Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 32 r— ■ ■ .. — .... ............... ............ .....—... „ímynd hinnar frjálsu konu“ segir Régine Deforge um „Stúlkuna á bláa hjólinu“ Fyrirbærið metsölubók hefur löngum þótt forvitnilegt og þegar frönsk astar- og spennusaga með sögulegu ívafi kom út irið 1982 og rauk fljótlega upp úr öllu valdi á lista yfir söluhæstu bækur í Frakklandi þótti vert að athuga hverju þessar miklu vinsældir sættu. Fram fór markaðskönnun og að henni lokinni álitu félags- og sálfræðingar sem að henni höfðu staðið að persónu- gerð söguhetjunnar væri helzta skýringin, auk þess sem sagan væri við- burðarík og spcnnandi, gerðist á örlagatímum í sögu Evrópu, heimsstyrjöld- inni síðari, en það væri tímabil sem skáldsagnahöfundar hefðu lítt fjallað um enn sem komið væri. „Stúlkan á bláa hjólinu“ var titill sögunnar og höfundurinn Régine Deforge, sem var hér á landi fyrir helgi í tilefni útkomu bókarinnar hjá Isafold, telur þessar skýringar sennilegar. „Lea Delmas, eða stúlkan á bláa hjólinu, er að mörgu leyti mjögólík þeim prúðu og siðlátu heimasaet- um sem eru algengar sögupersónur í skemmtisögum. Lea er fögur, fjáð og gáfuð, en hún er líka hreinskilin og viljasterk og hún er ófeimin við að bera sig eftir því sem hana langar í, hvort sem um er að ræða ástir eða ævintýri. Hún vill lifa lífinu og er ekkert á því að varð- veita meydóminn þangað til draumaprinsinn birtist. Hún veit líka að hjónabandið er engin líf- trygging og þess vegna er hún ekkert áfjáð í það. Ég held að vinsældir „Stúlkunnar á bláa hjól- inu“ megi vel skýra með því að Lea er ósköp eðlileg ung stúlka sem ég hef reynt að lýsa á raunsæjan hátt. Hún höfðar til lesenda af því að þeim virðist hún trúverðug. Það er auðvelt að skilja hana, gagn- stætt því sem er um ýmsar aðrar kvenhetjur í skáldsögum. þær eru upphafnar og hvergi blett eða hrukku á þeim að sjá, — svo „dyggðugar" að það er erfitt að ímynda sér að þær séu af holdi og blóði. Lea Delmas er ekki með slík látalæti, hvorki gagnvart sjálfri sér né umhverfinu. Hún er ímynd hinnar frjálsu konu sem þorir að lifa lífinu og að því leyti held ég að hún sé fyrirmynd sem margar ungar stúlkur fá dálæti á og per- sóna sem aðrir lesendur hafa gaman af að kynnast. Bókin um stúlkuna á bláa hjólinu er þó ekki lesin af ungum stúlkum fyrst og fremst. Það hefur komið í ljós að lesendur eru á aldrinum 14-80 ára eða því sem næst. Þeir eru af báð- um kynjum og úr öllum stéttum og betri undirtektir getur rithöf- undur auðvitað ekki hugsað sér, ekki sízt þar sem komið hefur í ljós að í hópi lesendanna er fjöld- inn allur af fólki sem les ekki bækur alla jafna.“ Þetta segir Régine Deforge, en á árunum upp úr 1968 vakti hún athygli á frönskum bókmennta- heimi þegar hún varð fyrst franskra kvenna til þess að gerast bókaútgefandi. Á þeim vettvangi beitti hún sér mjög fyrir tjáning- arfrelsi, ekki sízt að því er varðaði kynlífslýsingar í skáldritum, auk þess sem hún skrifaði sjálf all- margar bækur. Það var þó ekki fyrr en „Stúlkan á bláa hjólinu“ kom út að hún sló í gegn. Síðan eru komin út tvö önnur bindi í framhaldi af því fyrsta sem nú er að koma út á íslenzku í þýðingu séra Döllu Þórðardóttur. Alls hef- ur þessi skáldskapur selzt i 5.2 milljónum