Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 65 Brezhnef aði svo fyrir að allur umfram- mannafli yrði sendur heim er neyddi margan herforingjann til að setjast í helgan stein. Auk þessa hafði Kúbudeilan verið Krútsjeff og Sovétríkjunum til hinnar mestu niðurlægingar. Brezhnef studdur til valda Ef eitthvað gerði útslagið var það fyrirhuguð breyting á innri starfsemi og skipulagi flokksins er Krútsjeff gekk með í maganum. M.a. ógnaði hann ískyggilega til- veru þeirra allra heilögustu, þ.e. innsta kjarna herrastéttarinnar er fer með öll völd í Sovétríkjun- um. Þeir urðu óöruggir um stöðu sína og fannst sem afskipti og ráð- deild Krútsjeffs gæti ekki haldið áfram. Shevchenko segir að Federenko hafi tjáð sér gang mála þessa ör- lagaríka hausts. Suslov og Kosygin voru aðalhvatamenn hallarbylt- ingarinnar. Suslov virtist ánægður í stöðu sinni sem aðal-hugmynda- fræðingur flokksins og Kosygin sem formaður ráðherranefndar Sovétríkjanna en sem slíkur hafði hann mikil áhrif á efnahags- og utanríkismál og alla stefnumótun í þeim málum. Þó reyndust þeir eiga í örðugleikum að gera upp við sig hver yrði aðalritari flokksins. í næstu grein verður fjallað um það. HELOTU HEIMILDIR: Arkady N. Shevchenko. Breaking With Mo»- cow. A.F. Knopf, USA 1985. TIME Mag&zine, ll.ogl8.febr.1985. Höíundur á sæti í utanríkismála- nefnd Sambands ungra sjálfstæó- ismanna. Eiginkonur í SKJALDBORG á Akureyri hefur gefiö út skáldsöguna Eiginkonur í Hollywood eftir Jackie Collins í þýð- ingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Á bókarkápu segir m.a.: „sagan er víða fyndin, hneykslaleg á köfl- um, stundum furðu dapurleg og snertir sjálfar hjartataugar þess- arar glitrandi smáveraldar á Bev- erly Hills, lýsir molnandi menn- ingu í spilltu samfélagi, þar sem saman blandast hömlulaus sið- spilling, valdafíkn og fégræðgi. Eiginkonurnar í Hollywood fara með lesandann í skoðunarferð þar sem hann hittir fyrir ógleymanleg- ar persónur uns ferðinni lýkur með stökki inn í æsilegt og gersamlega óvænt uppgjör." Bókin er 470 blaðsíður. LITLI SVARTI SAMBÓ íaqa oo Ktvnom rrtm HCtCN 8ANNCRMAN Kasparov vígði titilinn með sigri yfir Timman ELDSKÍRN Garys Kasparov sem heimsmeistara í skák stendur nú yfir í Hollandi þar sem hann tefiir einvígi við Jan Timman, fremsta skákmann Vesturlanda. Strax í fyrstu skákinni náði Kasparov að sýna að hann er titilsins verður, því þá náði hann að snúa laglega á Timman í miðtafii og vinna síðan skákina í 52 leikjum. Það er hol- lenska fjölmiðlunarfyrirtækið KRO sem heldur einvígið, en það hefur undanfarin ár staðið fyrir einvígjum Timmans við ýmsa af beztu skákmönnum heims. Einvígi þetta er ekki liður í heimsmeistara- keppninni, en ætti samt að gefa góða vísbendingu um ganginn þar á næstunni. Kasparov undirbýr sig nú fyrir þriðja heimsmeistaraeinvígið við Anatoly Karpov, en það hefst I febrúar næstkomandi. Timman er hins vegar einn af fjórum sem berjast um sigurinn í keppninni um áskorunarréttinn á heims- meistarann næsta haust, hver svo sem það nú verður. Hann mætir sovézka stórmeistaranum Artur Jusupov í undanúrslitum keppninnar í janúar. Þó hér sé um nokkurs konar æfingaeinvígi að ræða er samt mikið í húfi fyrir báða. Afhroð Timmans gæti þýtt minnkandi sjálfstraust og slælega einbeit- ingu í einvíginu við Jusupov. Kasparov verður auðvitað að sigra, þó ekki væri nema með minnsta mun, til þess að viðhalda orðstír sínum sem heimsmeist- ara. Þrátt fyrir að Timman sé þriðji stigahæsti skákmaður heims, á eftir Kasparov og Karpov, átti hann samt í tölu- verðu basli með að komast í hóp þeirra fjögurra sem tefla í áskor- endaeinvígjunum. Nýlokið er einvígi hans við Mikhail Tal, sem lauk 3—3, en Timman hreppti fjórða sætið vegna hagstæðari stiga. Mikill áhugi er í Hcllandi fyrir einvíginu og komust færri að en vildu í salarkynnum sjónvarps- stöðvarinnar. Eitt þúsund sæti í skáksalnum sjálfum voru öll skipuð og er loka varð húsinu Jan Timman fljótlega upp úr byrjuninni því 1500 skákáhugamenn til viðbótar höfðu troðið sér inn í skýringasa- linn þar sem hollenskir stór- meistarar skýrðu leikina. Framan af skákinni voru margir hollensku áhorfendanna bjartsýnir fyrir hönd Timmans, en sérfræðingar spáðu flestir jafntefli. í flóknu miðtafli varð Hollendingnum síðan á í mess- unni og skyndilega hafði heims- meistarinn náð að galdra fram stöðu þar sem Timman virtist standa vel, en honum voru í raun allar bjargir bannaðar. Timman reyndi að klóra í bakkann með því að fórna tveim- ur riddurum fyrir hrók, en í lokaþætti skákarinnar tefldi Kasparov óaðfinnanlega. 