anir um að skotæfingar yrðu á
svæðinu föstudag og laugardag. Nú
spyrja menn, meira að segja utan-
ríkisráðherra á þingi, hvers vegna
sjómennirnir virtu ekki varnaðar-
orðin, en þeir biðjast undan þeirri
skyldu aö þurfa að hlusta á rúss-
neskar strandstöðvar. Þeir segjast
láta nægja að hlusta á sænskar
strandstöðvar og undrast hvers
vegna þær gátu ekki um æfingarnar
fyrst þær á annað borð heyrðu
sendingar sovézku stöðvanna.
Carl Bildt, talsmaður Miðflokks-
ins í utanríkismálum, gerði sam-
skipti Sovétríkjanna og Svíþjóðar
að umræðuefni í þinginu í gær,
mánudag, og hélt þar fram að ferðir
sovézkra kafbáta í sænskri lögsögu
hefðu aldrei verið fleiri en á þessu
ári. Hann sagði að sovézkur kaf-
bátur hefði siglt um skerjagarðinn
við Stokkhólm fyrir mánuði.
Stjórnarliðar svöruðu ræðu Bildts
með þögninni og enginn ráðherra
varð heldur fyrir svörum.
Stallone í
það heilaga
Sylvester Stallone, kvikmyndaleikarinn,
sem er mörgum íslenzkum kvikmyndahúsa-
gestinum að góðu kunnur, gekk um helgina
í það heilaga. Brúðurin er dönsk, Brigitte
Nielsen. Myndin var tekin að athöfn lokinni
í Beverly Hills í Kaliforníu. Brúðkaupið fór
fram á heimili kvikmyndaframleiðandans
Irwin Winkler. 1 fréttaskeytum er sérstak-
lega tekið fram að í hópi gesta hafi verið
frjálsíþróttamaðurinn Bruce Jenner, sem
hlaut mikla frægð með frammistöðu sinni á
ólympíuleikunum í Montreal 1976. Stallone
og Nielsen áttu bæði annað hjónaband að
baki. Þau leika saman í nýjustu Rocky-
myndinni „Rocky IV“.
AP/Símamynd
(iengi
gjaldmiðla
London, 17. desember. AP.
BANDARÍKJADOLLARI féll í Evr-
ópu í dag gagnvart öllum helstu
gjaldmiðlum, utan Kanadadollara.
1 Tókýó, þar sem verslun lýkur
þegar hún hefst í Evrópu, kostaði
dollarinn 201,72 japönsk jen
(202,40), en í Evrópu kostaði doll-
arinn 201,70jen síðdegis í dag.
í London kostaði sterlingspund-
ið 1,43785 dollara er gjaldeyris-
markaðir lokuðu í dag (1,43725).
Gengi dollarans gagnvart öðrum
helstu gjaldmiðlum heims var
þannig að dollarinn kostaði:
2,5045 vestur-þýsk mörk
(2,5275), 2,1012 svissneska franka
(2,1090), 7,6675 franska franka
(7,7275), 2,8230 hollensk gyllini
(2,8475), 1.709,75 ítalskar lírur
(1.724,75) og 1,39485 kanadíska
dollara (1,39455).
Líbanon:
KGB tók 12 gísla í hefnd-
arskyni fyrir brottnám
sovésku sendifulltrúanna
SOVESKA leyniþjónustan, KGB,
rændi tólf shiamúslímum úr hópi
strangtrúarmanna f Líbanon og
hótaði að drepa þá hvern af öðr-
um, þar til þrír sovéskir sendifull-
trúar, sem teknir höfðu verið í
gíslingu, hefðu verið látnir lausir.
Þetta er haft eftir vestrænum
leyniþjónustumönnum í franska
dagblaðinu Liberation í síðustu
viku.
Blaðið segir enn fremur, að
KGB hafi tekið einn Líbananna
af lífi, þegar ljóst varð, að mann-
ræningjarnir hefðu drepið einn
af Sovétmönnunum.
Sovéska leyniþjónustan hóf
afskipti af málinu hinn 30. sept-
ember, eftir að Sovétmönnunum
fjórum hafði verið rænt í Beirút,
höfuðborg Líbanons.
Tveimur dögum síðar, fannst
lík eins sendifulltrúanna í vest-
urhluta borgarinnar, þar sem
múslímar eru í miklum meiri-
hluta meðal íbúanna. Mann-
ræningjarnir, sem sögðust vera
úr samtökum sunnimúslíma,
Islömsku frelsishreyfingunni,
hótuðu að myrða hina þrjá, ef
bardagar í í hafnarborginni Tri-
poli í Norður-Líbanon yrðu ekki
stöðvaðir. Samtökin héldu því
fram, að Sýrlendingar, sem eru
nánir bandamenn Sovétmanna,
blésu í glóðir stríðsátakanna í
borginni.
Sovéska leyniþjónustan brást
við hart og rændi 12 strangtrúuð-
um shiamúslímum úr röðum
samtaka, sem nefnast Hezbollah.
KGB-mennirnir skutu einn
þeirra á stundinni og sendu leið-
togum shiamúslima líkið.
Franska dagblaðið segir, að
mannræningjarnir hafi tekið við
sér, þegar skilaboðin frá KGB
bárust, ekki síst vegna þess að
einn gíslanna var bróðir hátt-
setts leiðtoga í Hezbollah-
samtökunum.
Hinn 30. október - mánuði eftir
að brottnám Sovétmannanna
átti sér stað - voru sendifulltrú-
arnir þrír, sem eftir lifðu, látnir
lausir.
—aar,r