Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 49 Skjól hinna særðu Bókmenntir Jenna Jensdóttir Katherine Paterson Merki samúræjans Imríður Baxter þýddi Myndskreyting: Eggert Pétursson NOTT bókaútgáfa Reykjavík 1985. Lítið veit ég um höfund sögunn- ar, en á bókarkápu er sagt að hann sé margfaldur verðlaunahöfundur í heimalandi sínu. Sagan er látin gerast í Japan á miðri 12. öld þegar veldi Heikeætt- arinnar stóð á hátindi. Þá fengu engir aðrir að bera vopn en sam- úræjarnir, en það var erfðastétt stríðsmanna sem hafði komið upp á 10. og 11. öld. Uppáhaldsvopn þessara atvinnuhermanna var sverðið. Á þeim tímum voru menn sem helguðu líf sitt því að smíða sverð og nutu þeir smiðir virðingar og hylli. Vel smíðað sverð var mikill dýrgripur. í siðareglum samúræja var lögð áhersla á frjósemi, tryggð og rækt við forfeðurna. Fábrotið líf, fátækt og harðræði var eftirsótt hjá samúræjum. óskilgetni pilturinn Muna er nýbúinn að missa móður sína og föður sinn veit hann ekkert um. Strax eftir fæðingu hafði Léns- herrann gefið þessum þrælsunga nafnið Muna, sem þýddi „hinn nafnlausi". Pilturinn hafði and- styggð á nafninu sínu. Móðir hans hafði svo imprað á því hver faðir hans væri. „Hann var afar hávaxinn hann faðir þinn“ — „hann var glæsilegur samúræi". Og allar minningar, sem raðast höfðu saman í huga piltsins frá tali móðurinnar um föðurinn, fæddu af sér löngun til að leita föðurins. Mikill faðir sem skyldi fá að vita að hann átti son sem hann gat verið hreykinn af. Pilturinn yfirgefur heimabyggð sína sem laumufarþegi á skipi. Þar kynnist hann húsbóndalausum samúræja, þorparanum Takanobil, sem hjálpar honum til að flýja í land með sér. Hann ánetjast Takanobu og fer með honum til borgarinnar Hei- ankyo — borgar hins eilífa friðar. Muna fær 'vinnu í hesthúsi keis- arans. Laun sín færir hann Tak- anobu, sem vinnur ekkert sjálfur. Hann er sá eini sem pilturinn á að. í hvert skipti sem Muna sér glæstan samúræja vakna heitar tilfinningar í brjósti hans. Kannski er þetta faðir hans, sem hann gæti aðeins þekkt á því að skjaldmeyjarfífill er flúraður á vinstri öxl hans innan klæða. Muna lendir í ótrúlegustu þreng- ingum, en leit hans að glæstum föður ljær honum kraft. Af Takanobu lærir hann að láta aldrei neinn troða á sér né segja sér fyrir verkum. Muna kynnist ungri stúlku og föður hennar. Honum þykir vænt um stúlkuna og hörð örlög hennar, varnarlausrar, fá mikið á hann. Hann missir sjónar af Tak- anobu. Það er honum sárt — þrátt fyrir allt. Mitt í hringiðu hörmunga hans færa örlögin hann í styrkar hendur Tukuji, fremsta sverðasmiðsins í höfuðborginni. Muna verður létta- drengur hans. Þar kynnist hann handanna- og orðsins list. Hann kynnist ljóðlistinni seiðmagni hennar og angan. Þorparinn Takanobu kemur óvænt á ný. Örugg tilvera piltsins hjá sverðasmiðnum er þá ekki lengur örugg, Takanobu sér fyrir því. Framundan er harður vetur. Átökin milli Heike-ættarinnar og Genji-ættarinnar magnast. Uppgjör piltsins við föðurleitina er á næstu grösum. Þegar allt er vonlaust, kalt og hart, leiða örlögin þennan marg- hrakta pilt til þess lífs er skapar honum góðan sess og virðingu meðal manna. Þessi baráttusaga unga piltsins er í senn spennandi og seiðandi. Hún fangar strax hug lesandans. Ég held að þroskaðir unglingar og fullorðið fólk hljóti að hafa mjög gaman af henni. Þuríður Baxter er vandvirkur þýðandi. Myndir prýða bókina. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar (D ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í 132 kV jarðstreng. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin veröa opnuð á sama stað, þriöju- daginn 4. febrúar 1986 kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuveqi 3 Simi25800 tHkynningar Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermán- uö 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga, uns þau eru orðin 20%, en síöan reiknast dráttarvextir til viöbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið, 16. desember 1985. Tilkynning frá Póst- og símamálastofnuninni Talsambandiö viö útlönd veröur lokað fyrir handvirka afgreiðslu frá kl. 15.00 á aöfanga- dag til kl. 13.00 á jóladag og frá kl. 15.00 á gamlársdag til kl. 13.00 á nýársdag. Sjálfval til útlanda veröur opið meö eölilegum hætti og er símnotendum bent á að upplýs- ingar þar aö lútandi eru á bls. 15-17 í síma- skránni. riannsóknaaðstaöa viö Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Noröurlanda (NORDITA) í Kaupmannahöfn kann að veröa völ á rannsóknaaöstööu fyrir íslenskan eölis- fræöing á næsta hausti. Rannsóknaaöstööu fylgir styrkur til eins árs dvalar viö stofnunina. Auk fræöilegra atómvísinda er viö stofnunina unnt aö leggja stund á stjarneölisfræði og eölisfræöi fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi í fræöilegri eölisfræöi og skal staöfest afrit prófskírteina fylgja umsókn ásamt ítarlegri greinargerö um menntun, vísindaleg störf og ritsmíöar. Umsóknareyöublöö fást í menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. — Umsóknir skulu sendar til: NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köben- havn Ö, Danmark, fyrir 31. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 16. desember 1985. kenmia “tsr Frá Fjölbrautaskólanum í Breiöholti Skólaslit veröa í Bústaöakirkju föstudaginn 20. desember og hefjast kl. 16.00. Viö skólaslitin veröur þess sérstaklega minnst aö tíu ár eru liðin frá því Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti hóf starfsemi sína haustið 1975. Skólaslitin taka bæði til Dagskóla F.B. og Öldungadeildar. Allir nemendur er lokiö hafa áfangaprófum eöa lokaprófum eiga aö koma á skólaslitin og taka á móti prófskírteinum. Foreldrar, ættingjar, eldri nemendur og aörir velunnarar skóians eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari. Til sölu í Ólafsvík Grillskálinn Ólafsbraut 19 er til sölu. Aöeins fjársterkur aöili kemur til greina. Upplýsingar gefur Marteinn í síma 93-6252. _______óskast keypt_________ Fyrirtækjaþjónustan auglýsir: Okkur vantar gott fyrirtæki í verslun eöa iönaði. Má þarfnast uppkeyrslu. 50-100% eignaraöild æskileg. Erum meö mjög sterkan kaupanda sem er meö fjármagn. Fyrirtækjaþjóniistan Austurstræti 17, 3. hæð. Sími 26278. Jólaglögg Varðar Landsmélafelagið Vöröur heldur jólaglögg í sjálfstæöishúsinu Valhöll aö Háaleitisbraut 1, föstudaginn 20. desember, frá kl. 17.00-19.00. Sjálfstaaöisfólk er hvatt tll aö fjölmenna og taka meö sér gesti. Stiórnln. Jóla hvað ...! Hiö árlega .jólaknair félaga ungra sjálf- stæöismanna á Stór-Reykjavikursvæöinu veröur haldiö í neöri deild Valhallar, föstu- daginn 20. desember og hefst kl. 21.00. Helöursgestur kvöldsins veröur Davfö Oddsson borgarstjóri. Salarkynni neöri deildar hata verið skreytt í bak og tyrir f tilefni hátíöarinnar, ásamt þvf sem alvöru plötusnúöur veröur á staönum. Aö sjálf- sögöu veröur .limbómelstari* Sjálfstæöis- ftokksins 1985-1986 valinn. Einnig veröa önnur skemmtiatriöi, sem ekki veröur fjall- að meira um á .opinberum vettvangi". Allir ungir sjálfstæöismenn velkomnir — prúöbúnir og léttir i lund. Já og stundvislega aö sjálfsögöu. Annaö var þaö nú ekki. Heimdallur félag ungra sjálfst.manna ifívfk, Týr félag ungra s/álfst.manna i Kópavogi, Baldur félag ungra sjálfst.manna á Seltj.nesi. Stetnlr félag ungra sjálfst.manna i Hatnarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.