Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 45
Stjórnarfrumvarp: MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 45 hinna sem berja sér á brjóst og þakka guöi fyrir að vera ekki eins og aðrir menn, því að þeir séu á móti kvótanum, en þó verði þeir að vera með honum þar sem samtök útgerðarmanna mæli með honum. Mikið vald er Landssambandi ísl. útvegsmanna gefið. Sjálfsagt er að hlusta á rödd slíkra sam- taka. Útgerðarmenn eiga hér vissulega hlut að máli. En svo er einnig um fleiri. Ekki er sjó- mönnum óviðkomandi stjórn fiskveiða né samtökum sjó- manna, yfirmanna og undir- manna. Sama verður sagt um eigendur fiskvinnslufyrirtækj- anna og samtaka þeirra. Og ekki má gleyma fólkinu sem vinnur við fiskinn, verkafólkinu í fisk- iðnaðinum og hagsmunasamtök- um þess. Þegar grannt er skoðað eru það harla margir landsmenn sem eiga hlut að máli þegar mótuð er stefnan í fiskveiðunum. Ætli það varði raunar ekki allan landslýð hver stefnan er i grundvallarat- vinnuvegi þjóðarinnar. Þetta verður umfram allt að hafa í huga við mótun fiskveiðistefn- unnar. Meira að segja verður að gjalda varhug við því að láta ánetjast af sérhagsmunum, sem einstakir aðilar kunna að hafa. Hagur alþjóðar verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Og sérhagsmunir geta sagt til sín með mismunandi móti. Sér- hagsmunirnir geta jafnvel tekið á sig hinar furðulegustu myndir. Það eru t.d. sérhagsmunir þeirra félaga LÍU sem eiga skip sem ekki er haldið út til veiða en gerð eru út til sölu á veiðikvóta. En slíkir hagsmunir þurfa ekki að vera hagsmunir útgerðarinnar í heild hvað þá heldur þjóðar- hagsmunir. Sumir geta tekið sitt á þurru við skipulag kvótakerfis- ins, en það breytir engu um eðli þess og skaðsemi fyrir þjóðar- heildina. Það er hægt að venja hagsmunahópa eða jafnvel heilar stéttir með gjöf á ríkisjötuna. En það rekur að sláturtíðinni fyrr eða síðar. Þeir sem njóta öryggis ríkisafskiptanna í bili verða óþarfir til lengdar við framtíðar- skipulag rikishnappheldunnar. Þannig geta misskildir eigin- hagsmunir leitt til sjálfstor- tímingar. Svo geta krosstré brugðizt sem önnur tré, ef ekki er að gáð. Sósíalismi til frambúðar Kunnugt er dæmi úr brezkri sögu. Þegar Bretar háðu sína hetjubaráttu í heimsstyrjöldinni síðari, settu þeir upp kerfi ríkis- afskipta og ríkishafta sem stríðs- reksturinn krafði. Sérstakt ráðu- neyti hafði með þessi mál að gera. Eftir styrjöldina kom til valda sósíalistastjón í Bretlandi. Þessi stjórn taldi rétt að viðhalda í ýmsu því kerfi sem komið var upp í stríðinu, því að það væri einföld leið til að koma á skipan sósíal- isma til frambúðar. Þegar stjórn- artímabili sósíalista lauk og Ihaldsflokkurinn kom til valda á ný undir forustu Winston Churc- hill var sérstöku ráðuneyti falið að afnema kerfi ríkisafskipta og ríkishafta sem komið hafði verið upp í stríðinu. Það vildi svo til að sami maðurinn var sá ráð- herra sem hafði verið falið að byggja kerfið upp og sem fékk það hlutverk að rífa það niður. Sá merki stjórnmálamaður sem þessu tvíþætta hlutverki gegndi segir í ævisögu sinni að hlutverk sitt hafi verið vandasamt í báðum tilfellum en sínu erfiðara hafi verið að rífa kerfið niður. Þar hafði komið til að ýmsir þeirra sem kerfið varðaði mest í fram- kvæmd, iðjuhöldar og verzlunar- jöfrar, hafi viljað viðhalda kerf- inu, þegar hér var komið. Þeir hafi verið orðnir vanir ríkisaf- skiptunum, sem veitt hafi þeim visst öryggi, því að þeir hafi haft sitt á þurru og ekki þurft að sæta áhættunni sem fylgir frjálsri samkeppni. Málið var þeim mun erfiðara þar sem hér áttu í hlut máttarstólpar íhaldsflokksins, segir hinn merki stjórnmálamað- ur, sem hér kemur við sögu. En breski íhaldsflokkurinn ákvað að kerfið skyldi lagt niður hvað sem liði hagsmunum iðjuhölda og verzlunarjöfra vegna þess að þjóðarhagsmunir krefðust. Og svo var litið á að iðjuhöldar og verzlunarjöfrar gætu ekki gegnt sínu mikilvæga hlutverki í skipu- lagi sósíalisma heldur einungis við skipulag frjálsrar verzlunar. íhaldsflokkurinn var ekki hand- bendi sérhagsmuna heldur tryggði þjóðarhagsmuni. Frelsi til athafna virt Vaxtafrádráttur húsnæðislána Ólgaí Alþýðu- bandalagi Skúli Alexandersson (Abl.