Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 20

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Sigurður Bjarnason frá Vigur — sjötugur Þó að mikið vatn hafi til sjávar runnið og kringla heimsins hafi endastungizt síöan við Sigurður Bjarnason sátum saman á skóla- bekk norður á Akureyri á árunum upp úr 1930 og gengum út þaðan með hvitan koll undir blæ himins bliðan hinn 17. júni 1936, finnst mér sem þessi hart nær hálfa öld hafi verið undurfljót að líða. Þó er ástæða til að hrökkva við i dag, já einmitt í dag, því að nú er Sigurður Bjarnason frá Vigur orðinn sjötugur. Ég segi bara eins og gamla fólkið sagði í ungdæmi mínu: Tíminn líður, trúðu mér. En það er þetta með hann Sigurð. Mér finnst eins og ég hafi haft hann fyrir augum mér, ungan, glaðan og reifan, alla okkar ævi, þó að við kæmum raunar hvor af sinu lands- horni til Akureyrar, þegar við vorum milli fermingar og tvítugs. Að loknu stúdentsprófi bjuggum við undir sama þaki á Gamla garði i fjögur ár. Þá vildi stundum hitna i kolunum f stúdentapólitikinni. Sigurður var formaður stúdenta- ráðs veturinn 1938—1939. Ég sat þá raunar einnig í þessu gagn- merka ráði, en á öndverðum meiði og i liði minnihlutans, fékk þó að vera ritari fyrir náð og miskunn og eftir hefð. Ég reyndi af fremsta mætti samkvæmt ritúalinu að vera vondur við Sigurð og liðsodda hans, en nóta bene, bara á fundum. Þess á milli fór alltaf fjarska vel á með okkur. Við sameinuðumst einnig um að halda 1. desember 1938, á 20 ára afmæli fullveldisins, sem allra hátiðlegastan. Ég man ekki betur en það tækist bærilega. En svo flókin voru ágreiningsmál okkar, að jafnvel á tölvuöld hefur heimurinn ekki fengið nokkurn botn i, hvor okkar haföi réttara fyrir sér, svo að þess var raunar engin von, að við fengjum sann- fært hvorn annan. Ég dáist alltaf að því, hvað Sigurður tók gagnrýni okkar svo- kallaðra andstæðinga hans, sann- gjarnri jafnt sem ósanngjarnri, af miklu jafnaðargeði á þessum árum. Ég hafði raunar áður áttað mig á þvi, að Sigurður var drengur góður, enda á hann til góðra að telja, þar sem er Vigurfólkið, Bjarni bóndi og hreppstjóri i Vig- ur, Sigurðsson, prests, bónda og alþingismanns sama staðar Stef- ánssonar, og kona hans Björg Björnsdóttir bónda og hreppstjóra á Veðramóti Jónssonar. Ég átti einu sinni þvi láni að fagna að koma í Vigur. Það var í ágúst og eindæma veðurblíðu. Sú stund líð- ur mér seint úr minni, þó að komið væri langt fram yfir eggtíð og Sigurður þá víðs fjarri. Erfitt er að segja, hvað eftirminnilegast er frá þeirri dagstund, er dvalizt var í eynni, en nefna má hið fagra samræmi, sem þar ríkti yfir öllu, heimilisbragnum, gestrisni hús- ráöenda, landslagi eyjarinnar, fjallasýninni, bátnum Vigur- Breið, sem verið hafði í Vigur frá því á 18. öld, kominn norðan af Hornströndum, vindmyllu frá 19. öld og æðarhreiðrum, að vísu tóm- um orðnum, í garðveggjum við hlaðvarpann. Það er því ekki nema eðlilegt, að Sigurður Bjarnason, sem alinn er upp í þessu umhverfi, sé prúðmenni, viðmótsgóður og glaðlyndur maður. Sigurður Bjarnason á sér að baki langan og annasaman starfs- dag. Lögfræðiprófi lauk hann í febrúar 1941. Hann varð alþingis- maður 26 ára að aldri í aukakosn- ingum sumarið 1941 I Norður- ísafjarðarsýsiu og var þingmaður þess kjördæmis og síðar I Vest- fjarðakjördæmi að heita má sam- fellt til 1970, er hann var kvaddur til annarra starfa. Að vísu var hann varaþingmaður Vestfjarða- kjördæmis 1959—1963, en sat þó öðru hverju á þingi öll þau ár. Á þingferli sínum átti hann þó stundum kappi að etja við