Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 52
M0RGUN6LAÐIÐ, MÍÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1986 52 Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson Ungfrú heimur boðin velkomin á viðeigandi hátt, en þau Kjartan Már Óskarsson og Hulda Rut Ragnarsdóttir færðu Hólmfríði og Sally Kemp blóm við komuna á barnadeild Hringsins. Fyrir aftan standa þær Sigríður Johnson, f.v., Kristín Ketilsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Hertha W. Jónsdóttir. „Ef þig vantar fulltrúa á næsta ári, Baldvin, þá skaltu bara halda áfram að leita hér á Ríkissp- ítölum," sagði Davíð Gunnarsson m.a. í ræðu sinni, en Hólmfríður vann sem kunnugt er á barnaheimili spítalans að Vífilsstöðum. Hér hlýðir hún á mál Davíðs ásamt þeim Sigríði John- son, form. kvenfélagsins Hringsins (f.v.), Gunnari Biering, yfirlækni barnadeildar og Sally Kemp, skrifstofustjóra keppninnar. ¥ Ungfrú heimur í heimsókn á barnaspítala Hringsins UNGFRÚ heimur, Hólmfríður Karlsdóttir, heimsótti sl. laugardag barnadeild Hringsins og gjörgæslu- deild fyrir nýfædd börn á Landspít- alanum. Er það í fyrsta sinn sem Hólmfríður heimsækir barnaspítala sem fulltrúi keppninnar um ungfrú heim, en á komandi ári mun hún ferðast víða um heim og gera slíkt hið sama, auk þess að safna fé til hjúkrunar sjúkum börnum, sem er megintilgangur keppninnar. í för með Hólmfríði var Sally Kemp, skrifstofustjóri keppninnar. Gunnar Biering, yfirlæknir barnadeildar, Hertha W. Jóns- dóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri og Sigríður Johnson, for- maður kvenfélagsins Hringsins tóku á móti gestunum og hófst heimsóknin á gjörgæsludeild fyrir nýfædd börn. Þegar hún hafði verið skoðuð, heilsað hafði verið upp á starfslið og foreldra barna sem þar voru stödd var farið á barnadeild Hringsins. Þar kom Hólmfríður fyrst við í föndurher- berginu, en heimsótti síðan þau börn sem voru rúmliggjandi á deildinni. Fegurð til styrktar sjúkum börnum Að lokinni heimsókninni til barnanna bauð Landspítalinn gestunum og starfsfólki barna- deildanna til kaffisamsætis. Þar tóku ýmsir til máls, m.a. Sally Kemp, sem rakti sögu keppninnar um ungfrú heim og lýsti markmið- um hennar sem felast í einkunnar- orðunum „Beauty with a purpose" eða „Fegurð með tilgang". Tilgang- urinn er að safna fé til styrktar Það voru ekki einungis börn sem Hólmfríður heilsaði uppá. f setustofunni á 3. hæð fógnuðu sjúklingar henni með lófaklappi og Ungrú heimur þakkaði hverjum og einum með handabandi. Hólmfríður spjallar við Elvar Þór Hafsteinsson á barnadeildinni. og hjúkrunar sjúkum börnum og nefndi hún sem dæmi að eitt helsta málið á liðnu ári hefði verið að fá stjórnvöld í Guatemala til að reisa barnaspítala, sem enginn væri til staðar, gegn því að keppnin legði til allan tækjakost. Það tókst. Þá nefndi hún einnig að um það leyti sem síðasta keppnin fór fram í Lundúnum hefðu forsvarsmenn hennar sent hóp lýtalækna til Sri Lanka í þeim tilgangi að lækna tæplega 200 einstaklinga sem hefðu það mikil andlits- og líkams- lýti að þeir væru nánast útskúfaðir úr sínu samfélagi. Sally Kemp kvað það m.a. eitt af störfum Hólmfríðar á komandi ári að safna fé til handa börnunum á Sri Lanka, auk annarra og sagðist þess full- viss að þessum verðuga fulltrúa keppninnar myndi farast það vel úr hendi. Dansleikur til styrktar starfi Hringsins Undir það tóku aðrir ræðumenn, m.a. Sigríður Johnson, en hún minntist í ræðu sinni á að á næsta ári væri ákveðið að halda hér styrktardansleik á vegum kven- féiagsins Hringsins, keppninnar um fegurðardrottningu íslands og veitingahússins Broadway, þar sem allur ágóði rynni óskertur til Hringsins. „Heiðursgesturinn verður að sjálfsögðu Ungfrú heim- ur, Hófí,“ sagði Sigríður. Baldvin Jónsson vék einnig að þessu í máli sínu og sagði að fyrir hönd keppn- innar um fegurðardrottningu ís- lands yrði slíkur styrktardansleik- ur vonandi að árlegum viðburði í framtíðinni þar sem Ungfrú heim- ur hvers tíma yrði heiðursgestur á, enda væri það ósk Juliu Morley, framkvæmdastjóra keppninnar, að með slíkum styrktardansleik mætti styrkja kvenfélagið Hring- inn í starfi sínu fyrir sjúk börn á íslandi. Draumur um nýjan barnaspítala Gunnar Biering rakti sögu kven- félagsins Hringsins í ræðu sinni og ennfremur barnadeildarinnar, sem í dag hefur 67 sjúkrarúm, þar af 14 á gjörgæsludeildinni. Hann benti á að þörf væri fyrir aukið rými og tók undir óskir þeirra Davíðs Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítala og Sigríðar Johnson um nýjan barnaspítala. Um það sagði Sigríður enfremur: „Öll eig- um við draum um nýjan, fullkom- inn barnaspítala. Þegar virðulegt alþingi, heilbrigðisráðuneytið og stjórn ríkisspítala hafa sameinast um að byggja slíkan spítala fyrir þá yngstu og veikustu í okkar landi, þá verðum við Hringskonur þakklátar." Að því sögðu færði Sigríður Hólmfríði bestu óskir þeirra Hringskvenna um velfarnað í starfi á komandi ári. Gjörgæsludeild fyrir nýfædd börn heimsótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.