Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 61 Verzlunarráð mótmælir frestun frumvarps til nýrra tollalaga Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi samþykkt scm stjórn Verzl- unarráðs íslands gerði á fundi 2. desember síðastliðinn: Stjórn Verzlunarráðs íslands mótmælir þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að fresta því að leggja fram nýtt frumvarp til tollalaga, sem fyrirhugað var að yrði að lögum um næstu áramót. Með þeirri ákvörðun er enn einu sinni verið að skjóta á frest umbót- um á löngu úreltum lögum sem eru til mikils óhagræðis fyrir fyrir- tæki og neytendur. Það er löngu viðurkennt að Ævintýri kettlinga Myndabókaútgáfan hefur endur- útgefið bókina Ævintýri kettling- anna eftir Evu Larsson ( þýðingú Hersteins Pálssonar. Bókin er 40 síður með litmynd- um á hverri síðu. 1 bókinni eru þrjú ævintýri; Afmælishátíðin, Kát kisubörn og Litli tígurinn. brýna nauðsyn beri til að einfalda framkvæmd tollheimtunnar og samræma aðflutningsgjöld enda eru nú innheimt um 17 mismun- andi gjöld á innfluttar vörur. Þá leiðir misræmi i tollskránni til þess að í mörgum tilvikum verður hagkvæmara aö kaupa inn, dýrari og óhentugri vöru vegna mishárra tolla á skyldum vörum. Verzlunar- ráðið ítrekar þá skoðun sína að stefnt skuli að lækkun tolla þannig að verðlag á vörum hér á landi og í nágrannalöndum verði svipað. Þannig myndi verslun með há- tollavörur flytjast inn i landið og smygl með þær minnka eða hætta, verslun og neytendum til hags- bóta. Einnig eru skipulagsbreyt- ingar á framkvæmd tollheimtu og tolleftirlits og gjaldfrestur á að- flutningsgjöldum löngu tímabær aðgerð. Verzlunarráðið vill að tollalög- unum sé breytt til hagræðingar og bendir á, að þá breytingu er hægt að gera án þess að rýra tekjur rikissjóðs eða hækka framfærslu- kostnað fjölskyldna i landinu. Rétt er, að fækkun aðflutningsgjalda úr sautján í tvö og samræming á tollun vara veldur óhjákvæmilega innbyrðis breytingum á gjald- skyldu, en áhrifin á kaupmátt launa eiga ekki að þurfa að verða nein á heildina iitið. Með hliðsjón af því sem að fram- an er sagt, skorar stjórn Verzlun- aráðs íslands á ríkisstjórnina að endurskoða þá ákvörðun að fresta því að leggja fram tollafrumvarp- ið. Galdrakarl- inn frá Oz Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér ævintýrið Galdrakarlinn frá Oz eftir Frank Baum í þýðingu l*orsteins Thorarcnsen. í fréttatilkynningu frá Fjölva segir m.a.: „Höfundurinn Frank Baum samdi ævintýrið fyrst fyrir börn sín, meðan hann sat á rúm- stokknum hjá þeim. Svo datt honum í hug að reyna að fá það gefið út í bókarformi, en það ætlaði ekki að ganga vel, hann fór bón- leiður frá hverjum útgefandanum á fætur öðrum. Loks varð hann að gefa bókina út á eigin kostnað, en jafnskjótt og hún kom fyrir augu almennings aldamótaárið, hófst sigurför ævintýrisins um allan heim. M.a. er alkunn kvik- mynd sem gerð var eftir henni með Judy Garland í aðalhlutverki. Sagan segir frá litlu stúlkunni Dóróteu, sem var ásamt hundi sínum Todda hrifin af hvirfilvindi og komu þau niður i ævintýra- landinu Oz. Dórótea leggur svo af stað í langa ferð um Oz-land í þeirri von að finna einhvern sem geti vísað henni leiðina heim. Á flakki sínu eignast hún þrjá ferðafélaga, sem síðan hafa orðið heldur en ekki frægir, en það eru Fuglahræðan, Pjáturkarlinn og Huglausa ljónið og mun hvert barn kannast við þá félaga. Sama ganga þau á fund hins ógurlega galdra- karls Oz, sem reynist þó annar en hann er séður.“ Galdrakarlinn frá Oz er 120 bls. með litmyndum í hverri opnu. 1 JL v^Kona • •’iw.Konu. 1 er bú'inn aö e'9 ^ ^ pvK'r I ÓsKarer ósKan 0g t da y 1 Hún sart)!fh\ö getö 'es'P ' narnan ao w sern P'° cmrnu. __i.iifiat fj Iðn barbankinn Það er líka hægt að panta Óskar og Emmu í póstkröfu. Með því að útfylla seðilinn, klippa hann út og senda til Iðnaðarbankans fáið þið Óskar eða Emmu send í póstkröfu. Verð 290 kr. pr. stk. Sendið í póstkröfu- stk. af ÓSKARI stk. af EMMU. Gjörið svo vel að skrifa með prentstöfum og auðkennið umslagið ÓSKAR eða EMMA. Nafn barns: Heimilisfang: Póstnúmer: Iðnaðarbankinn, Lækjargötu 12,101 Reykjavfk - Geislagötu 14,600 Akureyri - Austurvegi 38,800 Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.