eintaka til þessa, en sögurnar hafa verið þýddar og út- gefnar í Hollandi, Þýzkalandi, Bretlandi og á öllum Norðurlönd- unum, auk þess sem þær eru í þann veginn að koma út í Banda- ríkjunum. Er Régine Deforge þá ekki orðin vellauðug? „Það er auðvitað ljóst að bæk- urnar um Leu Delmas gefa mikið í aðra hönd og það er sannarlega léttir að eiga fyrir saltinu í graut- inn eftir að hafa alltaf verið staur- blönk. En fyrir mörgum árum fékk ég dóm fyrir bersöglar kynlífslýs- ingar á prenti og dómurinn hljóð- aði upp á háa fjársekt. Á þessum íslensk ævintýri TRÖLLAGIL og fleiri ævintýri heit- ir fyrsta bók Ellu Dóru Ólafsdóttur, sem Skjaldborg i Akureyri hefur gefið út. í bókinni eru fimm ævintýri; Tröllagil, Jólaengillinn, Ævintýr- ið um hugrökku Rósu, Gestir í brúðuhúsinu og Jól í brúðuhúsinu. Á bókarkápu segir m.a.: Ella Dóra segir að það sé gott að geta glaðst yfir góðri sögu og enn betra að geta glatt aðra. Hún hefur lesið sögurnar sínar fyrir börnin í næsta nágrenni við sig í Bolungarvík og þau hafa tekið sögunum mjög vel og það hefur hvatt hana til áframhaldandi skrifta." Bókin er 110 blaðsíður. Kápu- teikning og myndir eru eftir Kristin G. Jóhannsson. Fimmta bindi af hestasögum SKJALDBORG á Akureyrí hefur gefið út fimmta bindi af bókaflokkn- um „Með reistan makka“, eftir Erling Davíðsson. Þeir, sem segja sögur af hestum í þessu bindi eru: Magni Kjartans- son í Árgerði, Einar Oder Magnús- son Selfossi, Sævar Pálsson frá Syðri-Varðgjá, Sigvaldi Kristjáns- son frá Ósi, Ragna Petersen Reist- ará, Valdimar Kjartansson Hauganesi, Magnús Hákonarson Selfossi, Haraldur Skjóldal Akur- eyri, Hreinn Ólafsson í Helgadal, Birna Jóhannesdóttir Ytri-Brenni- hóli, Þórður Jónsson Mosfellssveit, Lilja Björk Reynisdóttir Brávöll- um, Gunnar Eyjólfsson Reykjavík og Bergur Erlingsson Akureyri. Bókin er 288 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Erlingur Davíðsson Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna Ella Dóra Ólafsdóttir. SKJALDBORG á Akureyri hefur gefið út fjórða bindið af ritverk- um Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum. Á kápusíðu segir m.a.: Þetta er framhald og um leið endir á Búskaparsögu Skriðu- hrepps forna. I þessu bindi er sagt frá eftirtöldum jörðum og ábúendum þeirra: Skriðu og Bein- isgerðis, Starrastöðum, Skriðu- koti og Hornhúsum, sem öll voru í Skriðulandi, en löngu komin í eyði, Dagverðartungu, Fornhaga, Brakanda, Hólkoti, Hátúni, Auð- brekku, Svíra, Þríhyrningi, Stóra-Dunhaga, Náðargerði og Dunhagakoti. Þá eru sérstakir þættir af Guðmundi Rögnvalds- syni bónda í Fornhaga og Jóni Morgunblaöið/Árni Sæberg Forseta fslands afhent samheitaorðabók STJÓRN Styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Mar- grétar Jónsdóttur gekk síðastliðinn mánudag á fund foreeta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og afhenti henni að gjöf eintak af íslenskri samheitaorðabók, sem sjóðurinn hefur gefið út. Var ritstjórí orðabókarinnar einnig viðstaddur. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á íslenzku. Á myndinni eru ásamt forseta íslands, Vig- dísi Finnbogadóttur, Jón Aðalsteinn Jónsson, Bjarni Guðnason, Sigmundur Guðbjarnason og Svavar Sig- mundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.