Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 80
wgmilrlfifeife ómissandi HUKKIIR í HBMSKEÐJU MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER 1985 VERÐ f LAUSASÖLU 40 KR. Ósannindi borin á ráðherra á Alþingi GUÐRÚN Helgadóttir, þingmaður Alþýóubandalagsins, bar ósannindi á tvo ráðherra á fundi sameinaós Al- þingis í gær, þá Jón Helgason, dóms- málaráóherra, og Þorstein Pálsson, fjármálaráóherra. Dreift var til þingmanna skrif- legu svari frá fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur um kaup á Dauphin-þyrlu Land- helgisgæzlunnar. Svarið var unnið í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, en málefni Landhelgisgæzlunnar heyra undir það. Guðrún krafðist þess að fá að ræða þingsköp eftir að skýrslunni hafði verið dreift og taldi þessa setningu í skýrslunni ósanna: „ókunnugt er um hver var umboðsaðili Aerospatiale-verk- smiðjunnar 1980.“ Hún sagði, að í riti um íslenzk fyrirtæki frá þessum tíma komi fram, að umboðsmaður- inn hafi verið Albert Guðmunds- son, iðnaðarráðherra. Sjá ninar á þingsfiu Morgunblaósins í dng, bls 45. Unglingar á Sigluf irði fá jólaglaðning Sielurirói 17. desember. STOR hópur ungmenna á Siglufirði fékk jólaglaóning nú fyrir jólin. Unglingar sem unnu hjá Þor- móði ramma síðastliðið sumar fengu greiddar 800 þúsund krónur, sem skiptust á milli nokkurra tuga unglinga. Fengu þeir í sinn hlut frá 4 til 9 þúsund krónur. Þetta eru orlofsgreiðslur sem fyrirtækið hefur fyrir reglu að greiða út fyrir jólin til þeirra sem eru í námi. Matthías DAGAR TILJÓLA Alþýðubandalagið: Þungt haldin eftir eldsvoða Akureyri 17. deaember. KONA brenndist illa og hlaut reyk- eitrun er kviknaði í íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Glerárhverfi í kvöld. Tilkynnt var um brunann kl. 21.09. Konan var þegar í staó flutt á sjúkrahús og þar lá hún þungt hald- in seint í kvöld. Það var íbúi í næsta húsi sem varð eldsins var og tilkynnti hann til slökkviliðsins. íbúðin er mjög mikið skemmd af eldi og reyk. Ekki er ljóst hver eldsupptök voru. Er slökkviliðið kom á staðinn logaði mest í sófa í stofunni, en konan sem var ein í íbúðinni fannst í svefnherberginu. Ekki er vitað hvort hún var vakandi er að var komið. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hóf strax í kvöld rannsókn málsins. Endanlegar tillögur svæðabúmarksnefndar: Áætlanir notað- ar við skiptingu á milli bænda SVÆÐABÚMARKSNEFND Framleiósluráós landbúnaóarins hefur lagt endanlegar tillögur fyrir landbúnaðarráóherra og Framleiðsluráó í tillögun- um er framleióslurétti samkvæmt búvörusamningunum annars vegar skipt á milli landshluta með svæóabúmarki og hins vegar á tnilli einstakra fram- leiðenda með árlegum framleiósluáætlunum. Búist er vió aó Jón Helgason landbúnaóarráðherra kunngjöri ákvörðun sína um svæðabúmarkið einhvern næstu daga. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson, Selfossi. Beðið eftir jólunum Varðandi skiptingu framleiðslu- réttarins á milli svæða miðar nefndin áfram við búmarkssvæðin 30 og að mestu við „þrífótinn" svo- kallaða við skiptingu á milli svæð- anna, það er að búmarkið 1980, meðaltal framleiðslu þriggja síð- ustu ára og búmarkið 1985 verði Þrotabú Hafskips: Auglýst eftir til- boðum í eignirnar Eimskip framlengir tilboð sitt EIMSKIPAFÉLAG Islands hefur aó ósk skiptaráóanda framlengt frest hans til þess aó taka afstöóu til tilboós félagsins í eignir þrota- bús Hafskips hf. til klukkan 17 mánudaginn 6. janúar nk. Frestur- inn er veittur til að öðrum aðilum gefist frekari kostur á að aó gera tilboð í eigurnar og tími gefist til nánari úrvinnslu ýmissa atriða varðandi tilboð