Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MlbviKUDAGUR 18. DESEMBER1985 29 lánsfé til tekjutilfærslu frá sjávar- útvegi til verslunar- og þjónustu- greina og frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Annar til- gangurinn með stöðvun skulda- söfnunar er að koma í veg fyrir þessa tekjutilfærslu og skapa eðli- legt jafnvægi milli atvinnugreina og landshluta. í þriðja lagi hefur skuldasöfnunin í för með sér ójafn- vægi á vinnumarkaði þeim í óhag sem taka laun samkvæmt formleg- um samningum, sem iðulega eru líka lægst launuðu launþegarnir. Þriðji tilgangurinn með stöðvun skuldasöfnunarinnar sem því að skapa möguleika fyrir jafnvægi og frið á vinnumarkaðnum. Stöðvun skuldasöfnunarinnar er því hagmunamál landsbyggðar- innar. En það er auðvitað dæmi- gert að ýmsir fyrirgreiðslupólitík- usar skuli telja hið versta mál tillögur ungra sjálfstæðismanna um ráðdeild í ríkisrekstri sem er ein meginforsendan fyrir stöðvun skuldasöfnunaf erlendis. Það kemur sér ágætlega fyrir marga fyrirgreiðslupólitíkusa að tekju- möguleikar landsbyggðarinnar skuli vera rýrðir með rangri geng- isskráningu og misvægi á milli atvinnugreina. Það gefur þeim möguleika til þess að koma eins og frelsandi englar til þess að „bjarga" þeim sem lenda í vand- ræðum. En fólk er farið að sjá í gegnum þetta og ekki síst fólk á landsbyggðinni. Það er farið að skilja að skuldasöfnunarstefna slíkra fyrirgreiðslupólitíkusa fyrir möguleika þess til að standa á eigin fótum. Það er farið að skilja að slíkir fyrirgreiðslupólitíkusar byrja á því að taka tekjurnar burtu með rangri gengisskráningu og skuldasöfnun, en koma svo og bjóð- ast til að skila hluta þessara tekna til baka sem persónulegum greiða. Hlutverk SUS Halli á ríkissjóði og skuldasöfn- un erlendis leiðir af sé hærri skatta og verri lífskjör í framtíð- inni. Samband ungra sjálfstæðis- manna er stærsta stjórnmála- hreyfing ungs fólks í landinu. Það hlýtur að vera hlutverk ungra sjálfstæðismanna að standa vörð um hagsmuni ungs fólks og jafn- framt að benda á leiðir sem geta bætt lífskjörin í framtíðinni og eflt stöðu Islands meðal þjóðanna. Halli á ríkissjóði er fyrst og fremst skattlagning á ungt fólk í landinu og skuldirnar erlendis þarf unga fólkið að greiða. Því hljóta ungir sjálfstæðismenn að mótmæla kröftuglega þegar slík skattlagn- ing á ungt fólk er yfirvofandi og þegar slík aðför er gerð að lífskjör- um þess í framtíðinni. Ef ungir sjálfstæðismenn sofna á verðinum og bregðast hagsmunum ungs fólks, þá geta þeir heldur ekki aflað sjálfstæðisstefnunni fylgis meðal jafnaldra sinna. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. «Fr'V» ; S.; ■|; \ V x; * - ' Wt EGGERT feldskeri - LAUGAVEGI 66 - SIMI - fyrir þá sem velja aðeins það besta 11121 HvHdarstaður í hádegi höll að kveldi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.