Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, MIPVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Krabbameinsfélagið Skipuleg leit að krabbameini í ristli og endaþarmi Dr. Reinhard Grauck og Ásgeir Theodórs Tilgangurinn að fækka dauðsfollum um helming á næstu fímm árum — segir dr. Reinhard Gnauck frá Wiesbaden Eins og fram hefur komió (frétt- um er Krabbameinsfélagið í þann veg að hefja skipulega leit að krabbameini ( rístli og endaþarmi en þetta er þriðji algengasti krabbameinssjúkdómur hér ó landi. Algengarí eru brjósta- og leghálskrabbamein, en rækileg og umfangsmikil leit að þeim ( yfir 20 ir hefur borið mikinn irangur og hefur fél&gið sem kunnugt er hlotið viðurkenningu Alþjóðaheil- brigðismilastofnunarinnar fyrir irangur ( starfi. Með tilkomu „Hússins sem þjóðin gaf“ fyrir fieinum irum stórbatnaði ðll starfsaðstaða Krabbameinsfélags- ins og hafði það m.a. ( fór með sér að félaginu varð kleift að leita fyrr nýrra leiða til greiningar krabba- meins i frumstigi. Sérfræðinga- nefnd i vegum félagsins komst að þeirri niðurstöðu að ikjósanlegasta forgangsverkefnið værí að hefja skipulega leit að krabbameini ( ristli og endaþarmL Sjúkdómur þessi leggst jafnt á karla sem konur. Árlega leggur hann að velli milli 35 og 40 manns hér á landi en á ári hverju grein- ist hann hjá um 70 einstakling- um. Sjúklingar verða ekki varir við einkenni sjúkdómsins fyrstu 5—10 árin eftir að hann tekur sig upp en með rannsóknum er unnt að greina hann á frumstigi og gera þá ráðstafanir til að stöðva hina uggvænlegu þróun. Að þessu verður stefnt með hinni skipulegu leitarstarfsemi sem hefjast mun á næstunni og er talið að þegar hún er komin ( fullan gang megi auka batalíkur um allt að 75% þegar á heildina er litið. Við leit að krabbameini í ristli og endaþarmi mun Krabba- meinsfélagið nota leitarkerfi sem tíðkast víða um lönd og skilað hefur miklum árangri varðandi greiningu sjúkdómsins. Undan- farið hefur v-þýzkur sérfræðing- ur, dr. Reinhard Gnauck frá Deutsche Klinik fur Diagnostik í Wiesbaden, verið hér á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem hann hefur unnið að undirbún- ingi frumkönnunar ásamt lækn- unum Ásgeiri Theódórs, Bjarna Þjóðleifssyni og Tómasi Á. Jón- assyni, auk önnu Pálsdóttur meinatæknis en þessi hópur mun hafa veg og vanda af því starfi sem unnið verður á næstunni. Dr. Gnauck er frumkvöðull í notkun þessa leitarkerfis ( Evr- ópu og sagði hann m.a. i viðtali við Morgunblaðið að samkvæmt lista sem ameríska krabbameins- félagið birti árlega yfir tíðni krabbameins í ristli og enda- þarmi i 48 löndum væri ísland nú hið 18. i röðinni en Danmörk væri efst á blaði. „Þessi krabbameinssjúkdómur leggst aðeins á fólk i iðnrfkjunum að heita má. Þessi staðreynd gefur til kynna að hann orsakist af einhverju sem fyrirfinnst i umhverfinu, enda hefur verið visindalega sannað að einstakl- ingar frá svæðum þar sem sjúk- dómurinn er óþekktur taka hann eftir að þeir flytjast búferlum til hinna þróuðu iðnríkja og hafa verið þar um árabil. Helzta til- gátan er sú að i fæðunni sé eitt- hvað sem orsakar sjúkdóminn og i þvi sambandi hefur athyglin einkum beinzt að fitu- og kjöt- neyslu. Líkur hafa einnig verið að því leiddar að skortur á trefj- um í fæðunni kunni að hafa sitt að segja i þessu sambandi." „Hver eru fyrstu merkjanlegu einkenni sjúkdómsins þegar hann er svo langt meðgenginn að sjúklingurinn verður hans var?