Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985
ft€£AAftn
Vi& höfum bo.ro- v/eri ð gjffc i sex
má-nuSi og H^n er strax
byrjuíS oö heimta ni^j'ön. kjol."
R39SC5
Ast er...
... að fara með
hana á hljóm-
leika Bubba
Morthens
TM Rag. U.S. Pat Oft.-aN rtghts rtsarvad
eWD5 Loa Angalaa Tlmas Syndtcala
Hér þarf allt að lagfæra og
endurnýja, frá háalofti ni<V
ur í kjallara að ógleymdum
garðinum og reikningunum
á eftir.
Með
morgxinkaffinu
Ilann býr uppi sá gamli, sem
stingur peningunum undir
borðin í gólfinu.
HOGNI HREKKVÍSI
J. SÁ SEM VAKNAK FyffR ftKR ÍSP0KAHH."
Hækkum hámarkshraðann
Þegar hin nýju umferðarlög
verða samþykkt ættu þau að leyfa
talsvert hærri hámarkshraða en
nú er, setja ætti í vald hvers öku-
manns hve hratt hann ekur, hann
á að vera best fær um að dæma
um slíkt sjálfur enda verður hann
að ákveða það í ótal tilfellum sjálf-
ur, því ekki er alltaf hægt eða
hyggilegt að aka á hæsta leyfileg-
um hraða. Þau hámarksákvæði,
sem nú eru í gildi eru mikið brotin
enda eru þau án efa of lág miðað
við bætta vegi og bíla. Varast ber
þó að auka hraðamörkin mikið, það
eykur fjölda umferðaróhappa,
skapar hættu, eldneytisnotkun vex
og einnig bílslit. Efri hraðamörkin
verða þó að vera svo há að veg-
farendur geti með góðu móti virt
þau og viðurkennt og að löggæslu-
mönnum beri að kæra þá menn,
sem hraðar aka og frá því geti
þeir enga undanþágu gefið nema
þá í nánar tilteknum atvikum.
Eltingaleikur við ökufanta ætti
sem mest að hverfa úr sögunni.
Aftur á móti væri rétt að taka til
athugunar þá menn, sem eru að
segja frá því að þeir aki á milli
staða, t.d. milli Reykjavíkur og
Akureyrar á þetta og þetta
skömmum tíma en aki þó aldrei
hratt. Hraðaskyn þessara manna
hlýtur að vera meira en lítið
brenglað. Meðalhraðinn er allt að
90 km. á klst. sem leiðir af sjálfu
sér að oft verður hraðinn um 120
km á klst. En þessir fuglar sleppa
við kærur. Á þessu verður að vera
breyting til þess betra. f öðru lagi
verður að hætta að krefjast þess
af bíleigendum að þeir tryggi eða
greiði úr eigin vasa allt það búfé,
sem er að flækjast á vegunum og
verður undir bílunum. Það geta
eigendur skepnanna sjálfir gert ef
þeir vilja. Það ekur enginn á dýr
að gamni sínu, en þau er afar
erfitt að varast og sjást illa. Um
þetta eru glögg og nokkuð sann-
gjörn ákvæði í nágrannalöndum
okkar og mætti auðveldlega hafa
þau til hliðsjónar við lagfæringu
á þessu atriði.
Einnig er skráning bíla hér með
allt öðrum hætti en annars staðar
gerist. Hér er skrásetningarnúm-
erum úthlutað á einhvern furðu-
legan hátt og verður ekki farið
nánar út í það hér en veldur ásamt
fleiru ýmsum örðugleikum og óná-
kvæmni í kerfinu hjá þeim sem
annast skráningu og umskráningu
bíla og í tryggingafélögunum. Það
hefur aldrei verið bent á nokkra
frambærilega ástæðu fyrir því að
hafa þennan hátt á úthlutun bíl-
númera. Sagt er að þessi góðu
bílnúmer, það er lágu númerin eða
þau sem enda á núlli eða helst
núllum og því um líku gangi kaup-
um og sölum og það fyrir talsvert
verð. Ósköp hljóta það nú að vera
litlir karlar, sem eru að reyna að
upphefja sig með svo litlu.
Bílstjóri.
Víkverji skrifar
Nýja brúin sem tengir Bústaða-
veginn við stubbinn fyrir
vestan Kringlumýrarbrautina er
að flestra dómi ósvikið augnayndi.
