Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 4

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Alþýðubandalagsmenn deila um setu þingmanna í bankaráðum: Svavar ofurliði borinn f fram- kvæmdastjórninni Búið að klippa á 'borðann og klappað fyrir nýju brúnni. Eins og sjá má léku veðurguðirnir ekki við gesti sem viðstaddir voru vígslu brúarinnar. Morgunblaðift/Július Brúin á Bústaðavegi formlega tekin í notkun Þannig lítur hún út úr lofti nýja brúin á Bústaðavegi yfir Kringlumýrar- braut „l*AD VORU greidd atkvæði um til- lögurnar og þær voru báðar sam- þykktar með yfirgnæfandi meiri- hluta,“ sagði Olafur Ragnar Gríms- son, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuhandalagsins, um þær sam- þykktir framkvæmdastjórnarinnar á mánudag að lýsa það óeðlilegt að endurkjósa fráfarandi hankaráð Út- vegsbankans og mæla með þeirri meginreglu að þingmenn flokksins sitji ekki í bankaráðum ríkisbank- anna. Ólafur sagði, að tillagan um að allt bankaráð Útvegsbankans yrði end- urnýjað hefði verið samþykkt með 11 atkvæðum gegn 4, en fund fram- kvæmdastjórnarinnar sátu 19 manns, þ. á m. fimm þingmenn flokksins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru það þing- mennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sem voru á móti tillögunni. Ólafur Ragnar sagði, að sam- kvæmt lögum Alþýðubandalagsins væri það þingflokkurinn sem tæki endanlega ákvörðun um val manna, sem kjörnir eru í nefndir og ráð á vegum Alþingis, en líta mætti á samþykktirnar tvær sem stefnu- mörkun af hálfu framkvæmda- stjórnar. t samþykkt framkvæmdastjórn- arinnar, sem ekki var birt fyrr en í gær, segir orðrétt: „Framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins telur óeðlilegt að fráfarandi bankaráð Útvegsbankans verði endurkjörið. í ljósi atburða síðustu mánaða er eðlilegt að allt bankaráð Útvegs- bankans verði endurnýjað." Þá segir í samþykktinni, að fram- kvæmdastjórn flokksins samþykki „fyrir sitt leyti þá meginreglu að þingflokkur AB tilnefni ekki þing- menn í bankaráð ríkisbankanna. Beinir framkvæmdastjórn því til þingflokks að þessi regla verði tekin upp jafnóðum og núverandi banka- ráðsmenn flokksins úr þingmanna- hópi víkja fyrir endurnýjunarregl- unni eða að eigin ósk. Ennfremur er lýst andúð á hugmyndum um að Útvegsbankanum verði breytt í sjálfstæðan einkabanka og sú stefnumörkun Alþýðubandalagsins áréttuð, að fækka beri bönkum með sameiningu þeirra. Ragnar Arnalds, formaður þing- Ólafur Gunnarsson hjá SH: „Með ólíkindum að seðlabanka- stjóri skuli segja þetta“ „ÉG TEL þaö hreint með ólíkindum að seðlabankastjóri þessa lands, Jó- hannes Nordal, skuli segja hluti eins og þessa," sagði Ólafur Gunnarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um þau ummæli dr. Jóhannesar Nordal að hann teldi ekki þörf á gengisfellingu vegna þeirra erfið- leika sem fiskvinnslan á f. „Þetta segir seðlabankastjóri á sama tíma og fiskvinnslan er rekin með miklu tapi og hefur reyndar verið rekin með miklu tapi í mörg ár. Sömuleiðis útgerðin í landinu,** sagði Ólafur. Hann sagði að eigið fé fiskvinnslufyrirtækja væri að ganga til þurrðar. Mörg fyrirtækj- anna hefðu