Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 39

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 39 Græningi sest í ráðherrastól f Hessen: „Með leyfí, herra forseti, þér eruð erkifíflu FYRSTI ráðherra flokks Græningja (die Giiinen), Joseph Fischer, hefur svarið embættiseið. Fischer var klæddur íþróttajakka, bláum galla- buxum og strigaskóm þegar hann tók við embætti umhverfis- og iðn- aðarráðherra í vestur-þýska sam- bandsríkinu Hessen. Flokkur sósíaldemókrata (SPD) ákvað í síðasta mánuði að mynda samsteypustjórn í Hessen ásamt Græningjum til að ná meirihluta á þinginu og binda enda á ástand, sem staðið hefur löggjöf í sam- bandsríkinu fyrir þrifum. Stjórnarsáttmálinn var for- dæmdur um gervallt Þýskaland, bæði af hægri og miðflokkum og því haldið fram að Græningjar myndu aðeins valda glundroða í ríkisstjórn og fæla fjársterka að- ilja frá fjárfestingum. Meira að segja þingflokkur Græningja á sambandsþinginu í Bonn gagnrýndi samsteypustjórn- ina á þeim forsendum að flokks- félagar yrðu nú neyddir til mála- miðlunar um þá málaflokka, sem Græningjum eru kærastir, og nægir þar að nefna róttæka um- hverfisverndarstefnu þeirra. Holger Börner, forsætisráð- herra í Hessen, stjórnaði eiðtök- unni í Wiesbaden og andstætt Fischer var hann formlega klædd- ur. Græningjar þeir, sem gegna þingstörfum vítt og breitt um Þýskaland, hafa það að meginreglu að vera óformlega klæddir til þess að undirstrika „óhefðbundna" (alt- ernative) stefnuskrá sína. Græn- ingjar eru m.a. á móti kjarnorku- verum og vilja að Þjóðverjar gangi úr Atlantshafsbandalaginu. Eftir að Fischer hafði tekið við embætti sagði hann að ugglaust ætti eftir að ganga á ýmsu í stjórn- arsamstarfinu og enn ætti eftir að jafna ágreining um kjarnorku- verið í Hanau og tillögur um geymslustöð fyrir kjarnorkuúr- gang í Mainhausen. „En ég held að sameiginlega getum við unnið gagn í umhverfis- verndarmálum,“ sagði Fischer og bætti við: „Á heildina litið er ég bjartsýnn." Hinn orðhvassi Fischer var aft- ur á móti spar á fullyrðingarnar þegar hann frétti fyrir tveimur vikum að flokkurinn hefði ákveðið að hýrudraga sig um 12.000 mörk (um 200.000 ísl.kr.) af mánaðar- launum sínum í embætti ráðherra. Mánaðarlaun ráðherra eru 14.000 mörk (um 240.000 þúsund ísl.kr.). Þetta fannst flokksfélögum full- mikið og á landsþingi Græningja var ákveðið að mánaðarlaun ráð- herra Græningja mættu ekki vera hærri en mánaðarlaun iðnaðar- manns: 1.920 mörk (um 30.000 ísl.kr.). Peningarnir eiga að renna til starfsemi flokksins í þágu umhverfisverndarmála. Fortíð Fischers á ekki lítinn þátt í því að gagnrýnt hefur verið að hann taki við embætti umhverfis- og iðnaðarráðherra. „Joschka" Fischer var gagntek- inn af mótmælaaðgerðum stúd- enta gegn Víetnamstríðinu 1968 og hann segir að morðið á mót- mælandanum Benno Ohnesorg og banatilræðið við Rudi Dutschke hafi vakið hann til lífsins. Fischer fór til Frankfurt og stóð þar í fremstu víglínu í óeirðum stúd- enta. Hann segir að lögreglan hafi oft tekið óþyrmilega á sér og nokkrum sinnum sat Fischer í fangelsi fyrir þátttöku í mót- mælaaðgerðum. Þykir mörgum ótækt að fyrrum tukthúslimur og óeirðarseggur skuli nú fá að gegna slíkri valdastöðu. Fischer lauk aldrei prófi við háskólann í Frankfurt, en hann sótti fyrirlestra Adorno og Hab- ermas, helstu fulltingismanna „Frankfurtar skólans", samvisku- samlega. Hann var aðsópsmikill í hreyf- ingunni gegn uppsetningu kjarn- orkuflauga í Vestur-Þýskalandi og barðist dyggilega fyrir ýmsum kröfum vinstri manna. Fischer var um tveggja ára skeið þingmaður Græningja á sambandsþinginu í Bonn, en þurfti að víkja fyrir ein- um flokksfélaga sinna snemma á þessu ári. Græningjar hafa nefni- lega þann hátt á að þingmenn þeirra sitja aðeins tvö ár á þingi til þess að þeir verði ekki „sam- dauna spillingu þingræðisins". Fischer var fljótur að færa sig upp á skaftið í Bonn og þótti slyng- ur ræðumaður. Sumar athuga- semdir hans vöktu mikla athygli: „Á þingi er samansafn drykkju- sjúklinga og oft leggur af þeim brennivínsdauninn." Varaforseti þingsins, Richard Stilcklen, ætlaði eitt sinn að reka Fischer úr þingsal fyrir óviðurkvæmileg orð um Flick-málið. Þegar Fischer yfirgaf Joschka Fischer fyrir utan sam- bandsþingið í Bonn. Hann kveðst aðeins raka sig einu sinni í viku, i mánudögum, svo að líkast til er kominn fóstudagur þegar þessi mynd er tekin. salinn sagði hann: „Með leyfi, herra forseti, þér eruð erkifífl!" Ráðsettir Þjóðverjar töldu að hér hefði steininn tekið úr. Flokkur Græningja er klofinn í tvær fylkingar, „raunsæisarminn" (die Realisten) annars vegar, og „bókstafstrúararminn" (die Fundamentalisten) hins vegar. Fischer heyrir „raunsæisarmi" Græningja til. Sá hluti flokksins er reiðubúinn að ganga til sam- starfs við aðra stjórnmálaflokka til að ná fram markmiðum Græn- ingja. „Bókstafstrúarmennirnir" hafna samstarfi við aðra stjórn- málaflokka og segja að Græningj- ar í Hessen séu að selja sig SPD. Börner lofaði Græningja í ræðu á þinginu í Hessen fyrir að ákveða að axla ábyrgðina af því að stjórna og marka sér stefnu í verki: „Þessi tímamót marka inngöngu þeirra í hinn raunverulega heim þingræð- isins.” „Þetta sýnir bæði vilja hinnar ungu mótmælakynslóðar til að aðlaga sig þjóðfélaginu og aðlög- unarhæfni lýðræðisríkis okkar," sagði Börner. Heimildir DerSpiegelof AP. KB tók saman. Komiö og sjáiö úrvaliö okkar af barnapeysum, dömupeysum og herrapeysum. Opiö daglega frá 9—6, laugardaginn 21. des. 9—22, Þorláksmessu 9—23. > iy A. PRJÓNAST0FAN Uðuntu. > m PRJÓN AST0FAN Uðuntu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.