fullhuga eins og Hannibal Valdimarsson. Frá 1970 hefur hann verið am- bassador íslands, fyrst I Kaup- mannahöfn og síðar í London og seinustu árin í utanríkisráðuneyt- inu með búsetu hér heima, en hefur þó oft farið sendifarir í fjar- læg lönd. Nú er hann t.d. fyrir skömmu kominn úr för til Ind- lands. Jafnframt þingmannsstörfum sínum var Sigurður Bjarnason meðritstjóri Morgunblaðsins 1947—1970 (stjórnmálaritstjóri 1947—1956), en hafði þó áður grip- ið þar í blaðamannsstörf. Einnig var hann ritstjóri Vikublaðsins Vestra á ísafirði 1942—1959 og tímaritsins Stefnis 1950—1953. Eins og kunnugt er, hafa öll þessi rit verið málgögn Sjálfstæðis- flokksins, sem Sigurður hefur allt- af fylgt að málum. Má því með sanni segja, að hann hafi dyggilega goldið flokki sínum torfalögin. Hann gat þó haft góða samvinnu við menn úr öðrum flokkum, og skildi vel nauðsyn þess. Allt frá skólaárum hefur Sigurð- ur lagt mikla rækt við íslenzkt mál, enda er hann vel orði farinn í ræðu og riti. Hefur það vitanlega komið honum vel í hverju því starfi, sem hann hefur tekizt á hendur um dagana. Sigurður hefur gegnt hinum ábyrgðarmestu störfum í augsýn alþjóðar. Hann hefur þolað það vel, að kastljósi væri beint að honum. Það næðir stundum napurt um þá, sem lengi standa i þjóð- málabaráttu, og Grímur Thomsen kvaðst hafa sloppið kalinn á hjarta úr höll Goðmundar konungs á Glæsivöllum. Ekkert væri fjær sanni en heimfæra nokkuð þvflíkt upp á Sigurð Bjarnason frá Vigur. Hann var og er gæddur bjarnyl, hjartahlýr maður oggóðviljaður. Við bekkjarsystkinin samfögn- um Sigurði Bjarnasyni og fjöl- skyldu hans í dag. Honum og konu hans, hinni kunnu listakonu ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara, og börnum þeirra hjóna, Hildi Helgu og Ólafi Páli, sendum við einlægar árnaðaróskir f tilefni dagsins. Bjarni Vilhjilmsson Sigurður Bjarnason, sendiherra, er sjötugur í dag. Ég veit, að margir verða til þess að tjá honum þakkir fyrir samstarf og samleið um lengri eða skemmri spöl, — árna þeim frú ólöfu og fjölskyldu þeirra blessunar og heilla við þessi eyktamörk. Mig langar að mega leggja hér aðeins orð i belg, en leiðir okkar Sigurðar lágu saman vestur við Djúp, — á námsárum mínum hitt- umst við stundum hér syðra og yfir minningunum öllum, sem ég á um samskipti okkar er óvenju bjart. Á æskuheimili mínu var Sigurð- ur frá Vigur ávallt aufúsugestur og ég veit, að svo var víða vestra, er hann vann að málum manna þar. Hér kom hann þá líka miklu í verk, — átti góðan hlut að víð- tækri þróun. Þegar hann hóf af- skipti af opinberum málum, var svo enn um byggðirnar í Norður- ísafjarðarsýslu, að þær voru næsta einangraðar, — ekki aðeins frá höfuðborgarsvæðinu, heldur og hver frá annarri, — jafnvel næstu nágranna og heimkynni þeirra þekktu menn oft aðeins af orð- spori. Þar sem ég var kunnugastur, voru bátarnir, sem lífsbjörgin var sótt á, almennt ekki stærri en svo, að menn drógu þá á land á sjálfum sér að lokinni sjóferð, væri veður- útlit ótryggt. tbúðarhús í nútima- stíl voru ekki mörg. Fjöldi fólks bjó þá enn í gömlum verbúðum, misjafnlega vel upp gerðum, hús- búnaður yfirleitt fábrotinn og fá- tæklegur. Þegar Sigurður lét af þing- mennsku fyrir 15 árum, var hér mikil breyting á orðin, — auðvitað var hún ekki öll honum að þakka, en hann kom hér þó margvíslega við sögu. Þetta vissu menn og mátu margir, þótt misjafnlega sé vísast munað, eins og verða vill. Fyrir Alþingiskosningarnar 1949 vann ég á kosningaskrifstofu fyrir Sigurð á ísafirði og meðal verkefna minna var að fara um Inndjúpið til