Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 t I Kaldhæðni örlaganna — eftirJónas Elíasson Það er kaldhæðni örlaganna að einmitt nú, þegar liggur fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um sjö manna rannsóknarnefnd á „stærsta gjaldþrotamáli í sögu lýð- veldisins" eins og segir í greinar- gerð, þá er einn af flutningsmönn- um sjálfur aðili að gjaldþrotamáli sem er sex sinnum stærra. Það er kaldhæðni örlaganna að einmitt þegar þingnefnd á að greiða úr gjaldþroti einkafyrirtækis, þá stendur þingnefnd fyrir sexföldu gjaldþroti á vegum ríkisins. Það er kaldhæðni örlaganna, að einn aðalmaðurinn í þessu stendur nú fyrir pólitískri ofsókn á hendur Sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík í nafni ráðdeildar í meðferð opin- berra fjármuna. Gjaldþrot Hafskips Hafskip var á sínum tíma boð- beri nýrrar tækni í flutningum landsmanna. Þeir innleiddu ný skip og nýja tækni sem síðar hefur rutt hinni eldri úr vegi. Gámaskip og ekjuskip eru nú alls ráðandi í stykkjavöruflutningum og sú tækni sem þeim fylgir er risin miklu hærra en Hafskip nokkurn- tíma komst, en þeir áttu visst frumkvæði, sem ekki ber að lasta. En þeim tókst aldrei að greiða niður skip sín og nú eru þau úrelt og félagið gjaldþrota. Að Islendingar geri út flota af úreltum skipum í topp lagi er ekkert nýtt. Þannig var Eimskip þar til fyrir nokkrum árum og þannig verða þeir sjálfsagt aftur eftir nokkur ár. íslendingum er nú einu sinni betur gefið að fara með lýsingar þjóðskálda á glæst- um skipum en gera þau út. Það var löngu orðið Ijóst, bæði hérlend- is og erlendis, að þeir sem fjárfestu í gámatækninni gátu ekki lifað allir. Þeir eru nú að fara á hausinn, hér og erlendis. Og það er útaf fyrir sig betra að leyfa fyrirtækj- unum að fara á hausinn, en nota hina alkunnu íslensku vinstri- stjórnaraðferð, að láta sjóðakerfið velta þeim áfram, meira dauðum en lifandi. Gjaldþrot sem segir sex Bjartsýni á nýja tækni er ekkert nýtt. í þingskjali 684/1978 segir svo: „Á árinu 1974 ríkti mikil bjart- sýni á að hægt væri að reisa jarð- gufuaflsstöð, er gæfi verulega lægra orkuverð en vatnsaflsstöðv- ar gefa..." Bjartsýnin var alls- staðar, en böðulgangurinn sem á eftir kom var óhugsandi nema í skjóli Alþingis og ríkisvalds. í hartnær tíu ár var haldið áfram að ausa milljörðum í þetta fyrir- tæki, sem náttúran sjálf sannaði vonlaust með svo áþreifanlegum hætti, að senda eldgos upp í gegn- um jarðskorpuna á virkjunarsvæð- Jónas Elíasson „Þad er kaldhæðni ör- laganna aö einmitt þegar þingnefnd á að greiða úr gjaldþroti einkafyrir- tækis, þá stendur þing- nefnd fyrir sexföldu gjaldþroti á vegum ríkis- ins.“ inu sjálfu árið 1975, aðeins einu ári á eftir bjartsýninni. Hafa ekki aðrir bjartsýnismenn í annan tíma fengið aðra eins viðvörun. Nú er þessi Jarðgufuaflsstöð, er gæfi verulega lægra orkuverð en vatnsaflstöðvar gefa,“ komin til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotamálið annast ekki skiptaráðandi, heldur Alþingi sjálft. Fyrir liggur kaup- tilboð í eignir þrotabúsins, ekki frá Eimskip, heldur Landsvirkjun. Skuldir umfram eignir eru hins- vegar á þriðja milljarð, og falla allar á ríkissjóð. Aukaskattur á hvert heimili í landinu er 50.000— 60.000 krónur. Sexfalt Hafskip. Hver stendur nú fyrir þessu? Það er þingnefnd sem heitir Kröflu- nefnd. Hverjir voru í henni? Einn af þeim var Ragnar Arnalds, þing- maður Alþýðubandalagsins og meðflutningsmaður á þingsálykt- unartillögu sem nú skal lýst. Rannsókn á Hafskip eða ofsóknir á Sjálf- stæðisflokkinn? í 3. grein þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins segir svo, orðrétt, um verkefni sjö manna rannsóknarnefndarinnar, sem gerð er tillaga um að Alþingi skipi: „Að rannsaka öll afskipti ráð- herra, alþingismanna og annarra forustumanna í stjórnmálum, svo sem fyrrum starfsmanna fulltrúa- ráða og formanna flokksfélaga og kjördæmissambanda, af málefnum Hafskips á liðnum árum í því skyni að leiða í ljós hvort sannar eru ásakanir um hvort fyrirtækið hafi á beinan eða óbeinan hátt notið velvildar og fyrirgreiðslu póli- tískra áhrifaaðila." Sjái menn nú í anda þessa sýn: Ólafur Ragnar Grímsson stendur bísperrtur á sjónvarpsskerminum, en sakborningurinn situr hniprað- ur á stól fyrir neðan. Og Ólafur Ragnar orgar á sakborninginn: 1 hvaða fulltrúaráði starfaðir þú? Var það í