Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 17

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 17 íslensk píanótónlist Hljómplötur Egill Friðleifsson Þorkell Sigurbjörnsson, Der Wohl- temperierte Jónas Tómasson, Sonata VIII (1973). Alti Heimir Sveinsson, Gloria (1981). Hjálmar H. Ragnarsson, Firam prelúdíur (1983—85). Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur á píanó. Og þá er að minnast á síðustu plötuna af þeim fjórum, sem ís- lenska tónverkamiðstöðin sendi nýlega frá sér og hafa allar að geyma íslenska samtímatónlist. Heitir sú „íslensk píanótónlist" en þar er að finna verk eftir þá Þorkel Sigurbjörnsson, Jónas Tómasson, Atla H. Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Það er Anna Áslaug Ragnarsdóttir sem leikur á Stein- wayinn og fór upptakan fram í Langholtskirkju. Fyrirfram hefði mátt búast við að hljómburður kirkjunnar væri of mikill fyrir píanómúsík, en þess gætir lítið á plötunni og kemur það nokkuð á óvart. Anna Áslaug er vandaður og góður píanóleikari, sem gerir öllum þessum verkum ágæt skil. Þó Anna Áslaug hafi dvalist lang- dvölum erlendis hefur hún alltaf haft gott samband við gamlan frón, og lagt sig eftir að leika það nýjasta sem úr smiðju tónskáld- anna hefur komið. Hjálmar H. Ragnarsson ritar bækling með plötunni og rekur þar í stórum dráttum sögu píanótón- listar á íslandi. Og enn er það Sveinbjörn Sveinbjörnsson er við sögu kemur sem frumherji á þeim akrinum. Svo vill til að litlu píanó- stykkin tvö „Idyl“ og „Víkivaki", en þau eru einu píanóverk Svein- björns sem hér hafa verið gefin út, njóta enn vinsælda og eru tölu- vert leikin. Þeir Páll ísólfsson og Jón Leifs sömdu síðar nokkuð fyrir píanó, en fjörkippurinn hófst þó ekki fyrr en eftir lýveldisstofnun- ina og hafa síðan margir lagt lóð sitt á þá vogarskálina. Elsta verkið á plötunni samdi Þorkell Sigurbjörnsson fyrir Halldór Haraldsson píanóleikara árið 1971 og ber þann skondna titil „Der Wohltemperierte Pianist". Verkið er í fjórum stuttum köflum. Það hefst á einskonar prelúdíu, sem síðan er vitnað í í lokaþættin- um. Það var gaman að hlusta á Önnu Áslaugu leika þetta verk, hafandi túlkun Halldórs í huga, Mewgret Ftettch Kalli og Kata i fjöllcikahúsi ■im og mega bæði vel við una þó ólík séu um margt. „Sonata VIII" eftir Jónas Tómason er einnig í fjórum hlutum, þar sem nótan H er rauði þráðurinn í gegnum þykkt og þunnt. Laglegt verk hjá Jónasi, sem hann tileinkaði Onnu Ás- laugu. Síðasta verkið á hlið I er „Gloria" Atla H. Sveinssonar. „Gloria" er jólatónlist, hugleiðing án orða um jólaguðspjallið — Gloria in excelsis Deo — eða Dýrð sé Guði í upphæðum" eins og höf- undur tekur sjálfur fram. Satt að segja man ég varla eftir að hafa heyrt jafn hrjúfa englamúsík og birtist á köflum í þessu verki. En Atli slær einnig á mildari strengi og þessi umskipti frá hörku til mýktar heldur athygli hlustand- ans allt til enda. Á hlið II er að finna „Fimm prelúdíur" eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þær eru mjög ólíkar innbyrðist en bera þó allar einkenni höfundar síns, ólg- andi, ástriðufullar og spennandi. Önnur prelúdían „Allegro con brio“ er ein áhrifaríkasta íslenska píanótónsmíðin sem ég hef heyrt og er hér glæsilega flutt af önnu Áslaugu. Hér í blaðinu hefur nú