“ „Verkir i kviðarholi, hægðar- truflanir og sjáanlegt blóð i hægðum, auk þess sem sjúkling- urinn leggur verulega af. Þegar svo er komið að einkennin koma í ljós með þessum hætti er sjúk- dómurinn f mörgum tilfellum kominn á það stig að litlar líkur eru til þess að bjarga megi sjúkl- ingnum. Hins vegar er hann auðveldur viðfangs þegar hann greinist á fyrra stigi og að slfkum árangri er stefnt með leitarstarfi sem nú er að hefjast hér hjá ykkur. Þið hafið að sjálfsögðu sérstakt tækifæri til að ná mjög góðum árangri, m.a. af því hve heilbrigðisþjónusta er hér á háu stigi og einnig vegna fámennis- ins.“ „Hvernig er krabbamein i ristli og endaþarmi meðhöndl- að?“ „Lyf og geislar koma ekki að gagni f viðureigninni við þennan krabbameinssjúkdóm. Það eru skurðaðgerðir sem meðferðin er fólgin í og meö þeim hefur náðst mjög góður árangur. Galdurinn er bara sá að komast fyrir meinið áður en það nær að komast f gegnum þarmavegginn og sá sér í nærliggjandi vefi eða eitla. Slík þróun tekur sem fyrr segir lang- an tima og með rannsóknum og eftirliti er vandalftið að uppgötva sjúkdóminn á meðan hann er viðráðanlegur. Batahorfurnar fara mjög eftir því hvort sjúk- dómurinn er staðbundinn eða útbreiddur þegar hann greinist. Oftast byrjar hann með góðkynja slímhúðaræxlum eða sepum sem auðvelt er að fjarlægja og hindra þannig að sjúkdómurinn haldi áfram að búa um sig. Þessi góð- kynja slímhúðaræxli gera vart við sig þegar notað er Hemoc- cult-prófið sem notað verður við leitina hér og auðvelt er að fjar- lægja þau með lftilsháttar að- gerð, þ.e. ristilspeglun. Næsta stig er þegar æxli hefur náð að stækka og ná fótfestu f þarma- veggnum. Þá er það hugsanlega orðið illkynja og verður þá að nema það brott með skurðaðgerð. Hafi æxlið hins vegar náð að vaxa inn i ristilvegginn fer að gæta blóðs f hægðum sjúklings- ins en um 95% þeirra sem gang- ast undir skurðaðgerð á þessu stigi lifa f fimm ár eða lengur. Um helmingur sjúklinga lifir fimm árum eða lengur eftir aðgerð þegar æxlið er komið í gegnum þarmavegginn og farið að sá sér i nærliggjandi vefi og eitla, en þegar meinvörp eru komin í önnur liffæri eru ekki nema 10% likur á lækningu." „Hverjum er hættast við að fá þessa tegund krabbameins?" „Fólk sem komið er á miðjan aldur og þar yfir er talið vera í áhættuhópi enda eru þeir sem leitin nær til á aldrinum 45—69 ára. Prófið sem notað er veitir verulega nákvæmni en þess ber þó að gæta að raunverulegur árangur af skipulegri leit kemur ekki i ljós fyrr en að fimm árum liðnum. Þó er ekki óraunhæft að stefna að þvi að lækka dánartöl- ur sjúklinga af völdum krabba- meins í ristli og endaþarmi um helming á þeim fimm árum sem i hönd fara.“ „Og í hverju er svo Hemoccult-prófið fólgið?" „Þetta er efnafræðilegt próf sem grundvallast á þvi að sýni úr hægðum er sett á pappfr sem vættur hefur verið með svokall- aðri „Guaiac resin-upplausn". Svörun kemur síðan fram þegar dreypt er á sýnið sérstakri efna- upplausn, en litabreytingar á sýningu gefa til kynna hvort sjúklingurinn er haldinn sjúk- dómnum eða ekki. Þetta próf er afar hentugt. Það er ódýrt og hefur engar aukaverkanir í för með sér. Rannsóknaraðferðin er að sama skapi kostnaðarlitil og einföld í framkvæmd. Hemoc- cult-prófið gerir þó kröfu til þess að sjúklingurinn sé samvinnu- þýður þvf að honum er ætlað að taka sýnin sjálfur og koma þeim í hendur þeirra sem annast rann- sóknina sjálfa." „Hvernig gengur að fá fólk til að koma þannig til móts við þá sem sjá um rannsóknir?