Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985
25
TónlLstarskóli
Mýyatnssveitar;
Jólatón-
leikar fyrir
fullu húsi
Mývatnssveit, 16. desember.
JÓLATÓNLEIKAR nemenda Tón-
listarskóla Mývatnssveitar voru
haldnir í Reykjahlíðarkirkju síðast-
liðið fostudagskvöld. Þar komu
fram nær allir nemendur skólans og
léku einleik og samleik af ýmsu
tagi.
Forskólabörn sungu og kór Tón-
listarskólans söng við undirleik
lítillar hljómsveitar, sem nemend-
ur, bæði ungir og gamlir mynduðu.
Eins og jafnan þegar nemendur
hafa haldið tónleika var fullt hús
og skemmtu gestir sér vel og þótti
efnisskráin fjölbreytt og skemmti-
leg. í vetur eru 60 nemendur í
Tónlistarskóla Mývatnssveitar.
Skólastjóri er Sigríður Þ. Einars-
dóttir og auk hennar kenna Mar-
grét Lárusdóttir, Líne Werner og
Árni Sigurbjarnarson.
Kristján
Morgunbladið/SÍK- Jóns
Jólastjörnunni komið fyrir á þaki
frystihússins.
Eyrarbakki:
Jólastjarna
sett upp á
þaki frysti-
hússins
Selfossi 13. desember.
Starfsmenn Suðurvarar á Eyrar-
bakka tóku sig til fyrir nokkru og
smíðuðu stjörnu sem þeir síðan settu
upp á þak frystihússins.
Meðfylgjandi mynd var tekin
þegar starfsmenn Suðurvarar
komu stjörnunni fyrir á þakinu.
Auk stjörnunnar verður að venju
komið fyrir skrautljósum á fram-
hlið hússins, en þetta er í fyrsta
sinn sem jólaskreyting á borð við
stjörnuna er sett upp á staðnum.
„Þetta er ekkert mál þegar efnið
er við hendina á verkstæðinu",
sagði Hjörleifur Brynjólfsson
verkstjóri. Stjarnan lífgar upp á
götumyndina og skapar skemmti-
lega stemmningu með öðrum jóla-
ljósum.
Sig. Jóns
Nr. i
Nr.2
ÚTVARPSMAGNARI: 2x40 vött. Mjög
fallegt og smekklega útfært útvarp og
magnari.
SEGULBANDSTÆKI: Samhæft, létt
stjórnkerfi, Dolby suðeyðir, glæsilegt
segulbandstæki.
PLÖTUSPILARI: Beltisdrifinn, hálfsljálf-
virkur, léttarmur, hágæða tónhaus og
stjórntakkar að framan.
HÁTALARAR: Kraftmiklir, 50 vatta, 2
way; bassareflex, hörkugóðir.
SKAPUR: í stíl við tækin.
JÓLATILBOÐ: Kr. 29.980.- stgr.
Afborgunarverö kr. 33.800.-
útborgun kr. 8.000.-
SKIPHOLTI
VIÐ TOKUM VEL
Á MÓTI ÞÉR
ÚTVARP: Öflugt útvarp með stórum
skala, móttökustyrkmæli og ljósastilli.
MAGNARI: Öflugur magnari, 2x43 vött,
stórir takkar með ljósamerkjum. Þetta er
magnari sem ræður við alla tónlist.
SEGULBANDSTÆKI: Samhæft, létt
stjórnkerfi, Dolby suðeyðir, glæsilegt seg-
ulbandstæki.
PLÖTUSPILARI: Beltisdrifinn, hálfsjálf-
virkur, léttarmur, hágæða tónhaus og
stjórntakkar að framan.
HÁTALARAR: Kraftmiklir, 50 vatta, 2
way, bassareflex, hörkugóðir.
SKÁPUR: I stíl við tækin.
JÓLATILBOÐ: Kr. 33.800.- stgr.
Afborgunarverö kr. 36.800.-
Útborgun kr. 8.000.-
Gódan daginn!