Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 19 „Eigi bregður mær vana sínum“ Opið svarbréf til Ólafs Ragnars Grímssonar Hæstvirti varaþingmaður! Ég þakka hið opna svarbréf þitt til mín nú um helgina og vil þakka þau drengilegu viðbrögð þín að hafa tekið orð mín gild fyrir því að hvorki Smjörlíki hf. né Sól hf. hafa nokkru sinni fengið „desem- ber eða jólauppbætur" frá Hafskip hf. Treysti ég því að þú munir í framtíðinni leitast við að sann- reyna sannleiksgildi uplýsinga þeirra, sem þú færð frá afkomend- um Gróu sálugu á Leiti, áður en þú notar þær sem stofn í ræður á Alþingi. Einu hefur þú þó ekki greint frá, nafni heimildarmanns þíns, varla nýtur hann þinghelgi? En, eigi bregður mær vana sín- um og þú heldur áfram dylgjum um afsláttinn frá Hafskip til okk- ar. Vita skaltu að afsláttar pró- sentan til okkar frá Hafskip var hin sama og öðrum viðskiptavinum af svipaðri stærð var veitt og hin sama og við fengum og fáum frá Eimskip. Svona í framhjáhlaupi vil ég upplýsa þig um það, að afsláttur- inn til okkar frá Þjóðviljanum er mun hærri í prósentum en frá Morgunblaðinu. Vona ég að þér þyki það ekki grunsamlegt og munir ekki, næst þegar þú kemst á þing, dylgja um að það sé vegna nánari tengsla minna við Þjóðvilj- ann en Morgunblaðið. Varðandi umræður á Alþingi undanfarið og þátt þinn í þeim, þykir mér leitt að jafn eðlisgreind- ur maður og þú skulir ekki gera þér grein fyrir því, að við erum ekki ein í heiminum. Umræðurnar sjálfar, dylgjurn- ar, rógurinn og níðið, svo og af- flutningur erlendra fjölmiðla um þær, hafa þegar stórskaðað við- skiptahagsmuni okkar íslendinga erlendis og til dæmis er hætt við að erlendur fjármagnskostnaður okkar muni hækka af þessum sökum í framtíðinni og var þó ekki á það bætandi. Óttast ég, að þegar upp verur Ilavíð Scheving Thorsteinsson staðið, muni kostnaður okkar vegna þess ORG-skatts nema margfalt hærri upphæð á ári hverju en ófarirnar af Hafskip, að viðbættum kostnaðinum af vond- um pólitískum lánum Fiskveiði- sjóðs. Með hæfilegri virðingu, Davíð Sch. Thorsteinsson. Spurningabók frá Vöku-Helgafelli VAKA-HELGAFELL hefur sent frá sér spurningabók, sem heitir Gettu nú og er hún sjöunda bókin í safni Tómstundabóka Vöku. Sigurður Helgason, fréttamað- ur, tók saman efnið í bókina og teikningar eru eftir Þorstein Egg- ertsson. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „I bókinni eru spurningar úr ýmsum áttum, spurningaleikir um menn og mál- efni, sögu Íslands, landið og þjóð- lífið. Þá reynir á hversu fróðir menn eru um önnur lönd, íþróttir, popp, einkennisstafi bifreiða, dýralíf og sitthvað fleira. Gettu nú, er bók, sem eigendurn- ir eiga eftir að taka fram aftur og aftur, glöggva sig á spurningum og svörum og einnig mun bókin stuðla að ótal ánægjustundum með vinum, kunningjum og ættingjum, og allir verða fróðari." Bókin er sett, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar, en bundin í Bókfelli hf. Kjólar — blússur Fjölbreytt nýtt úrval af kjólum. Verö frá kr. 700. Satín-jakkar á kr. 2.500. Úlpur loöfóöraöar meö hettu á kr. 3.000. Einnig mikiö úrval af blússum, pilsum, perlufestum í mörgum litum og margt fleira. Verslunin Dalakofinn, Linnetsstíg 1. SÍGILD HÖNNUN dS Boröstofustóll án E arma kr. 3.980 stgr. u lorðstofustóll m. örm- m kr. 4.340 stgr. Síðasta bókin ... INNFLYTJENDURNIR KR.: 800 NÆSTA KYNSLÓD KR.: 800 VALDAKLÍKAN KR.: 900 ARFURINN KR.: 1288 ... í bókaflokknum um Lavette fjölskylduna er komin út. ,,Innflytjendurnir“, ,,Næsta kynslóð“ og ,,Valdaklíkan“ hlutu allar frábærar viðtökur enda er höfundurinn, Howard Fast margfaldur metsöluhöfundur. ,,Arfurinn“ er 4. og síðasta bókin í bókaflokknum og þetta er bók sem heldur lesandanum vakandi uns birtir af degi... ff= OKHL.AOAN V L JL Stóll m. leöri eöa Stóll m. leöri kr. hrosshári kr. 9.970 10.700 stgr. stgr. Legubekkur meö svörtu leöri eöa hross- hári kr. 32.555 stgr. sem sagt .. á óumflýjanlega hagstæðu verði Armúla 8, s. 686080 - 686244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.