—VI.) lýsti því yfir í umræðu í efri deild um kvótafrumvarpið, að hann hefði sagt sig úr iðnaðarnefnd þingdeild- arinnar, hvar hann sat sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Skúli mun hafa verið að mótmæla afstöðu nokkurra þingmanna flokks síns, ekki sízt Hjörleifs Guttormssonar, sem studdu kvótann. Káti maður- inn við hlið hans er Steingrímur J. Sigfússon (Abl.—Ne.). * afnumiÖ“ Hér fer á eftir kafli úr þingræðu Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S—Vf.) um kvótamálið. Fyrirsagnir eru blaðsins. Sérhagsmunir — Þjóðarhagur Þegar allt um þrýtur benda formælendur kvótakerfisins á, að útgerðarmenn sjálfir, sem eiga að búa við stjórnkerfið, séu því samþykkir og vilji við það una. Þetta er haldreipi þeirra sem boða kvótakerfið sem fagnaðar- erindi og unnið hafa leynt og ljóst að því að samtök útgerðarmanna tækju afstöðu með kvótanum. En þetta er ekki síður skálkaskjól Tveir Vestfirðingar á þingi: forsætisráðherra og forseti Sameinaðs þings Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp sem gengur til móts við tillögur milliþinganefndar um hús- næðismál, sem falið var aö kanna greiðsluvanda íbúðareigenda, varð- andi vaxtafrádrátt tekjuskattslaga. Tillögur nefndarinnar vóru: 1) að vextir og verðbætur af sjálf- skuldarábyrgðarlánum til hús- næðismála njóti sama réttar og veðlán, 2) að frádráttartímabil vaxta af skammtímalánum lengist úr 3 og 6 árum og í 4 og 7 ár vegna tekjuársins 1985, 3) að ákvæði um lántökukostnað og frádráttar- bærni vaxta verði gerð ótvíræð og 4) að hámark verðtryggingar- og vaxtafrádráttar verði endurskoðað til hækkunar. Athuguð verði teng- ing hámarksins við hreina eign. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verða þegar við tillögum nefndar- innar í fyrsta og öðrum lið og raunar þriðja lið, að því er varðar stimpilgjöld og þinglýsingarkostn- að. Frumvarpið felur þessi atriði í sér. Á þeim skamma tíma sem til stefnu er til jóla eru hinsvegar ekki talin tök á því að endurskoða frekar ákvæði laganna um vaxta- frádrátt í því skyni að gera þau víðtækari og skýrari eins og í til- lögu nefndarinnar segir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson: „Kvótakerfið verði Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morg- unblaösins, svo sem þingfrétt- um, eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A: Al- þýöuflokkur; Abl.: Alþýðu- bandalag; BJ: Bandalag jafn- aðarmanna; F: Framsóknar- flokkur; Kl.: Kvennalisti; Kf.: Kvennaframboð; S: Sjélfstæð- isflokkur. Fyrir kjördæmi: Rvk: Reykjavík; VI: Vesturland; VI: Vestfirðir; NV: Norðurland vestra; NE: Norðurland eystra; Al: Austurland; Sl: Suöurland; Rn: Reykjanes. Stuttar þingfréttir: Þingmaður ber ósannindi á ráðherra Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.) kvaddi sér hljóðs um þingsköp í Sameinuðu þingi í gær og skilaði skriflegu svari fjármálaráðherra um kaup á Dauphine-þyrlu Land- helgisgæzlunnar í hendur forseta. Taldi Guðrún svarið ekki mark- tækt og taldi að landbúnaðarráð- herra og fjármálaráðherra hefðu sagt Alþingi ósatt um þessi kaup. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S-Vf.), forseti Sameinaðs þings, áminnti þingmanninn um orð- bragð, að ekki væri heimilt að segja að ráðherrar eða þingmenn lygju. Ef svar væri ófullnægjandi að dómi þingmanns væri honum í lófa lagið að spyrja á ný og æskja fyllri upplýsinga. Ekki væri hinsvegar hægt að skila þingskjali, eins og þingmaðurinn færi fram á. Þingskjal er þing- skjal, eins og forseti komst að orði. Guðrún gerði sérstaklega að umræðuefni það sem í svari stóð. að „ókunnugt væri um hver var umboðsaðili Aerospatialeverk- smiðjunnar 1980“. Svar við því væri raunar að finna í riti sem heitir „íslenzk fyrirtæki". Það var núverandi iðnaðarráðherra. Nafn umboðsaðilans skipti í sjálfu sér ekki máli heldur hitt að skýra rétt frá. Eiður Guðnason (A-VI.) sagði það eitt að þingmaður bæri ráðherrum á brýn röng svör væri bæði áhyggju- og rannsóknarefni. Fáum fyrirspurnum ósvarað Jóhanna Helgadóttir (A-Rvk.), Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- NE), Kristín S. Kvaran (BJ-Rvk.), Kolbrún Jónsdóttir (BJ-NE) kvöddu sér hljóðs um þingsköp og kvörtuðu yfir því að ráðherrar hefðu ekki enn svarað fyrirspurnum um ýmis efni. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti, sagði aðeins fimm fyrirspurnum ósvarað, sem munnlegs svars væri óskað við. Væri það óvenju lítið. Fyrir- spurnir, sem skriflegs svars væri óskað við, væru fleiri. Hann kvaðst myndu ýta eftir svörum ráðherra. Enginn umræöa um skýrslu utanríkisráðherra Skýrsla utanríkisráðherra „um töf á brottför sovézka utan- ríkisráðherrans" kom til umræðu í Sameinuðu þingi í gær, en þing- menn stjórnarandstöðu, sem báðu um skýrsluna, höfðu sér- staklega óskað eftir því að hún kæmi til umræðu í þinginu. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, fylgdi skýrslunni úr hlaði með örfáum orðum. Enginn þing- maður tók til máls í umræðunni. Önnur þingmál Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) mælti fyrir tillögu sinni um „rannsókn á innflutningsverzl- uninni". Fjörugar umræður urðu um töllöguna. Henni verða gerð nánari skil hér á þingsíðu síðar. Páll Pétursson (F-NV) mælti fyrir „stofnskrá um Vestnorræna þingmannaráðið". Málinu var vísað til utanríkisnefndar. Deildarfundir vóru síðdegis. Stefnt var að því að afgreiða nokkur stjórnarfrumvörp sem lög, þar á meða!: 1) Hitveita Suðurnesja (breyting á eignar- hlutföllum o.fl), 2) Sala Kröflu- virkjunar (til Landsvirkjunar), 3) Verðjöfnunargjald á raforku- sölu, 4) Iðnráðgjafar (framlengd- urgildistími). Á dagskrá voru ennfremur „Varnir gegn kynsjúkdómum", þ.e. að fella alnæmi undir þau lög, nokkuð breytt. Hér á landi höfum við komið upp kerfi ríkisafskipta og of- stjórnar í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Til þess rak engin nauður. Það reyndist tiltölulega auðvelt að koma þessu kerfi á. En það ætlar að reynast sínu erfiðara að leggja kerfið niður. Kemur þar til að þeir sem kerfið varðar mest í framkvæmd, meiri hluti útvegsmanna, vilja viðhalda kerfinu. Þeir telja sig hafa sitt á þurru við þær aðstæður sem kerfið býður upp á. Þeir sjá sér hag í bili að viðhalda því kerfi, sem leitt getur til framtíðar- skipulags, sem gerir þá sjálfa óþarfa til frambúðar. Raunin er sú að þeir grafa sér sína eigin gröf. Með því að viðhalda ríkisaf- skiptum og ofstjórn kvótakerfis- ins er stigið örlagaríkt spor til þjóðnýtingar á íslandi. Útgerðar- menn gegna ekki sínu mikilvæga hlutverki í þjóðnýttum sjávarút- * vegi. Því aðeins fær notið sín atorka, dugnaður og framtak að frelsi til athafna sé virt. Alþingi má aldrei vera hand- bendi misskilinna sérhagsmuna heldur verður það að tryggja hagsmuni alþjóðar. Þess vegna krefjast þjóðarhagsmunir að kvótakerfið verði afnumið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.