fulltrúaráði Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík? í hvaða flokksfélagi varst þú formaður? Var það í flokksfélagi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík? Það er óþarfi að taka það fram, hvað Alþingi setur niður sem stofnun, þegar svona draumur birtist í til- lögum þjóðkjörinna þingmanna, þó ekki verði hún samþykkt. Og það er óþarfi að taka það fram, hvern hug, eitt þúsund meðlimir fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík bera til þessa tillögu- flutnings. Sjálfstæðismenn í Reykjavík bera hlýjan hug til sinna flokksfélaga og fulltrúaráðs- ins i Reykjavík, sem er ein af traustustu og áhrifamestu stofn- unum flokksins. Að draga nöfn þessara félagssamtaka inn í gjald- þrotamál hjá litlu skipafélagi og flytja tillögu um pólitíska ofsókn á hendur þeim á Alþingi, það er ekki bara pólitísk blinda og of- sóknarbrjálæði. Það er yfirþyrm- andi ótrúleg heimska. Það er ekki bara sjálfsagt að rannsaka Haf- skipsmálið, það er lagaleg skylda skiptaréttar, sem er ein af virtum stofnunum hins íslenska réttar- kerfis. Ofangreind tillaga, er svo gagnsæ tilraun til að snúa þeirri rannsókn upp í ofsókn á hendur Sjálfstæðisflokknum að jafnvel andstæðingar hans á þingi fá ekki orða bundist. Og fyrir þessu stend- ur einn af höfuðpaurunum í sex- földu gjaldþrotamáli, það er kald- hæðni örlaganna. Höíundur er prófessor og verk- fræóingur, hann á sæti í stjórn fulltrúaráós sjálfstæðisfélaganna í Kevkjarík. Olíuverslun Islands: Hluthöfum boð- in hlutabréf Olís til sölu STTJÓRN Olíuverzlunar íslands ákvaö fyrr í haust aö bjóöa öðrum hluthöfum í fyrirtækinu forkaupsrétt á þeim 10% hlutabréfa, sem Olís á sjálf. Aöspuröur sagði Þóröur Ás- geirsson, forstjóri Olís, aö sala þess- ara hlutabréfa til Olíufélagsins og eöa Skeljungs hefði ekki verið rædd af hálfu stjórnarinnar. Þórður Ásgeirsson sagði að hlut- hafar væru ekki enn farnir að nýta sér þann rétt. Stjórn Olís hefði ekkert annað ákveðið í þessu sam- bandi, en hvað aðrir hluthafar hugsuðu sér vissi hann ekki. Engin stjórnarsamþykkt lægi fyrir um sölu hlutabréfa til Olíufélagsins eða Skeljungs og engar viðræður á því stigi hefðu átt sér stað. Þýska sjón- varpið gerir mynd um Nonna ÞÝSKA sjónvarpsstöðin ZDF hefur ráðgert að hefja næsta sumar tökur á framhaldsmyndaflokki sem byggöur er á sögum Jóns Sveinsson- ar (Nonna). Myndin veröur tekin bæöi hér á landi og í Þýskalandi. Leikstjóri myndaflokksins er Radu Gabrea og hefur hann nokkrum sinnum komið hingað til lands til að undirbúa handrit o.fl. Radu Gabrea er m.a. þekktur fyrir að hafa gert kvikmyndina Ein Mann Wie Eva (Maður eins og Eva) sem sýnd var hér á Kvikmyndahátíð í vor. Svalbarðseyri: Kartöfluverk- smiðjan í gang á nýjan leik Akureyri, 16. desember. FRAMLEIÐSLA á frönskum kartöfl- um er nú hafin að nýju í kartöflu- verksmiðju Kaupfélags Svalbarðs- eyrar á Svalbaröseyri eftir nokkurra daga hlé vegna hráefnisskorts. „Það er allt í fullum gangi hjá okkur núna og framleiðslan geng- ur vel,“ sagði Sævar Hallgrímsson, framleiðslustjóri, í samtali við Morgunblaðið í dag. Verksmiðjan fær kartöflur af Suðurlandi á bíl- um, „og nú erum við líka farnir að fá örlítið héðan af svæðinu aftur,“ sagði Sævar. Hann sagði unnið úr 8—10 tonnum af kartöfl- um á dag um þessar mundir." Þettaer sjötta bókin um látna bændahöfðingja. Bækurnareru allar sjálfstæð- ar og spanna nú frásagnir af yfir 60 góðbændum úr öllum landshlutum. Hér er sagat frá 12 bændum og eru þættimir skrifaðir af fólki sem þekkti vel til þessara manna og búskapar þeirra. Þeir eru: Þórarinn Georg Jónsson á Reynistað í Skerjafirði, Gísli Magnússon í Eyhildarholti, Hafliði Guðmundsson í Búð, Jóhann Eyjólfsson íSveinatungu, Jón Guðmundsson á Ytri-Veðraá í Önundarfirði, Pétur Þorsteinsson Miðfoss- um, Jóhann Baldvinsson, Eiríkur Stefánsson og Sigþór Jónsson allir bændur á nyrsta býli landsins, Rifi á Sléttu, Valdemar Pálsson Mtiðruvöllum í Eyjafirði, Þorbjörn Guðjónsson (Tobbi) á Kirkjubæ í Vestmannaeyjurn og Þorsteinn Stefánsson Þverhamri. Allar bækurnar hafa verið undir ritstjóm Guðmundar Jónssonar fyrrv. skóla- stjóra á Hvanneyri. Þessar bækur gefa glögga lýsingu á búskaparháttum í landinu á fyrri hluta þessarar aldar. Þæreigaerindi við þásem viljaþekkjasögu íslensks landbúnað- ar. Verðkr. 1288 lTTTiTTij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.