Morgunblaðið - 18.12.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.12.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Lögfræðilegt álit borgarlögmanns: Skiptaráðanda heim- ilt að selja leigu- réttindi Hafskips SAMKVÆMT fræðilegu áliti Magnúsar Óskarssonar, borgariögmanns, sem iagt var fram í borgarráði í gær hefur skiptaráðandi iögum samkvæmt rétt til að selja leiguréttindi Hafskips í Austurhöfninni. Hafnarstjórn og Eimskip hafa nú þegar gert með sér samning sem felur í sér að Eimskip yfirtekur þessa aðstöðu til fimm ára, ef af kaupum þess á eignum þrotabús Hafskips verður. Hafskipssamningurinn gilti hins vegar til aldamóta. „Það er mitt álit, að skiptaráðandi hafi lögum samkvæmt leyfi til að selja leiguréttindi öðrum aðila þegar um þrotabú er að ræða, svo framarlega sem forsendur gamla samningsins séu óbreyttar í aðalat- riðum, það er að segja að notkunin sé svipuð og tekjur borgarinnar svipaðar og gamli samningurinn gerði ráð fyrir," sagði Magnús Oskarsson, borgarlögmaður, í sam- tali við Morgunblaðið. „Samkvæmt þessari niðurstöðu er því skiptaráð- anda heimilt að selja leiguréttindi Hafskips í Austurhöfninni. Hins vegar geta borgin og nýr aðili að sjálfsögðu samið um frávik frá Hafskipssamningnum, sem er ein- mitt það sem hefur gerst með samningi Hafnarstjórnar og Eim- skips. Þar er gert ráð fyrir aðstöðu til fimm ára í stað fimmtán og í reynd er því ekki verið að yfirtaka Hafskipssamninginn, heldur er þarna um að ræða nýjan og breytt- an samning, samkvæmt óskum Reykjavíkurborgar. Hins vegar kemur það fram í áliti mínu að skiptaráðanda hefði verið heimilt að afhenda Hafskipssamningin óbreyttan að uppfylltum áður- nefndum skilyrðum," sagði borgar- lögmaður. Ágreiningur um túlkun útboðsgagna — segir framkvæmdastjóri Álftáróss hf. ÖRN Kjærnested, framkvæmdastjóri og aðaleigandi byggingafyrirtækisins Álftáróss hf. í Mosfellssveit, segir að ágreiningur um túlkun útboðsgagna hafi valdið því að fyrirtækið og byggingarnefnd urðu sammála um að ganga ekki til samninga um innréttingar og frágang flugstöðvarinnar á Kefiavíkur- fiugvelli. Morgunbladið/Árni Sæberg Frá hægri: Vilhelm Andersen, skrif- stofustjóri, Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri, Gunnar Guðbjartsson, varaformaður stjórnar Mjólkursam- sölunnar, Ólafur Ásgeirsson, þjóð- skjalavörður, Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, Sverrir Krist- insson, formaður stjórnar Þjóð- skjalasafns, og Sveinbjörn Rafnsson, prófessor. Á myndina vantar Björk Ingimundardóttur sera einnig situr í stjórn safnsins. Húsin sem menntamálaráðuneytið hefur nú keypt af Mjólkursamsöl- unni fyrir starfsemi Þjóðskjalasafns íslands fyrir miðri mynd. Álftárós átti lægsta tilboðið í verkið, 569 milljónir kr. sem er 87,1% af kostnaðaráætlun. Bygg- ingarnefndin hefur nú hafið könn- unarviðræður við Hagvirki og ístak sem voru með annað og þriðja lægsta boð. Örn sagðist hafa átt viðræður við byggingarnefndina frá því fljótlega eftir að tilboð voru opnuð. Hann hefði lagt fram öll umbeðin gögn, meðal annars varð- andi tryggingar og hefði byggingar- nefndin ekki sett út á þau. Hins vegar hefði verið villa í tveimur liðum tilboðsins sem ágreiningur hefði verið um með tilliti til túlkun- ar útboðsgagna. Mismunurinn væri 27 milljónir kr. til hækkunar á til- boðinu, þannig að það færi í 596 milljónir kr. og væri enn töluvert lægra en annað lægsta tilboðið. Örn sagði að þetta hefði Álftárós viljað fá