Eimskips. Forsvarsmenn þrotabúsins hafa óskað eftir að þeir sem áhuga kynnu að hafa á því að gera tilboð í eignir þrotabúsins skili skrifleg- Formaöurinn varð und- ir í framkvæmdastjórn MEIRIHLUTI framkvæmdastjórn- ar Alþýðubandalagsins samþykkti á fundi sínum í fyrradag þá megin- reglu að þingmenn flokksins sitji ekki í bankaráðum fyrir flokkinn. Samþykkt þessi var gerð meó 11 atkvæóum gegn 4 og meóal þeirra sem urðu undir í atkvæðagreiösl- unni voru Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins og Stein- grímur J. Sigfússon, alþingismaöur. f samþykkt fundarins er talið óeðlilegt að endurkjósa fráfarandi bankaráð Útvegsbankans. Garðar Sigurðsson, alþingismaður, situr fyrir Alþýðubandalagið í banka- ráði Útvegsbankans. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi þessa samþykkt vera rugl, framkvæmdastjórnin hefði ekkert með þetta að gera, heldur þingflokkurinn, sem tekur afstöðu í málinu í dag. Sjá nánar á bls. 4. um tilboðum fyrir klukkan 12 föstudaginn 3. janúar nk. Markús Sigurbjörnsson skiptaráðandi sagði í gær að ýmis atriði varð- andi sölu eignanna til Eimskips væru óljós, svo sem varðandi Skaftá og gáma, og æskilegt að þau yrðu skýrð betur áður en afstaða yrði tekin til tilboðsins. Ekki þætti rétt að halda öðrum aðilum frá kaupunum á meðan samningsgerðin tefðist. Sagði Markús að tilboð Eimskips væri enn eina tilboðið í eignirnar og ekki hefðu heldur komið frekari viðbrögð frá þeim aðilum sem spurst hafa fyrir um eignirnar undanfarna daga. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands sagði að það réði ekki úrslitum hjá Eim- skip hvenær gengið yrði frá kaup- unum og hefði því verið fallist á ósk skiptaráðanda um frest fram yfir áramót. Hann benti á að það hefði verið að frumkvæði Eim- skips að fresturinn var fram- lengdur í síðustu viku þannig að það lægi ljóst fyrir að öðrum hefði gefist kostur á nægum fresti til að gera tilboð. Hann sagði að áfram yrði unnið að úrvinnslu ýmissa þátta málsins. látið ráða skiptingunni. Þó er sett þak þar sem engu svæði er ætlaður meiri framleiðsluréttur en nemur hæstu ársframleiðslu þrjú síðustu verðlagsár. Við skiptingu framleiðsluréttar á milli bænda innan hvers héraðs er fundið „fullvirðismark" hvers hér- aðs, en það er hlutfall þeirrar fram- leiðslu sem héraðið fær úthlutað samkvæmt svæðabúmarkinu, af samanlögðu búmarki á svæðinu í hvorri búgrein fyrir sig. Bændum er heimilt að framleiða allt að þessu fullvirðishlutfalli af búmarki sínu en réttur til framleiðslu umfram það byggist á að aðrir bændur innan sama svæðis framleiði minna en nemur fullvirðishlutfalli þeirra. Til að finna út að hve miklu slíkt rými er fyrir hendi og hvaða magn hver og einn getur vænst að mega framleiða á fullu verði er lagt til að gerð verði framleiðsluáætlun fyrir alla bændur á búmarkssvæð- unum og mögulegri aukningu skipt eftir ákveðnum reglum. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra: Skattvísi- talan verði 136 stig 1986 ÞORSTEINN Pálsson, fjármála- ráóherra, upplýsti á Alþingi í gær, að ríkisstjórnin hefði ákveó- ið að leggja til aö skattvísitala fyrir árið 1986 yrði ákveóin 136 stig miðað við 100 stig árið 1985. Samkvæmt þessu hækkar skatt- vísitalan í samræmi við tekju- breytingar milli áranna 1984 og 1985. Það kom einnig fram í máli fjármálaráðherra, að álagning tekjuskatts á þessu ári, að frá- dregnum persónuafslætti og barnabótum, nam 2.300 millj- ónum króna. Miðað við skatt- vísitölu 136 má því gera ráð fyrir að nettótekjur ríkissjóðs af tekjuskatti á næsta ári verði 3.150 millj. kr. að öllu óbreyttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.