þegar gefist upp og önnur væru gjörsamlega á síðasta snúning. „Þegar svo er komið fyrir þeim fyrirtækjum, sem standa undir 70 til 80% útflutningstekna þjóðarinnar, þá er slíkt sambands- leysi seðlabankastjóra landsins alveg með ólíkindum," sagði ólafur. Ólafur sagðist telja að reksturinn undanfarin ár hefði valdið slíkum skaða, að það tæki 5 til 10 ár fyrir fyrirtækin að rétta úr kútnum, jafnvel þótt staðan nú yrði eitthvað löguð. flokks Alþýðubandalagsins, var spurður um það um hádegisbil í gær hvort vænta mætti samþykktar frá þingflokknum um að þingmenn flokksins sitji framvegis ekki í bankaráðum. Hann kvaðst ekki vita hvort tillaga þar að lútandi kæmi fram. „Þessi hugmynd hefur heyrst, en er umdeild," sagði hann. „Menn spyrja hvar eigi að draga mörkin. Ef ekki þingmenn, þá hverjir? Á þetta líka að gilda um menn í fram- kvæmdastjórn flokksins, miðstjórn eða ritstjóra Þjóðviljans?" Ragnar sagði, að þingflokkurinn ætlaði að taka afstöðu til þessa máls á fundi sínum í dag, miðvikudag. Þess má geta að Ragnar Arnalds sat fund framkvæmdastjórnarinnar á mánudag. „Þetta er rugl“ — segir Garðar Sigurðsson „ÞETTA er rugl. Framkvæmda- stjórnin hefur ekkert með þetta mál að gera. Þetta er mál þingflokksins," sagði Garðar Sigurðsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, þegar leitað var álits hans á þeirri samþykkt fram- kvæmdastjórnar (lokksins að óeðli- legt sé að núverandi bankaráð Út- vegsbankans verði endurkjörið. Garðar á sæti í bankaráðinu fyrir hönd Alþýðubandalagsins. Garðar Sigurðsson var spurður hvort hann gæfi kost á sér í banka- ráð Útvegsbankans. Hann kvað það ófrágengið mál hvernig þingflokk- urinn stæði að kjöri í bankaráð, en sagðist alls ekki vera á móti því að þingmenn sætu í bankaráðum. „En þingflokkurinn hefur síðasta orðið í þessu máli,“ sagði hann. „Niður- stöðu hans verður ekki hnekkt.“ DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri í Reykjavfk opnaði í gær nýju brúna á Bústaðavegi yfir Kringlumýrar- braut, formlega fyrir umferð. Borg- arstjóri fiutti við þetta tækifæri stutt ávarp, en klippti að því búnu á silkiborða í fánalitunum og lýsti brúna formlega tekna í notkun. 1 ávarpi sínu sagði borgar- stjóri meðal annars að brúin yrði mikil borgarprýði og ekki léki vafi á því að hún myndi létta ntjög og auðvelda umferð þegar fram i sækti. Því væri hins vegar ekki að neita að hún gerði þetta ekki fyrst í stað meðan_ekki væri búið að ljúka að fullu við teng- ingu og frágang gatna vestan hennar. Þá gat hann þess að ekki hefði enn verið gengið frá undir- göngum fyrir gangandi vegfar- endur, en yrði því mætt með aukinni gangbrautarvörslu. Brúin er steypt á staðnum og eftirspennt með strengjum bæði langs og þvert. Undirstöður millistöpla eru negldar niður í klöppina, sem undir er, með bergboltum. Brúin er alls 72 metrar á lengd í þremur höfum. Endahöfin eru hvort um sig 19,5 metrar og miðhafið 33 metrar. Breidd brúarinnar er 26 metr- ar. Akreinar eru 5 og samtals 17,5 metrar á breidd, en gang- stígar eru báðir megin og mið- eyja er 1,5 metrar. Framkvæmdir við brúna hóf- ust í marsmánuði sl. verktakar voru Hlaðbær hf. og trésmíða- meistararnir