leiðrétt í samræmi við útboðs- gögn en byggingarnefnd hefði ekki fallist á það. Því hefðu aðilar orðið ásáttir um að hætta viðræðum. Þjóðskjalasafn fær framtíðarhúsnæði — Menntamálaráðuneytið hefur fest kaup á húseignum Mjólkur- samsölunnar við Laugaveg fyrir starfsemi safnsins ÞJÓÐSKJALASAFN íslands hefur nú eignast framtíðarhúsnæði. Menntamálaráðuneytið hefur keypt hús Mjólkursamsölunnar á Lauga- vegi 162 og verður öll starfsemi Þjóðskjalasafnsins flutt þangað. „Það er ánægjulegt að nú hefur tekist að fá framtíðarhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn íslands," Ný skoðanakönnun Hagvangs: 42,1 % kjósenda styðja nú Sjálfstæðisflokkinn Alþýðuflokkurinn næststærsti flokkurinn SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem Hagvangur hf. hefur gert, hafa Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðufiokkurinn og Samtök um kvennalista bætt við sig fylgi frá því í kosningunum í aprfi 1983. Sjálfstæð- isfiokkurinn hefur forystu með stuðning 42,1 % kjósenda, en Alþýðufiokkur- inn er annar stærsti flokkurinn með fylgi 16,2% kjósenda. Bandalag jafnað- armanna fær 4,3% atkvæða og hefur ekki notið minna fylgis síðan í aprfl 1984. f síðustu könnun Hagvangs í júní- júlí 1985 fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 43,6% atkvæða, en í kosningun- um 1983 fékk hann 38,7% atkvæða. Samkvæmt nýju könnuninni er lít- ill munur á fylgi flokksins eftir kynjum. 42,4% karla styðja flokk- inn og 41,8% kvenna. Alþýðuflokkurinn fékk 16,0% atkvæða í könnuninni í júní-júlí, en í kosningunum 1983 fékk hann 17,3%. Karlar eru 16,0% stuðnings- manna flokksins og konur 16,4%. Alþýðubandalagið er þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn sam- kvæmt skoðanakönnuninni. Flokk- urinn nýtur fylgis 14,6% kjósenda og hefur tapað fylgi frá því í kosn- ingunum 1983 er hann hlaut 17,3% atkvæða. f síðustu Hagvangskönn- un fékk flokkurinn 12,0% atkvæða og hefur því bætt stöðu sína. Karlar eru 14,9% stuðningsmanna flokks- ins og konur 14,2%. Framsóknarflokkurinn er fjórði stærsti flokkurinn, en var í öðru sæti í síðustu kosningum. Hann hlaut stuðning 13,0% kjósenda í nýju könnuninni, fékk 18,5% at- kvæða í kosningunum og í könnun- inni í júni-júlí hlaut hann 11,0% atkvæða. Verulegur munur er á fylgi flokksins eftir kynjum. Karlar eru 16% stuðningsmanna flokksins, en konur 9,5%. Samtök um kvennalista hljóta 8,9% fylgi í könnuninni, en voru með9,l% í júní-júlí. f kosningunum 1983 fengu samtökin 5,5% atkvæða. Karlar eru 4,2% stuðningsmanna samtakanna, en konur 14,2%. Bandalag jafnaðarmanna hlýtur 4,3% fylgi f könnuninni, sem er lækkun frá 7,7% í síðustu könnun og enn fremur lækkun frá því í síðustu kosningum er flokkurinn fékk 7,3% atkvæða. Stuðningsmenn fiokksins skiptast svo milli kynja að karlar eru 4,6% og konur 3,9%. Flokkur mannsins fékk fylgi 1,0% kjósenda í könnuninni, sem er aukning frá 0,6% í síðustu könn- un, en sama fylgi og í alþingiskosn- ingunum 1983. Ef litið er á skiptingu flokkanna eftir búsetu stuðningsmanna kem- ur í ljós, að Alþýðufiokkur, Banda- lag jafnaðarmanna og Sjálfstæðis- flokkur hafa mest fylgi á höfuð- borgarsvæðinu og í þéttbýli úti á landi. Fylgi Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðisins er hins vegar mjög lítið (6,4%), en mikið í dreif- býli (56,3). Könnun Hagvangs var gerð á tímabilinu 28. nóvember til 8. des- ember sl. Úrtaksstærð var 1.000, en svarprósenta brúttó 79% og nettó 84%. Þátttakendur