“ „í Þýzkalandi þar sem ég starfa og þekki bezt til hefur það gengið prýðilega. Við Höfum þann hátt á að þetta er liður i almennu heilbrigðiseftirliti og sjúklingur tekur við gögnunum úr hendi læknis þegar hann kemur f læknisskoðun. Gögnin skila sér eins og bezt verður á kosið. Hér á íslandi er hins vegar ætlunin að fólk fái gögnin send en ég hef ekki trú á þvi að það verði til þess að draga úr undir- tektum. Hvað sjúklingana varðar er þetta svo augljóst hagsmuna- mál þeirra sjálfra að undirtekt- irnar hljóta að verða góöar,“ sagði dr. Reinhard Gnauck að lokum. Tilviljunarkennt úrtak 6 þús- und karla og kvenna af stór- Reykjavfkursvæðinu og úr strjál- býli, án tillits til sjúkrasögu einstaklinganna, ræður þvi hverjir taka þátt i þessari frum- könnun sem ætluð er sem undan- fari skipulegrar leitar að krabba- meini f ristli og endaþarmi. Þvi má svo bæta við að verkefninu tengjast visindarannsóknir sem vonir standa til að varpi ljósi á aðdraganda og myndun krabba- meinsæxla en sem kunnugt er gera aðstæður hérlendis það er að verkum að slfkar rannsóknir eru aðgengilegri og auðveldari viðfangs en vða annars staðar. Ástæður þessa eru fyrst og fremst fámenni, greiður aðgang- ur að upplýsingum um sjúkra- sögu ættliða f sömu fjölskyldu, nákvæmni i skýrslugerð og skipuleg upplýsingasöfnun. Fagna yfirlýsingum menntamálaráðherra um kjör kennara Skólastjórar og yfirkennarar: Kennslustörf verði gerð eftirsóknarverð MORGUNBLAÐINU hefur boríst eftirfarandi samþykkt sem gerð var á fundi trúnaðarráða Kennarafélags Reykjavíkur, Kennarafélags KSK og Kennarafélags Reykjaness, sem haldinn var 4. desember sl.: „Fundur trúnaðarmanna Kenn- arafélags Reykjavfkur, Kennara- félags KSK og Kennarafélags Reykjaness, haldinn 4. desember 1985, fagnar samþykktum sem gerðar voru á ráðstefnu, sem hald- in var að frumkvæmði Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra í Þjóðleikhúsinu 1. desember sl. þar sem m.a. kemur fram að mikilvægt sé að gera kennarastörf eftirsóknarverð og lffvænleg á nýj- an leik. Jafnframt fagnar fundur- inn yfirlýsingum Sverris i sjón- varpsþætti 3. desember sl. þess efnis að bæta þurfi kjör kennara. Fundurinn væntir þess að ráð- herrann beiti sér fyrir því að leið- rétting á launum kennara verði gerð nú um áramót, þegar samn- ingar eru lausir. Brýn nauðsyn er að stórbæta kjör kennara, þannig að vel mennt- aðir kennarar fáist til kennslu við skóla landsins." (Fréttatilkynning) Stjórn Félags skélastjéra og yfirkenn- ara í grunnskólastigi fagnar eftirfar- andi yfirlýsingu, sem fram korr. þann 1. desember sl. i ráðstefnu mennta- málaráðherra um varðveislu og efi- ingu íslenskrar tungu. „... Mjög mikilvægt er að gera kennarastörf eftirsóknarverð og lifvænleg á nýjan leik.“ Stjórnin hvetur yfirvöld mennta- mála til að láta ekki sitja við orðin tóm, heldur hefjast þegar handa við að bæta úr því ófremdarástandi sem rikir í þessum efnum. Jafnframt lýsir stjórnin sig reiðubúna til samstarfs um leiðir til úrbóta. (Frétutilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.