1. einvígisskákin: Hvítt: Jan Timman Svart: Gary Kasparov Spánski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 04) — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 — 0-0, 9. h3 — Bb7, 10. d4 — He8. Eftir fyrra einvígi sitt við Kasparov sagði Karpov að hann kviði fyrir þvi seinna, þar sem Kasparov hefði fengið 48 ókeypis kennslustundir hjá sér, en hann hefði sjálfur ekkert getað lært af áskorandanum. Kasparov virðist í toppþjálfun Nú eru „kennslustundirnar" orðnar 72 og því er ekki að neita að Kasparov hefur lært ýmislegt af Karpov. Hér beitir hann t.d. uppáhaldsafbirgði heimsmeist- arans fyrrverandi. 11. Rbd2 — Bf8,12. a3. Kasparov kaus venjulega að leika a2 — a4 með hvítt gegn Karpov í slíkum stöðum. 12. H6, 13. Bc2 — Rb8, 14. b4 — Rbd7, 15. Bb2 — g6, 16. c4 — exd4, 17. Rxd4 — c6, 18. cxb5 — axb5,19. a4l? — bxa4,20. Bxa4. Fram að þessu hefur andi Karpovs svifið yfir vötnunum, en nú breytir Kasparov út af skák þeirra Timmans og Karpovs í Tilburg 1979 sem tefldist: 20. — Hc8 21. Hcl — c5 og svartur jafnaði taflið. 20. — I)b6,21. b5. Með slíkum uppskriftum getur hvítur vart gert sér vonir um meira en jafntefli. Til greina kom 21. - Db3!? 21. cxb5, 22. Bxb5 — d5!, 23. Hxa8 — Bxa8, 24. Da4 — Rc5, 25. Dc2 — Hb8,26.exd5. 26. e5 — Re4 var svörtum í vil. Nú ætti jafntefli að vera líkleg niðurstaða eftir þessi miklu peðauppskipti, en hvorug- ur er á þeim buxunum að fara að skipta upp á meiri liði. í stað- inn leggur Timman út í vafasama áætlun. 26. — Rxd5, 27. Rc4 — Dc7, 28. Re5!? — Bg7,29. Rec6? Timman hyggst koma svörtu riddurunum á d5 og c5 í uppnám, en leikurinn hefur þveröfug áhrif. Að hörfa með 29. Ref3 var slæmt vegna 29. — Rf4, en hvítur hefði getað þvingað fram jafn- teflislega stöðu með því að leika 29. Ba3!, því eftir 29. — Bxe5, 30. Dxc5 — Dxc5, 31. Bxc5 gengur 31 .. .Bxd4?, 32. Bxd4 - Hxb5? auðvitað ekki vegna matnsins í borðinu. 29. Bxc6,30. Bxc6. Eftir 30. Dxc5 - Bxb5, 31. Dxd5 — Bc4 tapar hvítur manni. 30. — Rf4! Mögnuð staða. Hvítu stöðunni verður varla bjargað, eins og eftirfarandi afbrigði gefa til kynna: 1) 31. Bf3 - Rfd3, 32. Hbl - Rxb2og vinnur. 2) 31. Be4 — Dd6 með hótunum 32. — Hxb2 og 32. — Hd8. 3) 31. Dxc5 Rd3! og vinnur lið. 4) 31. He8+ — Hxe8, 32. Bxe8 — De7, 33. Bb5 — (þvingað) Dg5! og hvítur tapar a.m.k. peði. Timman valdi því að freista gæfunnar með drottningu og hrók gegn drottningu og tveimur riddurum. 31. Bb5 — Hxb5!, 32. Rxb5 — Dc6, 33. f3 — Dxb5, 34. Bxg7 — Kxg7, 35. Dc3+ — Kg8, 36. De5 — Rfe6, 37. Hal — Db7, 38. Dd6 — h5, 39. Khl — Kh7, 40. Hcl — Da7,41. Hbl — Rg7. Nú loks fær svartur frið til að lagfæra stöðu riddara sinna. Þó staðan sé einföld, eykur það síður en svo jafnteflislíkurnar, því fari baráttan fram á litlu svæði borðsins, eins og hér, njóta ridd- arar sín sérlega vel. 42. Hb8 — Rce6, 43. De5 — Rd4, 44. Hbl — h4, 45. Db8 — De7, 46. Db4 — I)f6. 47. Df8 — Re2, 48. Hdl — Rf5, 49. Db8 — Re3, 50. Dd8 — Df4, 51. Hel — Rfl! og Timman gafst upp. Ekki amaleg eldskírn nýbakaðs heimsmeist- ara! Hollywood Litli svarti Sambó Iðunn hefur nú aftur sent frá sér ævintýrið Litli svarti Sambó eftir Helen Bannerman sem Frey- steinn Gunnarsson þýddi. Bókin er prentuð í Portúgal. í fréttatil- kynningu frá útgefanda segir að óþarft sé að fara um bókina mörg- um orðum því að flestir foreldrar, afar og ömmur hafi kynnst henni af eigin raun. Iðunn hefur einnig gefið út bækurnar Sambó og Tví- burarnir og Litla hvíta Lukka eftir sama höfund. , HELGI HALFDANARS0N Safn ritgerða um íslenskt mál. „Þaö sýnir menningarstig hverrar þjóöar, hversu annt hún lætur sér um aö varöveita tungu sína.“ LJOÐHUS HF Simi 17095,18103. Bókaútgáfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.