voru 18 ára og eldri, búsettir um land allt, og var haft samband við þá í gegn- um síma. Afstöðu tóku alls 494, eða 63% þeirra sem spurðir voru. sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra á blaða- mannafundi sem hann og stjóm Þjóðskjalasafns efndu til í tilefni kaupanna. Hann sagði að aðstaða safnsins væri til háborinnar skammar og lausn á húsnæðis- vanda þess hefði ekki verið að finna í Þjóðarbókhlöðunni. „Fljót- lega eftir að ég tók við embætti menntamálaráðherra heimsótti ég Þjóðskjalasafnið og setti mér strax það markmið að bæta úr brýnni húsnæðisþörf þess. Við höfðum spurnir af því að þetta húsnæði væri til sölu og tel ég að með kaupum á því hafi stórvel tekist til,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður sagði að Þjóðskjalasafn íslands hefði búið mjög þröngt í rúma hálfa öld og að það hafi háð starfsemi safnsins á margan hátt. Nú þegar þyrfti safnið um 5.000 fermetra geymslurými þar sem eru góð geymsluskilyrði, lestrarsal, bókasafn, vinnustofu skjalavarða og viðgerðar- og ljósmyndastofu. Samkvæmt nýrri löggjöf er hlut- verk Þjóðskjalsafns að hafa eftirlit með skjalsöfnum opinberra aðila, annast fræðslu á því sviði og efla rannsóknir á íslenskri sögu auk varðveislu skjala og heimilda. Mjólkursamsalan flytur skrif- stofur sínar í nýtt húsnæði við Bitruháls í maí og tekur Þjóð- skjalasafnið við húsnæðinu við Laugaveg 1. júní nk., en Mjólkur- samsalan mun leigja rannsóknar- stofur af Þjóðskjalasafninu eitt- hvað áfram. Gert er ráð fyrir að Þjóðskjalasafnið hafi flutt alla starfsemi sína í nýja húsnæðið eftir 3—4 ár. Sverrir Hermanns- son sagði að hann stefndi aö því að þá yrði starfsemi Landsbóka- safns flutt í Þjóðarbókhlöðuna og t.d. forsætisráðuneytið flutt í hús Landsbókasafnsins. Kaupverð húseignar Mjólkur- samsölunnar er 110 milljónir króna, vísitölutryggt og með 3,5% vöxtum. 55 milljónir greiðast á 10 árum og 55 milljónir á næstu 7 árum. Fyrst verður greitt af hús- unum árið 1987. Húseignir Mjólkursamsölunnar eru samtals um 7.400 fm. að stærð. í austurálmu (4.105 fm.) þar sem nú eru verksmiðjur er gert ráð fyrir skjalageymslu. Með lítils- háttar breytingum mun skrif- stofuálman (vesturálman, 1.800 fm. að stærð) rúma skjalageymsl- ur á jarðhæð, lestrarsali og við- gerðarstofur á 1. hæð, en skrifstof- ur skjalavarða og bókasafn á 3. hæð, auk fyrirlestra- og fundar- sala. Einnig er þar gott rými fyrir sýningar. Auk þessara bygginga er einnig um að ræða tengibygg- ingu, 434 fm., og byggingu við Laugaveg þar sem nú eru verslun, skrifstofur, íbúðir og fundarsalur, samtals 1075 fm. Fylgi flokkanna í kosningum og könnunum Des. júní júlí maí feb. sept/ okL júlí apr. Úrslit •85 '85 ’85 •85 ’84 ’84 ’84 kosn. Alþýðub. 14,6 12,0 12,2 10,8 16,1 14,9 9,3 17,3 Alþýðufl. 16,2 16,0 21,3 20,5 7,0 6,4 6,8 11,7 Bandal. jafn. 4,3 7,7 5,4 6,0 6,2 6,2 3,7 7,3 Frams.fi. 13,0 11,0 11,9 9,9 14,6 14,7 17,1 18,5 Samtök um kv.l. 8,9 9,1 7,4 11,2 8,9 8,1 9,2 5,5 SjálfsLfl. 42,1 43.6 41,2 40,4 45,7 48,8 52,1 38,7 Fl. mannsins 1,0 0,6 0,6 1,2 1,5 0,9 1,8 1,0 Skipaður dómari við Hæstarétt JÓN HELGASON dómsmálaráð- herra skipaði í gær Bjarna K. Bjarna- son borgadóraara, sem hæstaréttar- dómara frá 1. janúar 1986. Auk Bjarna voru 4 aðrir um- sækjendur um stöðu hæstaréttar- dómara. Þau voru: Benedikt Blön- dal, Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson og Sveinn Snorrason. Bjarni K. Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.