Sigurþór og Tómas Guðmundssynir og hafa þeir lokið verkinu hálfum mánuði á undan áætlun. Hönnuðir brúar- innar voru Verkfræðistofan Llnuhönnun hf. og arkitekt var Manfreð Vilhjálmsson. Eftirlit fyrir hönd verkkaupa annaðist Verkfræðistofan Hönnun hf. Heilarkostnaður við brúargerð verður um 46 milljónir króna. Nemendur í 8. bekk Æfingadeildar Kennaraháskólans gegn vígbúnaði: Safna undirskriftum í 128 gagnfræðaskólum ■ Ncmendur úr /Efingadeildinni með undirskriftalista fyrir framan sig. Ætla að senda undir- skriftirnar til Reag- ans og Gorbatsjevs „f TILEFNI af ári æskunnar höfum við, æska fslands, útbúið undir- skriftalista gegn vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Okkar einlæga ósk er sú að við og komandi kynslóðir fáum að lifa í heimi friðar og bróðernis. Það er hræðileg tilhugsun að öll þau kjarnorkuvopn, sem til eru, geti grandað heiminum á svipstundu. Stöðvið vígbúnaðarkapphlaupið áð- ur en það verður of seint.“ Þetta bréf hafa 8. bekkingar Æfingadeildar Kennaraháskól- ans samiö og sent öllum gagn- fræðaskólum landsins, 128 tals- ins, til undirskriftar. Undir- skriftalistarnir verða síðan sendir til leiðtoga Sovétríkjanna, Mic- hael Gorbatsjef og til forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. Þau hafa látið þýða textann bæöi yfir á ensku og rússnesku og þeir nemendur sem skrifuðu undir áskorunina, skrifuðu undir tvö plögg, eitt á rússnesku og hitt á ensku. Hugmynd þessi kom fyrst fram á bekkjarfundi 8. bekkjar fyrr í haust er einn nemandinn, Kristín Helga Þórarinsdóttir, stakk upp á slikum undirskriftalistum. A fundinum var einmitt rætt um hvað hefði áunnist með ári æsk- unnar og var niðurstaða hans að lítið hefði verið gert fyrir æskuna þó svo að skemmtanir hafi verið haldnar víða. „Skemmtanir skipta hins vegar ekki máli þegar hugsað er til lengri tima. Það er auðvitað gaman á meðan á þeim stendur, en við horfumst ennþá í augu við vágestinn, og margt annað sem betur mætti fara. Margir efast kannski um að við, nokkrir krakkar á íslandi, getum gert nokkuð til bóta, en flestir muna eflaust eftir banda- rfsku stúlkunni, sem sendi Gor- batsjef bréf fyrir nokkrum árum og bað um frið. Henni tókst að vekja athygii og við vonum svo sannarlega að við vekjum at- hygli," sögðu krakkarnir. Eftir bekkjarfundinn f haust var kosið 1 tíu manna ráð, sem fylgt hefur málum eftir og sent út listana. 31 listi hefur nú þegar skilað sér aftur með undirskrift- um og er vonast til að aðrir nemendur skili fljótlega inn list- um sínum svo hægt verði að senda MorgunblaAið/ólafur K. Magnússon leiðtogunum tveimur áskorunina sem fyrst. Nemendurnir í Æfingadeild- inni hafa staðið að gerð þessa upp á eigin spýtur, en þó með leiðsögn annars bekkjarkennarans, Páls Ólafssonar. Þau fóru t.d. í Menntamálaráðuneytið og sóttu um sérstakt leyfi til að senda bréfin í skóla landsins og fékkst jákvætt svar frá ráðuneytinu eftir vikutíma. Enskukennari 8. bekkj- ar, Jacqueline Friðriksdóttir, hjálpaði til við þýðingu á enska textanum og Lena Bergmann sem er rússnesk og búsett á íslandi þýddi textann á rússnesku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.