Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 70

Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Sungið í fjáröflunarskyni Það er óþarfi að grípa andann sem haldnir voru í fjáröflunar- Með þeim Diönu og Julio voru í á lofti og halda að þetta sé skyni handa íbúum Mexíkóborgar, flokki Burt Reynolds, Martin nýjasta parið á stjörnuhimninum, þar sem hörmungarnar dundu yfir Sheen og Morgan Fairchild. því myndin var tekin á tónleikum með jarðskjálftum fyrir nokkru. Hann var dýr sopinn sá Sopinn getur verið dýr- keyptur það eitt er víst. Nýlega var á uppboði hand- biásin flaska síöan 1787 og upphaflega sérpöntuð af Thom- as Jefferson er hann var sendi- herra í Frakklandi. Á þessu uppboði var flaskan síðan slegin á 154.000 dollara og töldu sérfróðir menn að þar væri um að ræða 4.000 dollara á sopann en það ætti að sam- svara 180.000 íslenskum krón- um. Sá sem veitti sér veigarnar eða öllu heldur flöskuna er Christopher Forbes þriðji, son- ur milljónamæringsins Mal- colm, Forbes útgefanda. Hann sagði að enginn myndi njóta drykkjarins, því flaskan færi beint á safn er tiieinkað væri Jefferson. SMÁKÖKUKEPPNIÁ RÁS 2 Skilafrestur rennur út á morgun Ég vona bara að lestur sagn- anna eflist til muna r Amorgun rennur út skilafrest- ur í smákökukeppninni sem nú stendur yfir á rás 2. „Við erum búnir að fá miklu meira inn af smákökum en við bjuggumst nokkru sinni við,“ sagði Asgeir Tómasson. „Það verður mjög spennandi að leyfa bragðlaukunum að spreyta sig á kökunum og okkur til faglegr- ar aðstoðar verur Hilmar B. Jóns- son, ritstjóri Gestgjafans. Sá er fer með sigur af hólmi í keppninni hlýtur hin veglegustu verðlaun svokallað partýsett frá Tékk-kristal hljóta þrír efstu og einnig hlýtur sá efsti úttekt hjá Jóhannesi Leifssyni gullsmið og tímaritið Gestgjafinn frá upphafi, það er að segja öll tölublöð sem til eru ennþá." — Hvernig voru upptökin að keppninni? „Við vorum eitthvað andlausir einn föstudagsmorguninn og þetta hrökk svona hálfpartinn upp úr okkur í beinni útsendingu. Og nú hugsum við okkur bara gott til glóðarinnar að fara að smakka." — Hefur borið á kökum eða uppskriftum sem þið hafið ekki rekist á áður? „Já, og það furðulegasta við þetta er hvað kökusendingarnar — sagði Sverrir Hermannsson eru ólíkar yfirleitt. En það hefur borið á ýmsum sérstökum uppskriftum og til dæmis vorum við að enda við að frétta af uppskrift sem er á leið- inni til okkar. Hún er frá síðustu öld og er kennd við bæ í Svarfað- ardal. Það fylgdi sögunni að ekki mætti einu sinni nota búðarsíróp i kökurnar heldur þyrfti að laga það sérstaklega áður.“ — Því hefur verið fleygt að konurnar ykkar sleppi vel við baksturinn þessi jólin? „Já, við höfum einnig heyrt þetta, en ef það er eitthvað verðum við bara vandlátari á kökurnar hjá þeim.“ Það lítur út fyrir að Sverrir Hermannsson sé að syngja á bók á meðfylgjandi mynd og lík- lega er það sönnu nær, að minnsta kosti trúlegra að hann sé að lof- syngja framtak þeirra hjá bókaút- gáfunni Svart á hvítu, er nýlega gaf út íslendingasögurnar á nú- tímastafsetningu í tveimur bind- um. Myndin er reyndar tekin er for- svarsmenn fyrrgreindrar útgáfu afhentu ráðherra eintök af sögun- um, töldu enda að hann væri vel að þeim kominn, sem baráttumað- ur fyrir varðveislu tungunnar og málvernd hverskonar. Ætla út- gefendur að hin nýja útgáfa sagn- anna g eti orðið ríkur þáttur í slíku starfi. Blm. spurði Sverri hvað honum fyndist um framtakið. „Þetta er mjög merkilegt fram- tak og ég er furðu lostinn að þetta skuli komast fyrir í svona aðgengi- legu bókarformi en samt með góðu letri.“ —Nú er þetta með nútímastaf- setningu, þú ert ekkert hræddur við að unga fólkið hætti þar með að kunna að lesa í fornmálið? „Nei, nei, gömlu stafsetningunni er sleppt og fyrir bragðið verður þetta handhægara til lesturs. Orðalagið heldur sér úr gömlu bókunum og það finnst mér mest um vert. Ég vona bara að þetta framtak verði til þess að lestur sagnanna eflist til muna.“ Ljósm./Emilia Hér taka þeir sér forskot á sæluna Ásgeir Tómasson, Þorgeir Ástvaldsson, Georg Magnússon og Páll Þorsteinsson. fclk f fréttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.