lítillega verið fjallað um þær fjórar hljóm- plötur, sem út komu fyrir stuttu á vegum íslensku tónverkamið- stöðvarinnar og hafa þær allar að geyma íslenska samtímatónlist. Það skal rifjað upp að fyrirhugað er að gefa út átta plötur til við- bótar áður en lýkur og verður fróð- legt að fylgjast með þeim. Ætla má að með því fáist nokkuð heilleg mynd af því, sem helst er að gerast í smiðjum íslenskra tónskálda. Á þessum fjórum plötum koma ellefu tónskáld við sögu og eiga þrjú þeirra verk á fleiri en einni plötu. Vonandi verður val tónsmíða á þeim plötum, sem enn á eftir að gefa út, til þess að sýna þá miklu breidd og grósku sem hér ríkir í þessum málum og gefi sem flestum tækifæri, jafnt „alþjóðahyggju" og framúrstefnumönnum sem og þeim er enn huga að arfi feðranna í tónsköpun sinni, og tengja þannig nútíð við fortíð. Lesendum skal bent á, að þessi plötuútgáfa er hið merkasta fram- tak og kærkomið öllum unnendum íslenskrar tónmenningar. Nýjar bækur um Kalla ogKötu KOMNAR eru út hjá Iðunni tvær nýjar litmyndabækur um Kalla og Kötu eftir þýska höfundinn Mar- gret Rettich. Nefnast þær Kalli og Kata i skólanum og Kalli og Kata í fjÖlleikahúsi. Iðunn hefur áður gefið út átta bækur um Kalla og Kötu. Bjarni Fr. Karlsson þýddi bæk- urnar, sem voru prentaðar á Ítalíu. MAGNUS MAGNÚSSON Á söguslóðum Bíblíunnar Hinn kunni sjónvarpsmaður í Bretlandi, Magnús Magnússon, skyggnist að baki frægra þátta í breska sjónvarpinu og síðar í því íslenska. Þetta er vegahand- bók um söguslóðir Biblíunnar. Þetta erjafnframt bók sem vekur spurningar og umræður. Magnús Magnússon vinnur úr ógrynni lítt kunnra heimilda og kynnir lesandanum niðurstöður sínar á alþýðlegan hátt sem nýtur sín vel í vandaðri þýðingu Dags Þorleifssonar. n^WarW^og sogusBSI I Austu.löt.dum u*t.n r Mr lóhann S. Hannesson TÍUNDIR KVÆm NORM VINCENT NORMAN Ljjd V,NCENT peale lífmuíi ..Jfyfttðkid w.mwnrngju & Tíundir Kvæði eflir Jóhann S. Hannesson Kristján Karlsson sá um útgáfuna og ritar inngang um skáldskap Jóhanns Jóhann S. Hannesson andaðist 9. nóvember 1983. Hann lét eftir sig í handritum Ijóð þau, frumkveðin og þýdd, sem nú koma út. Langflest ljóðin orti Jóhann síðustu þrjú árin sem hann lifði og ekkert þeirra hefur áður komið út í bók. Skáldskapur Jóhanns er í heild sérkenni- legt og merkilegt framlag til íslenskrar ljóðagerðar á okkar tímum. Iceland 66° North Stórglæsileg bók á ensku um Island og íslendinga eftir tvo erlenda listamenn: Pamelu Sanders (Brement) og Roloff Beny Tilvalin gjof til vina og vidskipta- manna erlendis. Þessi bók hefur þegar vakið á sér mikla athygli erlendis og hlotið hina bestu dóma. Ljósmyndir Roloffs Beny eru einstæðar að fegurð og texti Pamelu, eiginkonu sendiherra Bandaríkjanna á fslandi, er ritaður ,af mikilli ást, drjúgri þekkingu og smitandi eldmóði um nánast allar hliðar mannlegs lífs á íslandi.” Bækur riormans Vincent Peale i þýðingu Baldvins Þ. Krisýánssonar Vörðuð leið til lífshamingju og Lifðu lífinu lifandi Þessar tvær dásamlegu heilræðabækur hafa verið ófáanlegar um langt skeið en nú hefur verið úr því bætt. Vörðuð leið til lífshamingju kennir mönnum að hugsajákvætt en Lifðu lífinu lifandi sýnir hvernig breyta á þessari jákvæðu hugsun í framkvæmd. BOKAUTGAFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.