Hún er bæði stílhrein og spengileg
ef manni leyfist í hrifningu sinni
að komast svo að orði um mann-
virki úr stáli og steinsteypu. Við
skulum bara vona að þeir sem fara
með húsbóndavaldið í Reykjavík
fari ekki að eins og starfsbræður
þeirra suður í Kópavogi, sem hafa
léð sínar brýr, sem eru líka hinar
snotrustu, fyrst undir áköll frá
bönkum og núna síðast undir
skræpótta „plakata-röð“ frá Sjóvá.
Þvílík uppákoma. Þarna hafa
blessaðir mennirnir verið að
nostra við þessa gjá sína árum
saman, snyrta hana og fegra af
umtalsverðri kostgæfni, og hlaupa
svo til og selja sjálfar brýrnar, sem
ættu auðvitað að vera höfuðprýðin,
undir upphrópanir í auglýsinga-
stríði stofnana og fyrirtækja. Síst
að furða þótt margur Kópavogs-
búinn sé argur. Eða eins og einn
þeirra orðaði það í viðtali nú fyrir
skemmstu: Líkt og að leggja nótt
við dag að koma sér upp fallegum
garði og kóróna síðan sköpunar-
verkið með því að hengja sjálflýs-
andi plastdrasl á túlipanana.
XXX
Oli H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs,
segir Víkverja að hann hafi
áhvggjur af svona dinglumdangli.
Honum er líkt farið og höfundi
þessa pistils og óttast að þetta
kunni að reynast smitandi. óli
hafði samband við Kristján Guð-
mundsson bæjarstjóra í Kópavogi
og tjáði honum þá skoðun sína að
auglýsingar af þessu tagi væru
augljósar slysagildrur. Kristján
tók honum vel og hét því að koma
athugasemdum hans á framfæri
við rétta aðila. Hann var heldur
ekki frá því, svona persónulega,
að auglýsingarnar væru glappa-
skot. Annars eru þær líklega eink-
anlega höfuðverkur Ásgeirs Pét-
urssonar bæjarfógeta — eða ættu
að vera það. í 66. grein umferðar-
laga segir meðal annars að lög-
reglustjóri geti „bannað auglýs-
ingaspjöld, ljósaauglýsingar, glit-
augu og annað, sem valdið getur
hættu eða óþægindum fyrir um-
ferð“. En kannski eru þessar reglur
hvorki nógu ljósar né afdráttar-
lausar.
XXX
Ef til vill þvælist það fyrir
bæjarfulltrúunum í Kópavogi
að þetta herjans glys er óneitan-
lega komið þarna á brýrnar til
styrktar góðu málefni. Þeir sam-
þykktu nefnilega af hjartagæsku
sinni að heimila knattspyrnudeild
Ungmennafélagsins Breiðabliks að
ráðstafa auglýsingarúmi á brún-
um og gildir sú heimild til næstu
fimm ára. Þetta eru knáir strákar,
sómamenn sem eru alls góðs
maklegir, en aurarnir sem þeir fá
fyrir þessi glóðaraugu á landslag-
inu geta naumast munað þá öllu.
Þeir ættu að athuga sinn gang og
helst að sjá aumur á vegfarendum
og fjarlægja þau í snatri. Margur
maðurinn yrði kannsi örlátari
fyrir bragðið af einskæru þakk-
maðurinn yrði kannski örlátari
mikiðer víst.
1 frétt í DV í ágúst síöastliðnum
segir meðal annars: „Álíka um-
ferðarmannvirki og brýrnar í
Kópavogi eru víðar á höfuðborgar-
svæðinu. Er líklegt að aðrar
íþróttadeildir fari nú að fordæmi
Breiðabliksmanna og seilist eftir
þessum mannvirkjum í fjáröflun-
arskyni...“ Tilhlökkunarefni eða
hitt þó heldur!
Og þarna er einmitt komin
smithættan, farsóttarhættan, sem
Óli framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs er að hafa áhyggjur af.
Nærfataauglýsingar á Elliðaár-
brýrnar næst, limalangar fá-
klæddar píur að dilla bossanum
ofan af Kringlumýrarbrúnni? Því
ekki? Og í lögregluskýrslum fram-
tíðarinnar gæti þess vegna staðið:
Aðspurður segist ökumaður hafa
verið að gapa á kvennmannslæri
þegar áreksturinn varð.
XXX
Og úr því við erum öll í um-
ferðarmálunum í dag þá má
svo sem láta það fljóta hér með
að á bakrúðunni á æði gömlum en
snyrtilegum Peugeot, sem var
hérna í bæjarleyfi á dögunum, gaf
að líta. svofelldar upplýsingar:
Þessi bíll er Bentley í dulargervi,