þess að afla undir- skrifta stuðningsmanna hans. Mér er minnistætt, hve vel mér var tekið á bæjunum, — einnig hjá oddvita yfirkjörstjórnar, þar sem ég skilaði framboðsgögnum, en hann var mjög eindreginn and- stæðingur Sigurðar I stjórnmál- um. É g hafði það líka oft á tilfinn- ingunni, að menn fögnuðu því flestir, þegar Sigurður Bjarnason birtist í Bolungavík, — yrðu glað- ari í bragði og einhvern veginn lukkulegri með lífið. Hann er þeirrar gerðar, að þessi áhrif hefir hann á fólk. Það er víst, að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk ófá atkvæði út á Sigurð, meðan hann var virkur á vettvangi stjórnmála, og þá ekki síst meðan hann var þingmaður Norður-ísfirðinga. Það byggðist auðvitað á því, hver hann er, — góðviljaður, glað- ur og hlýr, traustur og umhyggju- samur einstaklingum, — jafn- framt þvi að vera heimsborgari, sem ugglaust hefir svo komið þjóð okkar að haldi, eftir að hann gerð- ist starfsmaður utanríkisþjón- ustunnar. Vissulega hafði hann áhuga á atkvæðum, meðan hann þurfti á þeim að halda og kunni vel til verka við öflun þeirra, en hann hefir fyrst og fremst haft áhuga á fólki. Fátt hefir honum verið ljúf- ara en mega verða mönnum að liði. Þessa nutum við Vestfirðingar vel og lengi og raunar landsmenn allir, beint og óbeint. Ég þykist líka vita, að í útlöndum, þar sem einatt fýk- ur í skjól og ýmislegt getur vafist fyrir, hafi ósjaldan greiðst úr málum, mönnum orðið bjartara fyrir augum, þegar þeir fundu Sigurð sendiherra. Norræn samvinna er ein af hugsjónum hans. Á því sviði hefir hann mikið unnið og víða komið við, sem hér verður eigi rakið. Ég minnist þess, að eitt sinn kom hann heim til mín I Bolungavik, þeirra erinda að fá mig til að standa þar fyrir deild í Norræna félaginu, sem hann hugðist stofna. Þegar við höfðum rætt málið um hríð, var á mig kallað og meðan ég sinnti því, sat sonur okkar hjóna, 5 ára sveinn, á tali við Sigurð. Þegar hann fór, sagði drengurinn: „Mikið var þetta skemmtilegur maður, ég vildi, að hann kæmi fljótt aftur, — hann talaði svo mikið við mig.“ Þannig er Sigurður Bjarnason, — hann á orð fyrir alla í ólíkustu aðstæðum. Ugglaust hefir það komið sér vel í erindrekstri hans með öðrum þjóðum og víst er að alúðin, — ylurinn I viðmóti hans hefir auðveldað honum samskiptin við ólíka einstaklinga. Sem þing- maður Norður-lsfirðinga átti hann vini og raunar örugga kjós- endur langt út fyrir eigin flokks- raðir. Kom þar margt til, en þó að sjálfsögðu mannkostir hans og hæfni fyrst og fremst. Menn dáðu líka vígfimi hans á málþingum. Hvergi naut hann sín betur, en þá er marglitar örvar drifu að honum. Þær greip hann oftast á lofti og sendi aftur til síns heima. Það voru þó oft engir aukvisar, er að honum sóttu. Mikið mannval keppti einatt um kjörfylgi Norð- ur-ísfirðinga á þeim löngu liðnu dögum, en dugði lítt að etja kappi við Sigurð. Vafalaust naut hann þess hér líka, að ljómi stóð um nafn Sigurð- ar í Vigur frá fyrri tíð. Afi hans, sem hann er heitinn eftir, hafði lengi gert garðinn frægan og for- eldrar Sigurðar, Bjarni, hrepp- stjóri í Vigur, og frú Björg héldu vel i horfi. Orð fór af heimili þeirra fyrir höfðingsskap og rausn, þann- ig að Sigurður hafði vissulega gott veganesti að heiman, — var vel úr garði gerr. í Vigur mætist gömul menning og ný, — margt hugsað og skrifað, fjölbreytileg störf unnin. Sigurður hefir alla tið átt hlut að auðugu lífi eyjafólksins. Sigur lifsins blas- ir víða við, þegar varpland er gengið um vor, þótt ýmislegt geti ábjátað. Fullur kapps, áræðis og bjart- sýni hleypti Sigurður þá líka heim- draganum og lagði á menntabraut. Á skólaárunum aflaði hann sér skotsilfurs með þvi að sækja sjó á togurum og snemma naut hann mikils trúnaðar af hendi félaga sinna í starfi og námi. Hann gegndi formennsku í stúdentaráði og að loknu lögfræðiprófi sneri hann sér alfarið að stjórnmálum. Sigurður var kosinn á þing 26 ára gamall og á Alþingi átti hann sæti næstum óslitið í tæpa þrjá áratugi, í bæjarstjórn Isafjarðar var hann lika um hríð og siðustu 15 árin hefir hann verið sendiherra með mörgum þjóðum og sinnir þeim starfa enn. Samhliða þingmennskunni var hann blaðamaður, — ritstjóri Morgunblaðsins um langt skeið og um árabil einnig Vesturlands. Með skrifum sinum hefir hann vissu- lega haft mikil áhrif, enda ritfær í besta lagi, rökfastur og fundvís á færar leiðir. Áður var að því vikið, hve kapp- ræður létu honum vel, — hann þurfti ekki að beita kafbátahern- aði. Mörgum munu líka minnis- stæð sumarkomuerindi hans, er hann flutti i útvarp. Hér naut sin vel nærfærni hans og innsæi i mannleg örlög, — söguþekking og smekkvisi á mál, alúð hans og ást á íslenskri náttúru. Það hefir verið stiklað á stóru i skrifi þessu, enda eigi ætlunin að gera úttekt á starfi Sigurðar Bjarnasonar eða rekja sögu hans. Þetta átti aðeins að vera afmælis- kveðja. Við þessi timamót er til hans hugsað með virðingu og þökk fyrir störfin öll i þágu lands og lýðs. Megi hann sæmdar njóta og gleði við sólarsýn. Þorbergur Kristjánsson Oðruvísi tilfinning að koma í Notre Dame en aðrar kirkjur — segir Ragnar Björnsson sem heldur tónleika í Notre Dame- kirkjunni í París 29. desember RAGNAR Björnsson organisti og skólastjóri Nýja tónfistarskólans heldur tónleika f Notre Dame- kirkjunni í París þann 29. desem- ber nk. Þar flytur hann fjögur verk, þar af tvö íslensk. Rætt var við Ragnar í tilefni tónleikanna og var hann fyrst spurður hvernig hugmyndin að þessum tónleikum varð til. „Kona nokkur að nafni Miriam Bat-Josep kom til mín eftir að hafa heyrt mig spila hér heima og spurði hvort ég hefði áhuga á að spila í Notre Dame- kirkjunni. Ég svaraði játandi án þess að hugsa um það,“ sagði Ragnar. „Síðan fór hún til Frakklands og hafði með sér plötu sem ég hafði spilað inn á. Svo heyrði ég ekkert meira um þetta í langan tíma eða þar til fyrir u.þ.b. mánuði. Þá fékk ég bréf þar sem mér var boðið að halda tónleika í kirkjunni þann 29. desember. Ég ákvað að taka þessu boði. Orgelið í kirkjunni er mjög frægt, gifurlega stórt hljóðfæri og mjög sérstakt. Það eru oft haldnir tónleikar í kirkjunni og ég held satt að segja að þeir sem sjá um þessi mál í þessum stóru kirkjum telji sig ekki þurfa að greiða mönnum fyrir að halda tónleika þar.“ - Hvað verðuráefnisskránni? „Þetta verða stuttir tónleikar og ég hef valið fjögur verk til flutn- ings. Fyrst ber að nefna tvö íslensk verk, Inngang úr Passacagiia eftir Pál Isólfsson og Forleikinn um sálminn sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal. Þá spila ég Fant- asía Trion Fale eftir Norðmanninn Knut Nystet og Guð á meðal vor úr Fæðingu frelsarans eftir Frakk- ann Olivier Messiaen." - Hefur þú tækifæri til að kynnast hljóðfærinu fyrir tónleik- ana? „Já, ég fæ tima til að æfa mig tvö kvöld fyrir tónleikana. Það ætti að vera nægurtími. Þetta verður eflaust skemmtilegt. Ég hef ferðast víða og haldið tón- leika, en þetta hljóðfæri er mjög Ragnar Björnsson . spennandi. Og vissulega er öðru- Dame- kirkjuna, en aðrar kirkjur," vísi tilfinning að koma inn í Notre sagði Ragnar Björnsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.